Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 20:17 Verkefnum mun eflaust fjölga þegar líða fer á kvöldið. Mynd/Þorsteinn Sigurbjörnsson/Björgunarsveitin Ársæll Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. Um 200 björgunarsveitarmenn sinna nú verkefnum víðs vegar á landinu vegna óveðursins sem gengur nú yfir en björgunarsveitir hafa þurft að sinna rúmlega 70 verkefnun það sem af er kvöldi. „Verkefnin eru að tínast inn,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, en hún segir að verkefnin séu að færast til. „Nú eru farin að aukast verkefni á Vesturlandi og von á að verkefnum fari að fjölga á Norðurkandi, það er eitthvað á Austurlandi líka, þannig það er nóg að gera.“ Meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna í kvöld eru að losa fasta bíla en margir sátu til að mynda fastir á Hellisheiðinni og í Þrengslunum frá því að vegunum var lokað síðdegis. Ferðaþjónustufyrirtæki var meðal annars kallað út til aðstoðar vegna fastra bíla á Hellisheiðinni. „Ég held að það sé bara búið að leysa úr því öllu, ég var að tala við einn sem að var þar og þeir voru bara farnir í annað verkefni, þannig það er bara að klárast eða klárt,“ segi Karen. Þá eru björgunarsveitir að aðstoða við rýmingu á Patreksfirði en Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á svæðinu og var því ákveðið að rýma átta hús. Veður fer einnig versnandi í Vestmannaeyjum þar sem mikið er um vatns- og foktjón. Að sögn Karenar eru björgunarsveitir nú helst að bregðast við aðkallandi verkefnum. „Þetta er í rauninni bara að bregðast við þegar það er kallað og stundum keyrir björgunarsveitarfólk fram á verkefnin þegar þau eru að fara úr einu verkefni í annað,“ segir Karen. Enn sem komið er hefur þeim ekki verið tilkynnt um nein slys. Rauðar viðvaranir vegna veðurs tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 19 en annars staðar á landinu eru ýmist appelsínugular eða gular viðvaranir í gildi. Klukkan ellefu í kvöld verða appelsínugular viðvaranir í gildi alls staðar á landinu, nema á Suðurlandi þar sem gul viðvörun tekur gildi. Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Um 200 björgunarsveitarmenn sinna nú verkefnum víðs vegar á landinu vegna óveðursins sem gengur nú yfir en björgunarsveitir hafa þurft að sinna rúmlega 70 verkefnun það sem af er kvöldi. „Verkefnin eru að tínast inn,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, en hún segir að verkefnin séu að færast til. „Nú eru farin að aukast verkefni á Vesturlandi og von á að verkefnum fari að fjölga á Norðurkandi, það er eitthvað á Austurlandi líka, þannig það er nóg að gera.“ Meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna í kvöld eru að losa fasta bíla en margir sátu til að mynda fastir á Hellisheiðinni og í Þrengslunum frá því að vegunum var lokað síðdegis. Ferðaþjónustufyrirtæki var meðal annars kallað út til aðstoðar vegna fastra bíla á Hellisheiðinni. „Ég held að það sé bara búið að leysa úr því öllu, ég var að tala við einn sem að var þar og þeir voru bara farnir í annað verkefni, þannig það er bara að klárast eða klárt,“ segi Karen. Þá eru björgunarsveitir að aðstoða við rýmingu á Patreksfirði en Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á svæðinu og var því ákveðið að rýma átta hús. Veður fer einnig versnandi í Vestmannaeyjum þar sem mikið er um vatns- og foktjón. Að sögn Karenar eru björgunarsveitir nú helst að bregðast við aðkallandi verkefnum. „Þetta er í rauninni bara að bregðast við þegar það er kallað og stundum keyrir björgunarsveitarfólk fram á verkefnin þegar þau eru að fara úr einu verkefni í annað,“ segir Karen. Enn sem komið er hefur þeim ekki verið tilkynnt um nein slys. Rauðar viðvaranir vegna veðurs tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 19 en annars staðar á landinu eru ýmist appelsínugular eða gular viðvaranir í gildi. Klukkan ellefu í kvöld verða appelsínugular viðvaranir í gildi alls staðar á landinu, nema á Suðurlandi þar sem gul viðvörun tekur gildi.
Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira