Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2022 10:53 Sigfús Sigurðsson, Fúsi fisksali, segir að vont veður hafi óhjákvæmlega áhrif á framboðið í borðinu. En hann á þó alltaf fiskbita fyrir sína viðskiptavini. Vísir/Sigurjón Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð. Sigfús Sigurðsson, fisksali og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta, rekur einkar vinsæla fiskbúð – Fiskbúð Fúsa – í Skipholtinu. Hann segir takmarkað framboð samspil margra þátta en vond tíð leiki þar vissulega stórt hlutverk. „Það hefur verið minna af fiski á markaði heldur en verið hefur venjulega. Minna framboð.“ Ekki margir á miðunum Fúsi segir Covid, meiri útflutning sem datt niður í fyrra og svo veðráttan hafa þar áhrif. Hann kaupir sinn fisk á markaði eins og flestir fisksalar. Hann segir minna af fiski þegar viðrar illa, eðli máls samkvæmt. „Það eru ekki margir á miðunum núna. Þetta eru litlir gluggar.“ Þetta hefur áhrif á framboð allra fisktegunda. Og það hefur svo áhrif á verðlagið þegar margir eru að berjast um fiskinn á markaði. „Maður veigrar sér við að kaupa sumar tegundirnar. Flestir fisksalar vinna þetta þannig; þeir vilja ekki bjóða uppá eitthvað hjá sér í borðinu, sem þeir myndi ekki tíma að kaupa sjálfir,“ segir Fúsi og bregður fyrir sig íþróttalegu tungutaki: „Gæðalega og verðlagslega séð.“ Miklar verðhækkanir á þorski Að sögn Fúsa hefur ýsan og þorskurinn hækkað allsvakalega í verði að undanförnu. „Á tímabili voru fisksalar að borga með þorski út úr búð. Ef þú hækkar verðið uppúr öllu valdi selst fiskurinn ekki.“ En Fúsi segir að þá snúist þetta um þjónustu og fisksalar reyna þá að ná inn tapinu á öðrum tegundum og/eða vonast til að aðstæður breytist. Verð til fisksala ræðst á markaði. Og þegar lítið er um fisk rýkur verðið upp. Fiskur til útflutnings er einnig keyptur á markaði, frystur og hausaður og þá skiptir gengi krónunnar eðlilega miklu máli. Í haust rauk meðalverð á þorskílói upp í 809 krónur en hafði verið í um 380, sem er rúm 200 prósenta hækkun á markaði, sem augljóslega hefur áhrif á verðlag til íslenskra neytenda. Fiskur Sjávarútvegur Verslun Neytendur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Sigfús Sigurðsson, fisksali og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta, rekur einkar vinsæla fiskbúð – Fiskbúð Fúsa – í Skipholtinu. Hann segir takmarkað framboð samspil margra þátta en vond tíð leiki þar vissulega stórt hlutverk. „Það hefur verið minna af fiski á markaði heldur en verið hefur venjulega. Minna framboð.“ Ekki margir á miðunum Fúsi segir Covid, meiri útflutning sem datt niður í fyrra og svo veðráttan hafa þar áhrif. Hann kaupir sinn fisk á markaði eins og flestir fisksalar. Hann segir minna af fiski þegar viðrar illa, eðli máls samkvæmt. „Það eru ekki margir á miðunum núna. Þetta eru litlir gluggar.“ Þetta hefur áhrif á framboð allra fisktegunda. Og það hefur svo áhrif á verðlagið þegar margir eru að berjast um fiskinn á markaði. „Maður veigrar sér við að kaupa sumar tegundirnar. Flestir fisksalar vinna þetta þannig; þeir vilja ekki bjóða uppá eitthvað hjá sér í borðinu, sem þeir myndi ekki tíma að kaupa sjálfir,“ segir Fúsi og bregður fyrir sig íþróttalegu tungutaki: „Gæðalega og verðlagslega séð.“ Miklar verðhækkanir á þorski Að sögn Fúsa hefur ýsan og þorskurinn hækkað allsvakalega í verði að undanförnu. „Á tímabili voru fisksalar að borga með þorski út úr búð. Ef þú hækkar verðið uppúr öllu valdi selst fiskurinn ekki.“ En Fúsi segir að þá snúist þetta um þjónustu og fisksalar reyna þá að ná inn tapinu á öðrum tegundum og/eða vonast til að aðstæður breytist. Verð til fisksala ræðst á markaði. Og þegar lítið er um fisk rýkur verðið upp. Fiskur til útflutnings er einnig keyptur á markaði, frystur og hausaður og þá skiptir gengi krónunnar eðlilega miklu máli. Í haust rauk meðalverð á þorskílói upp í 809 krónur en hafði verið í um 380, sem er rúm 200 prósenta hækkun á markaði, sem augljóslega hefur áhrif á verðlag til íslenskra neytenda.
Fiskur Sjávarútvegur Verslun Neytendur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira