Meirihluti stuðningsmanna vill losna við Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2022 14:01 Cristiano Ronaldo ætti að yfirgefa Manchester United í sumar að mati meirihluta stuðningsmanna. Getty/Martin Rickett Skoðanakönnun The Athletic á meðal stuðningsmanna Manchester United kemur ansi illa út fyrir Cristiano Ronaldo og sérstaklega Harry Maguire en Bruno Fernandes er greinilega aðalmaður liðsins í huga flestra. The Athletic gerði skoðanakönnun á meðal þeirra lesenda sinna sem styðja United og á meðal helstu niðurstaðna er sú staðreynd að 55% þeirra vilja ekki að Ronaldo verði áfram með liðinu á næstu leiktíð. Ronaldo, sem nú er orðinn 37 ára gamall, sneri aftur til United síðasta sumar eftir 12 ára fjarveru en mörkin níu sem hann hefur skorað í ensku úrvalsdeildinni í vetur duga ekki til að stuðningsmenn United vilji halda Portúgalanum. The Athletic surveyed #MUFC supporters: Over 50% don't want Ronaldo at club next season 58% want Ten Hag More think Maguire should be captain than Ronaldo 56% think #MUFC won't win #PL again until 2026-30 59% say Fernandes is most important player @Ankaman616— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 22, 2022 Þess ber þó að geta að þó að meirihluti stuðningsmanna United vilji að Ronaldo yfirgefi félagið í sumar telja 64% þeirra að hann eigi að vera í byrjunarliðinu út þessa leiktíð. Hluti stuðningsmannahóps United hefur kallað eftir því að fyrirliðinn Maguire missi sæti sitt í liðinu og samkvæmt könnuninni vilja aðeins 12% að hann haldi fyrirliðabandinu. Fernandes er vinsælastur og vilja 42% að hann verði gerður að fyrirliða, og 25% að markvörðurinn David de Gea sé fyrirliði. Vilja Ten Hag sem stjóra Samkvæmt könnuninni vilja 61% stuðningsmanna að Maguire missi sæti sitt í byrjunarliðinu. Svipaður fjöldi, eða 60%, telur að Fernandes sé mikilvægasti leikmaður liðsins. United er í leit að framtíðarknattspyrnustjóra til að taka við af Ralf Rangnick í sumar þegar hann fer í starf ráðgjafa hjá félaginu. Samkvæmt könnuninni vilja 58% stuðningsmanna fá Erik ten Hag, stjóra Ajax, en 25,5% vilja Mauricio Pochettino sem stýrir PSG. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
The Athletic gerði skoðanakönnun á meðal þeirra lesenda sinna sem styðja United og á meðal helstu niðurstaðna er sú staðreynd að 55% þeirra vilja ekki að Ronaldo verði áfram með liðinu á næstu leiktíð. Ronaldo, sem nú er orðinn 37 ára gamall, sneri aftur til United síðasta sumar eftir 12 ára fjarveru en mörkin níu sem hann hefur skorað í ensku úrvalsdeildinni í vetur duga ekki til að stuðningsmenn United vilji halda Portúgalanum. The Athletic surveyed #MUFC supporters: Over 50% don't want Ronaldo at club next season 58% want Ten Hag More think Maguire should be captain than Ronaldo 56% think #MUFC won't win #PL again until 2026-30 59% say Fernandes is most important player @Ankaman616— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 22, 2022 Þess ber þó að geta að þó að meirihluti stuðningsmanna United vilji að Ronaldo yfirgefi félagið í sumar telja 64% þeirra að hann eigi að vera í byrjunarliðinu út þessa leiktíð. Hluti stuðningsmannahóps United hefur kallað eftir því að fyrirliðinn Maguire missi sæti sitt í liðinu og samkvæmt könnuninni vilja aðeins 12% að hann haldi fyrirliðabandinu. Fernandes er vinsælastur og vilja 42% að hann verði gerður að fyrirliða, og 25% að markvörðurinn David de Gea sé fyrirliði. Vilja Ten Hag sem stjóra Samkvæmt könnuninni vilja 61% stuðningsmanna að Maguire missi sæti sitt í byrjunarliðinu. Svipaður fjöldi, eða 60%, telur að Fernandes sé mikilvægasti leikmaður liðsins. United er í leit að framtíðarknattspyrnustjóra til að taka við af Ralf Rangnick í sumar þegar hann fer í starf ráðgjafa hjá félaginu. Samkvæmt könnuninni vilja 58% stuðningsmanna fá Erik ten Hag, stjóra Ajax, en 25,5% vilja Mauricio Pochettino sem stýrir PSG.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira