Mun ekki sakna neins frá þessum Ólympíuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 10:00 Dorothea Wierer með bronsið sem hún vann á Vetrarólympíuleikunum í Peking. AP/Gregory Bull Keppnisfólkið á Vetrarólympíuleikunum er nú á heimleið og það er ljós á viðtölum við þá flesta að þau eru guðslifandi fegin að komast úr prísundinni sem leikarnir virðast hafa verið. Strangar sóttvarnarreglur, ekkert ferðafrelsi, takmarkað aðgengi af netinu, slæmur matur og óvissa vegna kórónuveiruprófa gerði lífið þessar vikur allt annað en skemmtilegt fyrir keppendur. Ítalska skíðaskotfimistjarnan Dorothea Wierer fór ekkert í felur með það hversu gott það verður að komast heim. Hún segist ekki muni sakna neins frá leikunum. „Það var kalt og mikill vindur líka. Þetta var ekki besti snjórinn. Þetta var ekki besti staðurinn til að halda Ólympíuleika en það voru allir í sömu stöðu,“ sagði Dorothea Wierer við Aftonbladet. „Ég held að allir séu glaðir með að komast heim af þessum Ólympíuleikum,“ sagði Wierer. Hún getur líka glaðst yfir því að fara með verðlaun heim til Ítalíu þar sem hún vann brons í sprettgöngunni. „Ég var með meiri væntingar til þessara leika. Ég hef aldrei upplifað svona kulda í keppni. Það hentar mér alls ekki,“ sagði Wierer en þegar hún var spurð hvort hún muni sakna einhvers frá leikunum í Peking var svar hennar einfalt og mjög skýrt. „Nei, ekki neitt,“ sagði hin 31 árs gamla Dorothea Wierer sem var að keppa á sínum þriðju Vetrarólympíuleikum. Hún vann líka bronsverðlaun á leikunum í Sochi árið 2014 og í Pyeongchang árið 2018. Dorothea Wierer is truly a one-of-a-kind biathlete. After winning the overall biathlon world cup in 2019 and 2020, she is now going for gold at #Beijing2022. Watch her incredible story @BiathlonWorld @ItaliaTeam_it pic.twitter.com/LXSS5byLNP— Olympics (@Olympics) January 30, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Strangar sóttvarnarreglur, ekkert ferðafrelsi, takmarkað aðgengi af netinu, slæmur matur og óvissa vegna kórónuveiruprófa gerði lífið þessar vikur allt annað en skemmtilegt fyrir keppendur. Ítalska skíðaskotfimistjarnan Dorothea Wierer fór ekkert í felur með það hversu gott það verður að komast heim. Hún segist ekki muni sakna neins frá leikunum. „Það var kalt og mikill vindur líka. Þetta var ekki besti snjórinn. Þetta var ekki besti staðurinn til að halda Ólympíuleika en það voru allir í sömu stöðu,“ sagði Dorothea Wierer við Aftonbladet. „Ég held að allir séu glaðir með að komast heim af þessum Ólympíuleikum,“ sagði Wierer. Hún getur líka glaðst yfir því að fara með verðlaun heim til Ítalíu þar sem hún vann brons í sprettgöngunni. „Ég var með meiri væntingar til þessara leika. Ég hef aldrei upplifað svona kulda í keppni. Það hentar mér alls ekki,“ sagði Wierer en þegar hún var spurð hvort hún muni sakna einhvers frá leikunum í Peking var svar hennar einfalt og mjög skýrt. „Nei, ekki neitt,“ sagði hin 31 árs gamla Dorothea Wierer sem var að keppa á sínum þriðju Vetrarólympíuleikum. Hún vann líka bronsverðlaun á leikunum í Sochi árið 2014 og í Pyeongchang árið 2018. Dorothea Wierer is truly a one-of-a-kind biathlete. After winning the overall biathlon world cup in 2019 and 2020, she is now going for gold at #Beijing2022. Watch her incredible story @BiathlonWorld @ItaliaTeam_it pic.twitter.com/LXSS5byLNP— Olympics (@Olympics) January 30, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira