„Ef við vinnum alla leiki okkar þá eigum við möguleika“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 09:31 Jürgen Klopp fagnar sigrinum í gær með Virgil van Dijk en Liverpool er á mikilli sigurgöngu þessa dagana. EPA-EFE/Tim Keeton Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru aðeins einum sigurleik frá því að jafna við Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Klopp reyndi að halda pressunni á City í viðtölum eftir leikinn. Liverpool liðið sýndi styrk sinn með 6-0 stórsigri á Leeds á Anfield í gærkvöldi en það var leikur sem liðið átti inn á Englandsmeistara City. Þetta var ennfremur níundi sigur Liverpool í röð í öllum keppnum. "We have to be 100% ready for Sunday."Jurgen Klopp is not focused on the Premier League title race with a league cup final around the corner pic.twitter.com/KaSBAMRpTe— Football Daily (@footballdaily) February 23, 2022 Það besta við þennan stórsigur á Liverpool er nú með fimmtíu mörk í plús á móti 46 mörkum í plús hjá Manchester City. Næsti leikur Liverpool er síðan úrslitaleikur enska deildabikarsins sem er á móti Chelsea á Wembley um helgina. „Nú munar þremur stigum á liðunum en svo verða það orðin sex stig um helgina þegar City vinnur líklega sinn leik. Ef við vinnum alla leiki okkar þá eigum við möguleika,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn. Hann var mjög sáttur í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég held að fyrir hlutlausa fólkið sé betra að þetta séu þrjú eða sex stig í staðinn fyrir tuttugu eða þrjátíu stiga forskot. Þetta er því meira spennandi svona en við verðum að vinna marga leiki á móti erfiðum mótherjum svo að þetta verður slungið verkefni,“ sagði Klopp. „Það eru núna tíu dagar þar til að við spilum næst í deildinni og í millitíðinni eru tveir leikir í allt öðrum keppnum. Annar þeirra er úrslitaleikur og hinn er í sextán liða úrslitum bikarsins. Þetta verða allt öðruvísi leikir en við þurfum líka að vera tilbúnir fyrir þá,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp was very happy with a performance that saw Liverpool learn from the opening 15 minutes to power to a 6-0 win over Leeds United — Liverpool FC (@LFC) February 23, 2022 Enski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Sjá meira
Liverpool liðið sýndi styrk sinn með 6-0 stórsigri á Leeds á Anfield í gærkvöldi en það var leikur sem liðið átti inn á Englandsmeistara City. Þetta var ennfremur níundi sigur Liverpool í röð í öllum keppnum. "We have to be 100% ready for Sunday."Jurgen Klopp is not focused on the Premier League title race with a league cup final around the corner pic.twitter.com/KaSBAMRpTe— Football Daily (@footballdaily) February 23, 2022 Það besta við þennan stórsigur á Liverpool er nú með fimmtíu mörk í plús á móti 46 mörkum í plús hjá Manchester City. Næsti leikur Liverpool er síðan úrslitaleikur enska deildabikarsins sem er á móti Chelsea á Wembley um helgina. „Nú munar þremur stigum á liðunum en svo verða það orðin sex stig um helgina þegar City vinnur líklega sinn leik. Ef við vinnum alla leiki okkar þá eigum við möguleika,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn. Hann var mjög sáttur í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég held að fyrir hlutlausa fólkið sé betra að þetta séu þrjú eða sex stig í staðinn fyrir tuttugu eða þrjátíu stiga forskot. Þetta er því meira spennandi svona en við verðum að vinna marga leiki á móti erfiðum mótherjum svo að þetta verður slungið verkefni,“ sagði Klopp. „Það eru núna tíu dagar þar til að við spilum næst í deildinni og í millitíðinni eru tveir leikir í allt öðrum keppnum. Annar þeirra er úrslitaleikur og hinn er í sextán liða úrslitum bikarsins. Þetta verða allt öðruvísi leikir en við þurfum líka að vera tilbúnir fyrir þá,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp was very happy with a performance that saw Liverpool learn from the opening 15 minutes to power to a 6-0 win over Leeds United — Liverpool FC (@LFC) February 23, 2022
Enski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Sjá meira