Óbólusettir gætu áfram sætt takmörkunum við landamærin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 17:52 Málið verður rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið en starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta hefur komið að því. vísir/vilhelm Langtímafyrirkomulag sóttvarna á landamærum verður til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þar má vænta mikilla tilslakana og jafnvel algerra afléttinga fyrir bólusetta. Nokkrar útfærslur eru til skoðunar en samkvæmt heimildum fréttastofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólusetta sem koma inn í landið. Við gildandi reglur verða bólusettir Íslendingar að fara í sýnatöku innan við 48 klukkustundum eftir komuna til landsins. Bólusettir ferðamenn verða þá að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvél eða skip á leið til landsins. Óbólusettir verða hins vegar að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Þessar reglur renna út á mánudaginn eftir slétta viku, þann 28. febrúar. Starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta, forsætisráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hefur undanfarið unnið að tillögum um fyrirkomulag á landamærum fyrir vorið. Sá hópur hefur skilað af sér og verða niðurstöður hans til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hér er ekki um að ræða tillögur í formi minnisblaðs frá sóttvarnalækni en hann hefur ekki komið að vinnu hópsins. Í niðurstöðunum eru nokkrar leiðir teknar til umfjöllunar. Heimildir fréttastofu herma að það verði líklegasta lendingin að afnema allar helstu takmarkanir við landamærin en ríkisstjórnin muni ræða það hvort halda eigi takmörkunum fyrir óbólusetta. Það myndi þá duga að framvísa gildu bólusetningarvottorði til að komast inn í landið án þess að fara í PCR-próf í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Við gildandi reglur verða bólusettir Íslendingar að fara í sýnatöku innan við 48 klukkustundum eftir komuna til landsins. Bólusettir ferðamenn verða þá að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvél eða skip á leið til landsins. Óbólusettir verða hins vegar að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Þessar reglur renna út á mánudaginn eftir slétta viku, þann 28. febrúar. Starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta, forsætisráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hefur undanfarið unnið að tillögum um fyrirkomulag á landamærum fyrir vorið. Sá hópur hefur skilað af sér og verða niðurstöður hans til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hér er ekki um að ræða tillögur í formi minnisblaðs frá sóttvarnalækni en hann hefur ekki komið að vinnu hópsins. Í niðurstöðunum eru nokkrar leiðir teknar til umfjöllunar. Heimildir fréttastofu herma að það verði líklegasta lendingin að afnema allar helstu takmarkanir við landamærin en ríkisstjórnin muni ræða það hvort halda eigi takmörkunum fyrir óbólusetta. Það myndi þá duga að framvísa gildu bólusetningarvottorði til að komast inn í landið án þess að fara í PCR-próf í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira