Ríkisstjórnin fundar um afléttingu aðgerða í hádeginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 10:00 Ríkisstjórnin mun funda um afléttingu sóttvarnaaðgerða í hádeginu í dag. Willum Þór heilbrigðisráðherra mun þar kynna tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin mun í hádeginu funda um afléttingu sóttvarnaaðgerða, sem fyrirhugaðar eru í síðasta lagi á föstudag. Við verðum í beinni útsendingu frá Tjarnargötu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði með tillögum sínum um afléttingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Willum sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann myndi jafnvel boða til afléttinga á morgun en þó í síðasta lagi á föstudag. Fyrirhugaðar eru allsherjarafléttingar, bæði innanlands og á landamærum. Ríkisstjórnarfundir eru venjulega á þriðjudögum og föstudögum og er því ekki loku fyrir það skotið að afléttingar verði kynntar í dag. Núgildandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildir til 25. febrúar, eða föstudags, og felur meðal annars í sér að aðeins 200 megi kkoma saman innandyra, heimilt er að halda 1.000 manna viðburði að því tilskyldu að allir sitji í sæti og beri grímu. Þá er aðeins skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra reglu, íþróttakeppnir- og æfingar takmarkast við 200 manns í hólfi. Opnunartími veitingastaða er þá til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staði fyrir klukkan 1. Fundur ríkisstjórnarinnar hefst klukkan 12 í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu og verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Ráðherrar verða gripnir tali á leiðinni inn á fundinn en fylgjast má með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Fundinum og útsendingunni í kjölfarið er lokið en hér má nálgast upptöku af forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra að tilkynna um afléttingu aðgerða.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði með tillögum sínum um afléttingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Willum sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann myndi jafnvel boða til afléttinga á morgun en þó í síðasta lagi á föstudag. Fyrirhugaðar eru allsherjarafléttingar, bæði innanlands og á landamærum. Ríkisstjórnarfundir eru venjulega á þriðjudögum og föstudögum og er því ekki loku fyrir það skotið að afléttingar verði kynntar í dag. Núgildandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildir til 25. febrúar, eða föstudags, og felur meðal annars í sér að aðeins 200 megi kkoma saman innandyra, heimilt er að halda 1.000 manna viðburði að því tilskyldu að allir sitji í sæti og beri grímu. Þá er aðeins skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra reglu, íþróttakeppnir- og æfingar takmarkast við 200 manns í hólfi. Opnunartími veitingastaða er þá til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staði fyrir klukkan 1. Fundur ríkisstjórnarinnar hefst klukkan 12 í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu og verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Ráðherrar verða gripnir tali á leiðinni inn á fundinn en fylgjast má með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Fundinum og útsendingunni í kjölfarið er lokið en hér má nálgast upptöku af forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra að tilkynna um afléttingu aðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Sjá meira