Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2022 16:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. Þetta segir í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra vegna afléttinga sóttvarnaaðgerða innanlands. Þar leggur Þórólfur Guðnason fram þrjá valkosti sem hann telur að stjórnvöld standi frammi fyrir: Að halda óbreyttum sóttvarnaaðgerðum, herða aðgerðir eða aflétta öllu. Stjórnvöld kynntu í dag að til stæði að aflétta öllum aðgerðum innanlands og á landamærum næstkomandi föstudag. „Aflétting allra sóttvarnaaðgerða mun vafalaust leiða til aukinnar útbreiðslu smita og mun þannig auka fjarvistir starfsmanna. Einnig er líklegt að alvarleg veikindi af völdum COVID-19 muni aukast sérstaklega hjá óbólusettum og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma. Þessar afleiðingar yrðu hins vegar að öllum líkindum tímabundnar þar til að gott samfélagslegt ónæmi mun skapast,“ segir í minnisblaðinu. Stjórnvöld þurfa því að leggja mat á hvort aflétting allra sóttvarnaaðgerða á þessari stundu réttlæti þær afleiðingar sem muni hljótast að aukinni útbreiðslu faraldursins. Sérstaklega sé horft til heilbrigðisstofnana og hjúkrunarheimila. Í afléttingatillögu Þórólfs er meðal annars lagt til að einstaklingum sem greinast með Covid-19 verði ekki lengur skylt að dvelja í einangrun. Þess í stað verði gefin út tilmæli um að þeir haldi sig í einangrun í minnst fimm daga frá greiningu. Þá leggur hann til að fólk sem sé með lítil sjúkdómseinkenni geti mætt til vinnu með ákveðnum leiðbeiningum um sóttvarnir sem nú gildi fyrir þá sem undanþágu fá frá einangrun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að fólk verði áfram hvatt til að passa sig og halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum. Alvarlegt ástand á heilbrigðisstofnunum Þórólfur segir að hægt hafi á vexti faraldursins hér á landi undanfarið en ekki sé útlit fyrir að toppinum hafi verið náð. Líklegt sé að núverandi sóttvarnaaðgerðir séu að koma í veg fyrir stjórnlausa og mun meiri útbreiðslu. Hann bætir við að alvarlegt ástand hafi skapast í rekstri heilbrigðisstofnana og ýmissa fyrirtækja vegna veikinda starfsmanna. Á þessari stundu sé ekki útséð hvort eða hvernig tekst að leysa þá stöðu. „Stjórnvöld verða því að leggja mat á það með fyrirtækjum (einkum heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum) hversu vel þau eru í stakk búin til að halda sinni starfsemi gangandi með núverandi veikindaforföllum þar til að útbreitt samfélagslegt ónæmi hefur náðst. Með núverandi útbreiðslu smita gæti það tekið nokkrar vikur til viðbótar.“ Að mati sóttvarnalæknis kemur jafnframt til greina að herða takmarkanir. „Stjórnvöld þurfa að íhuga hvort staða heilbrigðisstofnana og hjúkrunarheimila sé það slæm vegna fjarvista starfsmanna og veikinda skjólstæðinga að nauðsynlegt sé að herða samfélagslegar aðgerðir umfram þær sem nú eru í gildi. Hertar aðgerðir myndu að líkindum takmarka útbreiðslu frekar frá því sem nú er svo fremi að almenningur fari eftir þeim reglum sem í gildi væru. „Stjórnvöld verða því að leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé að herða samfélagslegar aðgerðir umfram þær sem nú eru í gildi. Ef það yrði gert þá má búast við að það muni taka lengri tíma að ná hér viðunandi ónæmi samfélaginu,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Reikna má því að það verði líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur á föstudag. Vísir/Vilhelm Stutt í víðtækt samfélagslegt ónæmi Að mati sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn Covid-19 helsta leiðin út úr faraldrinum. Til að ná því þurfi sem flestir að smitast af veirunni þar sem bóluefnin dugi ekki til, þótt þau veiti góða vernd gegn alvarlegum veikindum. „Þó ekki sé vitað hversu stórt hlutfall þjóðarinnar þarf að smitast til að hér náist viðunandi samfélagslegt ónæmi, þá er ekki óvarlegt að áætla að það sé um 80%. Í dag hafa um 110.000 manns verið greindir með Covid-19 og áætlað hefur verið út frá mótefnamælingum að svipaður fjöldi hafi smitast án þess að greinast. Ef það reynist rétt, þá má ætla að með núverandi fjölda daglegra smita muni 80% markinu vera náð eftir nokkrar vikur eða í seinni hluta mars mánaðar 2022.“ Vill afnema samtímis innanlands og á landamærum Í minnisblaði sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum segir að hann telji forsendur fyrir því að slaka á sóttvarnaaðgerðum þar, í ljósi þess að sýkingar af völdum Covid-19 séu verulega útbreiddar í samfélaginu og ónæmi því útbreitt. Þá sýni gögn að smit á landamærum séu minna en tíu prósent af heildarfjölda allra innlendra smita. „Ég tel því að íslensku samfélagi stafi lítil hætta af þeim smitum sem koma yfir landamærin nema ef ný afbrigði koma fram erlendis sem hegða sér öðru vísi en þau afbrigði sem við höfum höfum verið að fást við til þessa.“ Einnig telur hann litlar faglegar forsendur fyrir því á þessari stundu að gera greinarmun á óbólusettum og bólusettum einstaklingum á landamærum og hvort þeir koma frá löndum innan eða utan EES-svæðisins. „Ég legg því til að öllum sóttvarnaaðgerðum á landamærum verði hætt á sama tíma og sóttvarnaaðgerðum innanlands verður aflétt en nú er miðað við að það verði 25. febrúar nk. Rétt er þó að árétta að stjórnvöld þurfa að vera reiðubúin að innleiða sóttvarnaaðgerðir á landamærum hratt aftur ef ný og hættuleg afbrigði kórónaveirunnar koma fram erlendis og nauðsynlegt reynist að hamla dreifingu þeirra til landsins. Einnig er mikilvægt að þeir aðilar sem sinnt hafa framkvæmd þeirra aðgerða séu með tilbúnar áætlanir um að bregaðst hratt við og geta hafið aðgerðir aftur með mjög litlum fyrirvara t.d innan 72 klst.“ Fram kemur í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að fyrstu reglugerðir heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum og skólastarfi vegna Covid-19 hafi verið settar fyrir tæpum tveimur árum með gildistöku 16. mars 2020. Frá þeim tíma hafi heilbrigðisráðherra sett 166 reglugerðir og auglýsingar um margvíslegar ráðstafanir vegna Covid-19. Tengd skjöl Minnisblad-aflétting_takmarkana-22022022PDF877KBSækja skjal Minnisblad-landamæri22022022PDF678KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta segir í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra vegna afléttinga sóttvarnaaðgerða innanlands. Þar leggur Þórólfur Guðnason fram þrjá valkosti sem hann telur að stjórnvöld standi frammi fyrir: Að halda óbreyttum sóttvarnaaðgerðum, herða aðgerðir eða aflétta öllu. Stjórnvöld kynntu í dag að til stæði að aflétta öllum aðgerðum innanlands og á landamærum næstkomandi föstudag. „Aflétting allra sóttvarnaaðgerða mun vafalaust leiða til aukinnar útbreiðslu smita og mun þannig auka fjarvistir starfsmanna. Einnig er líklegt að alvarleg veikindi af völdum COVID-19 muni aukast sérstaklega hjá óbólusettum og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma. Þessar afleiðingar yrðu hins vegar að öllum líkindum tímabundnar þar til að gott samfélagslegt ónæmi mun skapast,“ segir í minnisblaðinu. Stjórnvöld þurfa því að leggja mat á hvort aflétting allra sóttvarnaaðgerða á þessari stundu réttlæti þær afleiðingar sem muni hljótast að aukinni útbreiðslu faraldursins. Sérstaklega sé horft til heilbrigðisstofnana og hjúkrunarheimila. Í afléttingatillögu Þórólfs er meðal annars lagt til að einstaklingum sem greinast með Covid-19 verði ekki lengur skylt að dvelja í einangrun. Þess í stað verði gefin út tilmæli um að þeir haldi sig í einangrun í minnst fimm daga frá greiningu. Þá leggur hann til að fólk sem sé með lítil sjúkdómseinkenni geti mætt til vinnu með ákveðnum leiðbeiningum um sóttvarnir sem nú gildi fyrir þá sem undanþágu fá frá einangrun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að fólk verði áfram hvatt til að passa sig og halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum. Alvarlegt ástand á heilbrigðisstofnunum Þórólfur segir að hægt hafi á vexti faraldursins hér á landi undanfarið en ekki sé útlit fyrir að toppinum hafi verið náð. Líklegt sé að núverandi sóttvarnaaðgerðir séu að koma í veg fyrir stjórnlausa og mun meiri útbreiðslu. Hann bætir við að alvarlegt ástand hafi skapast í rekstri heilbrigðisstofnana og ýmissa fyrirtækja vegna veikinda starfsmanna. Á þessari stundu sé ekki útséð hvort eða hvernig tekst að leysa þá stöðu. „Stjórnvöld verða því að leggja mat á það með fyrirtækjum (einkum heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum) hversu vel þau eru í stakk búin til að halda sinni starfsemi gangandi með núverandi veikindaforföllum þar til að útbreitt samfélagslegt ónæmi hefur náðst. Með núverandi útbreiðslu smita gæti það tekið nokkrar vikur til viðbótar.“ Að mati sóttvarnalæknis kemur jafnframt til greina að herða takmarkanir. „Stjórnvöld þurfa að íhuga hvort staða heilbrigðisstofnana og hjúkrunarheimila sé það slæm vegna fjarvista starfsmanna og veikinda skjólstæðinga að nauðsynlegt sé að herða samfélagslegar aðgerðir umfram þær sem nú eru í gildi. Hertar aðgerðir myndu að líkindum takmarka útbreiðslu frekar frá því sem nú er svo fremi að almenningur fari eftir þeim reglum sem í gildi væru. „Stjórnvöld verða því að leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé að herða samfélagslegar aðgerðir umfram þær sem nú eru í gildi. Ef það yrði gert þá má búast við að það muni taka lengri tíma að ná hér viðunandi ónæmi samfélaginu,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Reikna má því að það verði líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur á föstudag. Vísir/Vilhelm Stutt í víðtækt samfélagslegt ónæmi Að mati sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn Covid-19 helsta leiðin út úr faraldrinum. Til að ná því þurfi sem flestir að smitast af veirunni þar sem bóluefnin dugi ekki til, þótt þau veiti góða vernd gegn alvarlegum veikindum. „Þó ekki sé vitað hversu stórt hlutfall þjóðarinnar þarf að smitast til að hér náist viðunandi samfélagslegt ónæmi, þá er ekki óvarlegt að áætla að það sé um 80%. Í dag hafa um 110.000 manns verið greindir með Covid-19 og áætlað hefur verið út frá mótefnamælingum að svipaður fjöldi hafi smitast án þess að greinast. Ef það reynist rétt, þá má ætla að með núverandi fjölda daglegra smita muni 80% markinu vera náð eftir nokkrar vikur eða í seinni hluta mars mánaðar 2022.“ Vill afnema samtímis innanlands og á landamærum Í minnisblaði sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum segir að hann telji forsendur fyrir því að slaka á sóttvarnaaðgerðum þar, í ljósi þess að sýkingar af völdum Covid-19 séu verulega útbreiddar í samfélaginu og ónæmi því útbreitt. Þá sýni gögn að smit á landamærum séu minna en tíu prósent af heildarfjölda allra innlendra smita. „Ég tel því að íslensku samfélagi stafi lítil hætta af þeim smitum sem koma yfir landamærin nema ef ný afbrigði koma fram erlendis sem hegða sér öðru vísi en þau afbrigði sem við höfum höfum verið að fást við til þessa.“ Einnig telur hann litlar faglegar forsendur fyrir því á þessari stundu að gera greinarmun á óbólusettum og bólusettum einstaklingum á landamærum og hvort þeir koma frá löndum innan eða utan EES-svæðisins. „Ég legg því til að öllum sóttvarnaaðgerðum á landamærum verði hætt á sama tíma og sóttvarnaaðgerðum innanlands verður aflétt en nú er miðað við að það verði 25. febrúar nk. Rétt er þó að árétta að stjórnvöld þurfa að vera reiðubúin að innleiða sóttvarnaaðgerðir á landamærum hratt aftur ef ný og hættuleg afbrigði kórónaveirunnar koma fram erlendis og nauðsynlegt reynist að hamla dreifingu þeirra til landsins. Einnig er mikilvægt að þeir aðilar sem sinnt hafa framkvæmd þeirra aðgerða séu með tilbúnar áætlanir um að bregaðst hratt við og geta hafið aðgerðir aftur með mjög litlum fyrirvara t.d innan 72 klst.“ Fram kemur í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að fyrstu reglugerðir heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum og skólastarfi vegna Covid-19 hafi verið settar fyrir tæpum tveimur árum með gildistöku 16. mars 2020. Frá þeim tíma hafi heilbrigðisráðherra sett 166 reglugerðir og auglýsingar um margvíslegar ráðstafanir vegna Covid-19. Tengd skjöl Minnisblad-aflétting_takmarkana-22022022PDF877KBSækja skjal Minnisblad-landamæri22022022PDF678KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27