Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2022 00:00 Bjartari tímar eru vonandi fram undan. Vísir/Vilhelm Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. Ríkisstjórnin samþykkti það á fundi sínum í gær að aflétta öllum takmörkunum frá og með miðnætti aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar og heyrir því grímuskylda, nándarregla, samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir sögunni til. Ætla má að margir muni fagna þessum tímamótum um helgina og eru barir landsins til að mynda þegar byrjaðir að undirbúa sig. Landspítalinn hefur þó varað við auknu álagi vegna afléttinga og er fólk því hvatt til að fara áfram varlega. Engar takmarkanir eru lengur í gildi. Veiran ekki horfin Enn eru talsvert margir að greinast smitaðir, þeir voru til að mynda ríflega 3.300 í dag og hafa aldrei verið fleiri, en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir útbreiðslu veirunnar þegar svo mikla að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. Íslendingar eru þó alls ekki hólpnir en áfram þarf að fylgjast með nýjum afbrigðum og öðrum vendingum í faraldrinum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að veiran myndi enn vera með okkur en að við gætum lifað með henni. Að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn veirunni helsta leiðin út úr faraldrinum. Um 80 prósent þurfi að smitast og miðað við núverandi útbreiðslu er líklegt að það takist seinni hlutann í mars. Nánast tvö ár af takmörkunum Fyrst var gripið til samkomutakmarkana 13. mars 2020 en þá var vika liðin frá því að fyrstu tilfellin greindust og greip þáverandi ríkisstjórn til þess ráðs að setja á samkomubann. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Sumarið 2021 var tilkynnt um að öllum aðgerðum innanlands yrði aflétt í ljósi góðrar stöðu en það átti eftir að reynast skammgóður vermir, líkt og flestir muna. Vonandi er staðan önnur í dag og munu Íslendingar geta fagnað þessum stóru tímamótum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti það á fundi sínum í gær að aflétta öllum takmörkunum frá og með miðnætti aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar og heyrir því grímuskylda, nándarregla, samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir sögunni til. Ætla má að margir muni fagna þessum tímamótum um helgina og eru barir landsins til að mynda þegar byrjaðir að undirbúa sig. Landspítalinn hefur þó varað við auknu álagi vegna afléttinga og er fólk því hvatt til að fara áfram varlega. Engar takmarkanir eru lengur í gildi. Veiran ekki horfin Enn eru talsvert margir að greinast smitaðir, þeir voru til að mynda ríflega 3.300 í dag og hafa aldrei verið fleiri, en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir útbreiðslu veirunnar þegar svo mikla að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. Íslendingar eru þó alls ekki hólpnir en áfram þarf að fylgjast með nýjum afbrigðum og öðrum vendingum í faraldrinum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að veiran myndi enn vera með okkur en að við gætum lifað með henni. Að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn veirunni helsta leiðin út úr faraldrinum. Um 80 prósent þurfi að smitast og miðað við núverandi útbreiðslu er líklegt að það takist seinni hlutann í mars. Nánast tvö ár af takmörkunum Fyrst var gripið til samkomutakmarkana 13. mars 2020 en þá var vika liðin frá því að fyrstu tilfellin greindust og greip þáverandi ríkisstjórn til þess ráðs að setja á samkomubann. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Sumarið 2021 var tilkynnt um að öllum aðgerðum innanlands yrði aflétt í ljósi góðrar stöðu en það átti eftir að reynast skammgóður vermir, líkt og flestir muna. Vonandi er staðan önnur í dag og munu Íslendingar geta fagnað þessum stóru tímamótum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27
Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53