Fjölskyldur landsins í „hlekkjum afborgana“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 14:30 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags, segir að eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga verði krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Sameyki Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags, segir að það sé meðvituð ákvörðun stjórnvalda að stýra ekki húsnæðismarkaðnum og láta frumskógarlögmálið ráða för. Eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga er krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Liður í slíkri stefnu er hugmyndin um að lífeyrissjóðirnir ráðist í byggingaframkvæmdir með það fyrir augum að leigja út. Þórarinn ræddi við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðu og þróun húsnæðismála leiðir í ljós að hlutfall leigjanda á Íslandi er 17% sem þykir nokkuð lágt hlutfall, einkum í samanburði við meðaltal leigjenda í Evrópusambandsríkjum sem er 30%. Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull kallaði eftir aðkomu lífeyrissjóðanna í pistli sem hann skrifaði í Stundina. Í staðinn fyrir að vera hluti af vandanum - með því að lána til húsnæðiskaupa og ýta undir hækkun íbúðaverðs, gætu þeir ráðist í byggingarframkvæmdir til útleigu. Þórarinn Eyfjörð formaður stéttarfélagsins Sameykis tekur undir með Jökli. Húsnæðiskerfið mannanna verk „Húsnæðiskerfið er bara mannanna verk og það er hægt að byggja ramma utan um kerfið sem er mannúðlegt, hjálpar fjölskyldum landsins og hjálpar þar af leiðandi hjálpar samfélaginu öllu til að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þegar þú setur fjölskyldur landsins í spennitreyju og hlekki afborgana af lánum sem fólk ræður ekki við þá hefur það áhrif og afleiðingar á allt fjölskyldulífið og þá erum við að skila bæði börnunum okkar, vinnuaflinu og allri okkar tilveru til framtíðar í einhvers konar hlekkjum og það er ómöguleg stefna.“ Líkir leigumarkaðnum við þrælahald Þórarinn kallar ástandið eins og það er í dag „afborganavíti“. Stjórnvöld og allir sem eiga í hlut verði að finna lausnir. Liður í því er að gera leigumarkaðinn aðlaðandi fyrir lífeyrissjóðina. „Þeir geta komið inn á markaðinn til að byggja upp og síðan myndum við koma rekstrarfyrirkomulaginu í tryggan, öruggan rekstur því lífeyrissjóðirnir geta gert hóflega ávöxtunarkröfu, það er að segja ekki þetta markaðsálag og ekki þessa brjálæðislegu gróðahyggju heldur bara sem stabíla ávöxtunarleið til lengri tíma þar sem lífeyrissjóðirnir geta verið öruggir með ávöxtunina sína og leigjendur geta verið öruggir með sitt húsnæði, sitt leiguverð og þróun á leiguverði. Þannig geta þeir komist út úr þessu frumskógarlögmáli og þessu í rauninni þrælahaldi á fjölskyldum sem eru á leigumarkaðnum og ráða ekkert við leiguverðið,“ sagði Þórarinn. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur greint frá því ófremdarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði en tilfinnanlegur skortur er á íbúðum og húsnæðisverð fer ört hækkandi. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga er krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Liður í slíkri stefnu er hugmyndin um að lífeyrissjóðirnir ráðist í byggingaframkvæmdir með það fyrir augum að leigja út. Þórarinn ræddi við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðu og þróun húsnæðismála leiðir í ljós að hlutfall leigjanda á Íslandi er 17% sem þykir nokkuð lágt hlutfall, einkum í samanburði við meðaltal leigjenda í Evrópusambandsríkjum sem er 30%. Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull kallaði eftir aðkomu lífeyrissjóðanna í pistli sem hann skrifaði í Stundina. Í staðinn fyrir að vera hluti af vandanum - með því að lána til húsnæðiskaupa og ýta undir hækkun íbúðaverðs, gætu þeir ráðist í byggingarframkvæmdir til útleigu. Þórarinn Eyfjörð formaður stéttarfélagsins Sameykis tekur undir með Jökli. Húsnæðiskerfið mannanna verk „Húsnæðiskerfið er bara mannanna verk og það er hægt að byggja ramma utan um kerfið sem er mannúðlegt, hjálpar fjölskyldum landsins og hjálpar þar af leiðandi hjálpar samfélaginu öllu til að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þegar þú setur fjölskyldur landsins í spennitreyju og hlekki afborgana af lánum sem fólk ræður ekki við þá hefur það áhrif og afleiðingar á allt fjölskyldulífið og þá erum við að skila bæði börnunum okkar, vinnuaflinu og allri okkar tilveru til framtíðar í einhvers konar hlekkjum og það er ómöguleg stefna.“ Líkir leigumarkaðnum við þrælahald Þórarinn kallar ástandið eins og það er í dag „afborganavíti“. Stjórnvöld og allir sem eiga í hlut verði að finna lausnir. Liður í því er að gera leigumarkaðinn aðlaðandi fyrir lífeyrissjóðina. „Þeir geta komið inn á markaðinn til að byggja upp og síðan myndum við koma rekstrarfyrirkomulaginu í tryggan, öruggan rekstur því lífeyrissjóðirnir geta gert hóflega ávöxtunarkröfu, það er að segja ekki þetta markaðsálag og ekki þessa brjálæðislegu gróðahyggju heldur bara sem stabíla ávöxtunarleið til lengri tíma þar sem lífeyrissjóðirnir geta verið öruggir með ávöxtunina sína og leigjendur geta verið öruggir með sitt húsnæði, sitt leiguverð og þróun á leiguverði. Þannig geta þeir komist út úr þessu frumskógarlögmáli og þessu í rauninni þrælahaldi á fjölskyldum sem eru á leigumarkaðnum og ráða ekkert við leiguverðið,“ sagði Þórarinn. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur greint frá því ófremdarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði en tilfinnanlegur skortur er á íbúðum og húsnæðisverð fer ört hækkandi.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30
Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04
Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07