Sjáðu sjálfsmarksþrennu nýsjálensku stelpunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 13:00 Meikayla Moore gengur niðurbrotin af velli eftir að hafa verið tekin út af eftir fjörutíu mínútur. AP/Mark J. Terrill Meikayla Moore skoraði þrjú mörk fyrir bandaríska landsliðið á SheBelieves Cup í gær þar af tvö þeirra með innan við tveggja mínútna millibili. Vandamálið var að hún var að spila með Nýja-Sjálandi en ekki því bandaríska. Það er nógu erfitt að mæta bandaríska landsliðinu þó að þú skorir ekki fyrsti þrjú mörkin í leiknum fyrir þær bandarísku. Bandaríska liðið vann leikinn á endanum 5-0 en bandarísku leikmennirnir skoruðu mörkin tvö sem litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Liverpool's Meikayla Moore scores a perfect hat-trick of OWN GOALS and is subbed off after 40 minutes https://t.co/goyNKKSKCy— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2022 Meikayla Moore, sem er 25 ára leikmaður enska liðsins Liverpool, hefur líklega aldrei átt verri dag en í Los Angeles í gær. Þetta var hennar 48. landsleikur fyrir Nýja-Sjáland og það vantaði því ekki reynsluna. Óheppni Meikaylu Moore í gær var aftur á móti algjör. Þrjú sjálfsmörk á einu tímabili væri slæmt en hvað þá í einum hálfleik. Fyrsta markið kom eftir fjórar mínútur og tólf sekúndur. Annað markið kom eftir fimm mínútur og 32 sekúndur. Það liður því nákvæmlega 80 sekúndur á milli sjálfsmark Meikaylu. Hún bar ekki hætt því hún kórónaði þessa sjálfsmarks þrennu á 36. mínútu leiksins. Í fyrsta markinu þá teigði hún sig í fyrirgjöf frá vinstri en stýrði boltanum óvart framhjá markverði sínum. Í öðru markinu skallaði hún óvart fyrirgjöf frá hægri í eigið mark og í þriðja markinu ætlaði Meikayla að sparka boltanum burtu úr markteignum en hann fór af leggnum hennar og í eigið mark. Landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands tók Moore af velli eftir fjörutíu mínútna leik eftir að hún var þrisvar sinnum búin að setja boltann í eigið mark. Hér fyrir neðan má sjá þessi þrjú sjálfsmörk hennar. Klippa: Sjálfsmarkaþrenna á SheBelieves Cup Nýja-Sjáland Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Það er nógu erfitt að mæta bandaríska landsliðinu þó að þú skorir ekki fyrsti þrjú mörkin í leiknum fyrir þær bandarísku. Bandaríska liðið vann leikinn á endanum 5-0 en bandarísku leikmennirnir skoruðu mörkin tvö sem litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Liverpool's Meikayla Moore scores a perfect hat-trick of OWN GOALS and is subbed off after 40 minutes https://t.co/goyNKKSKCy— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2022 Meikayla Moore, sem er 25 ára leikmaður enska liðsins Liverpool, hefur líklega aldrei átt verri dag en í Los Angeles í gær. Þetta var hennar 48. landsleikur fyrir Nýja-Sjáland og það vantaði því ekki reynsluna. Óheppni Meikaylu Moore í gær var aftur á móti algjör. Þrjú sjálfsmörk á einu tímabili væri slæmt en hvað þá í einum hálfleik. Fyrsta markið kom eftir fjórar mínútur og tólf sekúndur. Annað markið kom eftir fimm mínútur og 32 sekúndur. Það liður því nákvæmlega 80 sekúndur á milli sjálfsmark Meikaylu. Hún bar ekki hætt því hún kórónaði þessa sjálfsmarks þrennu á 36. mínútu leiksins. Í fyrsta markinu þá teigði hún sig í fyrirgjöf frá vinstri en stýrði boltanum óvart framhjá markverði sínum. Í öðru markinu skallaði hún óvart fyrirgjöf frá hægri í eigið mark og í þriðja markinu ætlaði Meikayla að sparka boltanum burtu úr markteignum en hann fór af leggnum hennar og í eigið mark. Landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands tók Moore af velli eftir fjörutíu mínútna leik eftir að hún var þrisvar sinnum búin að setja boltann í eigið mark. Hér fyrir neðan má sjá þessi þrjú sjálfsmörk hennar. Klippa: Sjálfsmarkaþrenna á SheBelieves Cup
Nýja-Sjáland Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira