Enginn leikmaður hefur snert boltann jafnsjaldan og Lukaku um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 21:00 Romelu Lukaku kom bara sjö sinnum við boltann í leiknum á móti Crystal Palace og eitt af þeim skiptum var upphafsspyrna leiksins. AP/Alberto Pezzali Romelu Lukaku er ein stærsta stjarnan í Chelsea liðinu og ætti að vera mesti markaskorari liðsins. Hann setti hins vegar met í að sjá lítið af boltanum í leik liðsins um helgina. Lukaku kom aðeins sjö sinnum við boltann í leiknum og ein af þessum snertingum var upphafsspyrna leiksins. Frá því að menn fóru að taka saman tölfræði yfir snertingar leikmanna við boltann á 2003-04 tímabilinu hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni komið svo sjaldan við boltann í leik þar sem þeir spila allar níutíu mínúturnar. Lukaku spilaði fremstur í 4-2-3-1 leikkerfinu og fyrir aftan hann voru þeir Kai Havertz, Christian Pulisic og Hakim Ziyech. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Lukaku komst í fréttirnar fyrr á tímabilinu þar sem hann opinberaði ónægju sína í blaðaviðtali um leikstíl Cheslea liðsins. Thomas Tuchel virtist leysa það mál innanhúss og Lukaku hefur spilað flesta leiki liðsins síðan. Belgíski markaskorarinn átti síðan mikinn þátt í sigri Chelsea í heimsmeistarakeppni félagsliða með því að skora í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Hann hefur hins vegar ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2022. Þegar liðið spilar jafn varfærin fótbolta og um helgina þá eru ekki miklar líkur að hann fari að raða inn mörkum. Chelsea náði reyndar að vinna leikinn þökk sé marki Hakim Ziyech á 89. mínútu leiksins. Lukaku sá aftur á móti svo lítið af boltanum að hann setti nýtt met. Hann skoraði síðast í deildinni á móti Brighton 29. desember síðastliðinn en frá þeim leik hefur hann spilað fjóra deildarleiki í röð án þess að skora og alls 350 af 360 mínútum í boði í þeim. Hér fyrir neðan má síðan sjá kort af því hvar Lukaku kom við boltann í leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Lukaku kom aðeins sjö sinnum við boltann í leiknum og ein af þessum snertingum var upphafsspyrna leiksins. Frá því að menn fóru að taka saman tölfræði yfir snertingar leikmanna við boltann á 2003-04 tímabilinu hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni komið svo sjaldan við boltann í leik þar sem þeir spila allar níutíu mínúturnar. Lukaku spilaði fremstur í 4-2-3-1 leikkerfinu og fyrir aftan hann voru þeir Kai Havertz, Christian Pulisic og Hakim Ziyech. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Lukaku komst í fréttirnar fyrr á tímabilinu þar sem hann opinberaði ónægju sína í blaðaviðtali um leikstíl Cheslea liðsins. Thomas Tuchel virtist leysa það mál innanhúss og Lukaku hefur spilað flesta leiki liðsins síðan. Belgíski markaskorarinn átti síðan mikinn þátt í sigri Chelsea í heimsmeistarakeppni félagsliða með því að skora í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Hann hefur hins vegar ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2022. Þegar liðið spilar jafn varfærin fótbolta og um helgina þá eru ekki miklar líkur að hann fari að raða inn mörkum. Chelsea náði reyndar að vinna leikinn þökk sé marki Hakim Ziyech á 89. mínútu leiksins. Lukaku sá aftur á móti svo lítið af boltanum að hann setti nýtt met. Hann skoraði síðast í deildinni á móti Brighton 29. desember síðastliðinn en frá þeim leik hefur hann spilað fjóra deildarleiki í röð án þess að skora og alls 350 af 360 mínútum í boði í þeim. Hér fyrir neðan má síðan sjá kort af því hvar Lukaku kom við boltann í leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira