Haukur Helgi: „Skandall að þetta sé staðan“ Atli Arason skrifar 24. febrúar 2022 08:01 Haukur Helgi Pálsson í leik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni. Vísir/Bára Dröfn Haukur Helgi Pálsson mun að öllum líkindum snúa aftur í landsliðið í kvöld þegar Ísland tekur á móti Ítalíu í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið í körfubolta 2023. Leikurinn í kvöld verður leikinn á undanþágu í Ólafssal en Laugardalshöllin er ekki leikfær vegna vatnsskemmda. Verður þetta þá í fyrsta skipti á ferlinum sem Haukur spilar körfubolta í Ólafssal en salurinn var vígður í apríl 2018. „Það verður gott að spila aftur á heimavelli. Það var algjörlega fáránlegt að þurfa að spila báða leikina á útivelli síðast. Ekki misskilja, Ólafssalur er frábær völlur og ekkert hægt að setja út á hann en það þarf að koma einhver almennilegur þjóðarleikvangur á næstunni. Hvort sem Laugardalshöll verður gerð upp eða það komi ný höll eða eitthvað annað. Við verðum að eiga okkar heimavöll og það er eiginlega bara skandall að þetta sé staðan,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi, aðspurður út í aðstöðuleysi landsliðsins. Ef Haukur tekur þátt í kvöld, verður þetta þá í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem hann spilar í bláu en hann hefur ekki leikið landsleik síðan í febrúar 2019. Síðast þegar Haukur lék landsleik voru bæði Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson í hópnum en síðan þá hefur verið mikil endurnýjun. „Það er orðið svo langt síðan ég spilaði landsleik að ég man varla hvaða treyju númer ég er með,“ svaraði Haukur hlægjandi. „Það eru nokkrir leikmenn þarna sem hafa leikið færri landsleiki en það hafa allir leikið alvöru landsleiki. Nú hef ég ekki spilað með liðinu í einhver þrjú ár en ég er samt búinn að fylgjast vel með þeim og þeir eru búnir að vera mjög góðir. Þeir hafa komið okkur í þessa stöðu að við getum hækkað okkur upp í styrkleikaflokki. Ég er mjög spenntur að spila með þessum strákum og ég held að framtíðin sé björt.“ Haukur hefur fulla trú á íslenska liðinu í kvöld og telur að liðið geti náð í úrslit gegn þessu sterka liði Ítala. „Við ætlum að mæta þeim og vinna þennan leik. Við spiluðum á móti þeim þegar þeir voru með sitt sterkasta lið á Eurobasket 2015 og við vorum með þann leik í höndunum áður en við misstum hann í restina. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið þetta lið.“ Leikurinn er rúmum sólarhring áður en öllum sóttvarnartakmörkum verður aflétt en Haukur vonast til að sjá sem flesta i Ólafssal og að íslenska liðið geti nýtt heimavöllinn sér í hag. „Þeir eru með flott lið en við erum í bullandi séns að geta tekið þá hérna heima ef stemningin er góð og við fáum áhorfendur til að mæta og vera með okkur í liði,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. HM 2023 í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Leikurinn í kvöld verður leikinn á undanþágu í Ólafssal en Laugardalshöllin er ekki leikfær vegna vatnsskemmda. Verður þetta þá í fyrsta skipti á ferlinum sem Haukur spilar körfubolta í Ólafssal en salurinn var vígður í apríl 2018. „Það verður gott að spila aftur á heimavelli. Það var algjörlega fáránlegt að þurfa að spila báða leikina á útivelli síðast. Ekki misskilja, Ólafssalur er frábær völlur og ekkert hægt að setja út á hann en það þarf að koma einhver almennilegur þjóðarleikvangur á næstunni. Hvort sem Laugardalshöll verður gerð upp eða það komi ný höll eða eitthvað annað. Við verðum að eiga okkar heimavöll og það er eiginlega bara skandall að þetta sé staðan,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi, aðspurður út í aðstöðuleysi landsliðsins. Ef Haukur tekur þátt í kvöld, verður þetta þá í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem hann spilar í bláu en hann hefur ekki leikið landsleik síðan í febrúar 2019. Síðast þegar Haukur lék landsleik voru bæði Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson í hópnum en síðan þá hefur verið mikil endurnýjun. „Það er orðið svo langt síðan ég spilaði landsleik að ég man varla hvaða treyju númer ég er með,“ svaraði Haukur hlægjandi. „Það eru nokkrir leikmenn þarna sem hafa leikið færri landsleiki en það hafa allir leikið alvöru landsleiki. Nú hef ég ekki spilað með liðinu í einhver þrjú ár en ég er samt búinn að fylgjast vel með þeim og þeir eru búnir að vera mjög góðir. Þeir hafa komið okkur í þessa stöðu að við getum hækkað okkur upp í styrkleikaflokki. Ég er mjög spenntur að spila með þessum strákum og ég held að framtíðin sé björt.“ Haukur hefur fulla trú á íslenska liðinu í kvöld og telur að liðið geti náð í úrslit gegn þessu sterka liði Ítala. „Við ætlum að mæta þeim og vinna þennan leik. Við spiluðum á móti þeim þegar þeir voru með sitt sterkasta lið á Eurobasket 2015 og við vorum með þann leik í höndunum áður en við misstum hann í restina. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið þetta lið.“ Leikurinn er rúmum sólarhring áður en öllum sóttvarnartakmörkum verður aflétt en Haukur vonast til að sjá sem flesta i Ólafssal og að íslenska liðið geti nýtt heimavöllinn sér í hag. „Þeir eru með flott lið en við erum í bullandi séns að geta tekið þá hérna heima ef stemningin er góð og við fáum áhorfendur til að mæta og vera með okkur í liði,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
HM 2023 í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira