Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 17:47 Gera má ráð fyrir einhverju vatnstjóni eftir kvöldið. Vísir/Egill Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitarfólk mjög vel undirbúið, enda er þetta í annað sinn á innan við mánuði sem rauðar viðvaranir taka gildi vegna veðurs. „Það má segja að við séum í ákveðnu formi, þessa dagana alla vega. Það er búið að vera ótrúlega algengt, þessar viðvaranir og verkefni þeim tengdum,“ sagði Otti í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði þó nokkra vera í startholunum og vísaði til þess að björgunarsveitirnar hafi það sem af er ári farið í 277 útköll. „Í þessum 277 útköllum hafa mætt tæplega 1400 manns þannig þetta er töluvert af fólki. Á útkallslistum félagsins eru um 4000 manns sirka og það eru flestir klárir í slaginn,“ sagði Otti. „Björgunarsveitirnar eru alltaf til taks og yfirleitt er búnaðurinn bara klár og menn tilbúnir að bregðast við með mjög stuttum fyrirvara en þegar það er búið að lýsa yfir almannavarnastigi þá kannski týnist fólk í björgunarsveitarhúsin og er meira klárt á staðnum heldur en á venjulegum degi.“ Mikilvægt að færri séu á ferli Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við alla lögreglustjóra að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins í dag og tók óvissustig gildi klukkan 17. Þá verður samhæfingarstöð almannavarna starfrækt fram til morguns. „Það verður væntanlega bara aftakaveður á öllu landinu og þess vegna er svo mikilvægt að þessar viðvaranir séu gefnar út og fólk taki þessu alvarlega, því að þetta hefur áhrif. Því færri sem eru á ferðinni og fleiri vakandi yfir því sem getur fokið, því minna verður af verkefnum og þetta gengur bara auðveldara yfir,“ sagði Otti. Gera má ráð fyrir að veðrið verði verst á suðvesturhorni landsins fram til morguns. Rauðar viðvaranir verða í gildi fram til klukkan ellefu í kvöld en þá taka við appelsínugular og síðar gular viðvaranir. „Það er útlit fyrir vatnsveður frekar en ófærð og því fylgir þá auðvitað að þakplötur að fjúka, og skilti, og tilfallandi flóðaverkefni eða vatnsverkefni og þess háttar,“ sagði Otti. Aðspurður um hvað fólk getur gert til að lágmarka hættuna á tjóni sagði Otti það vera hinar hefðbundnu slysavarnir sem Íslendingar hafa komið til með að þekkja. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst að skoða hvað er að fara að gerast og bregðast við þessum viðvörunum sem eru í gangi, en heimavið er það auðvitað bara að halda áfram að tryggja allt lauslegt og moka frá niðurföllum, þessar hefðbundnu slysavarnir,“ sagði Otti. „Við erum auðvitað bara klár í slaginn og bregðumst við kallinu ef að það kemur. Nú auðvitað ef þetta gengur yfir án þess að það verði eitthvað um að vera þá verðum við mjög fegin og getum bara verið áfram heima að horfa á sjónvarpið eins og hinir, það er bara fínt líka.“ Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. 21. febrúar 2022 14:59 Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55 Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitarfólk mjög vel undirbúið, enda er þetta í annað sinn á innan við mánuði sem rauðar viðvaranir taka gildi vegna veðurs. „Það má segja að við séum í ákveðnu formi, þessa dagana alla vega. Það er búið að vera ótrúlega algengt, þessar viðvaranir og verkefni þeim tengdum,“ sagði Otti í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði þó nokkra vera í startholunum og vísaði til þess að björgunarsveitirnar hafi það sem af er ári farið í 277 útköll. „Í þessum 277 útköllum hafa mætt tæplega 1400 manns þannig þetta er töluvert af fólki. Á útkallslistum félagsins eru um 4000 manns sirka og það eru flestir klárir í slaginn,“ sagði Otti. „Björgunarsveitirnar eru alltaf til taks og yfirleitt er búnaðurinn bara klár og menn tilbúnir að bregðast við með mjög stuttum fyrirvara en þegar það er búið að lýsa yfir almannavarnastigi þá kannski týnist fólk í björgunarsveitarhúsin og er meira klárt á staðnum heldur en á venjulegum degi.“ Mikilvægt að færri séu á ferli Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við alla lögreglustjóra að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins í dag og tók óvissustig gildi klukkan 17. Þá verður samhæfingarstöð almannavarna starfrækt fram til morguns. „Það verður væntanlega bara aftakaveður á öllu landinu og þess vegna er svo mikilvægt að þessar viðvaranir séu gefnar út og fólk taki þessu alvarlega, því að þetta hefur áhrif. Því færri sem eru á ferðinni og fleiri vakandi yfir því sem getur fokið, því minna verður af verkefnum og þetta gengur bara auðveldara yfir,“ sagði Otti. Gera má ráð fyrir að veðrið verði verst á suðvesturhorni landsins fram til morguns. Rauðar viðvaranir verða í gildi fram til klukkan ellefu í kvöld en þá taka við appelsínugular og síðar gular viðvaranir. „Það er útlit fyrir vatnsveður frekar en ófærð og því fylgir þá auðvitað að þakplötur að fjúka, og skilti, og tilfallandi flóðaverkefni eða vatnsverkefni og þess háttar,“ sagði Otti. Aðspurður um hvað fólk getur gert til að lágmarka hættuna á tjóni sagði Otti það vera hinar hefðbundnu slysavarnir sem Íslendingar hafa komið til með að þekkja. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst að skoða hvað er að fara að gerast og bregðast við þessum viðvörunum sem eru í gangi, en heimavið er það auðvitað bara að halda áfram að tryggja allt lauslegt og moka frá niðurföllum, þessar hefðbundnu slysavarnir,“ sagði Otti. „Við erum auðvitað bara klár í slaginn og bregðumst við kallinu ef að það kemur. Nú auðvitað ef þetta gengur yfir án þess að það verði eitthvað um að vera þá verðum við mjög fegin og getum bara verið áfram heima að horfa á sjónvarpið eins og hinir, það er bara fínt líka.“
Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. 21. febrúar 2022 14:59 Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55 Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. 21. febrúar 2022 14:59
Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55
Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45