Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2022 07:14 Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku í Mjóafirði, skellihlæjandi. Einar Árnason „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. Í þættinum Um land allt, sem frumsýndur verður á Stöð 2 á mánudagskvöld, skyggnumst við inn í líf Mjófirðinga að vetri. Til að komast þangað förum við sjóleiðina frá Norðfirði en á bryggjunni í Brekkuþorpi tekur Sigfús á móti okkur. Úr Mjóafirði.Einar Árnason Mjóifjörður, sem liggur milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, var sjálfstætt sveitarfélag þar til hann sameinaðist Fjarðabyggð árið 2006. Sigfús var einmitt síðasti oddviti Mjófirðinga en hann er sonur frægasta Mjófirðings fyrr og síðar, Vilhjálms Hjálmarssonar, alþingismanns og ráðherra. Mjóafjarðarferjan Björgvin að leggja upp í áætlunarferð til Norðfjarðar.Einar Árnason Mjóifjörður hefur þá sérstöðu austfirskra byggða að þangað er ófært landleiðina yfir vetrarmánuði. Átta mánuði ársins búa íbúar við ferjusiglingar tvisvar í viku til Neskaupstaðar, sem jafnframt eru búðarferðir. Helena Lind Svansdóttir og sonur hennar, Alex Birgisson, dvöldu í Mjóafirði sem ferðamenn.Einar Árnason Við verðum hissa á að hitta á ferðamenn í firðinum um hávetur, mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og sautján ára son hennar, Alex Birgisson. Þau dvelja í húsi sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. „Þetta er bara paradís á jörðu að vera hérna,“ segir Helena Lind en þau létu ekki langt ferðalag að sunnan hindra sig. Fyrst var það flug til Egilsstaða, síðan rúta til Neskaupstaðar og loks ferjan til Mjóafjarðar. Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri.Einar Árnason Fjöldi báta í höfninni í þessari ellefu manna byggð vekur athygli okkar. Þar segir Sævar Egilsson okkur frá bátaeign Mjófirðinga. Sævar og eiginkona hans, Erna Óladóttir, gera bæði út fiskibát og ferjuna Björgvin og reka auk þess litla fiskvinnslu í Brekkuþorpi. Fjögur ár eru frá því síðast var kennt í grunnskóla Mjófirðinga í Sólbrekku. Dóttir þeirra Ernu og Sævars var síðasti nemandi skólans og Erna kenndi dóttur sinni. Erna Ólöf Óladóttir er vinnslustjóri Hafarnar SU, fiskvinnslunnar í Mjóafirði.Einar Árnason Í Mjóafirði hittum við líka íslensk-mexíkóska fjölskyldu. Hjónin Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó réðu sig til Sævars og Ernu í sjómennsku og fiskvinnslu og fluttu tímabundið austur ásamt fjögurra ára dóttur, Lunu Nótt. Vegna hennar var sett á stofn sérstök leikskóladeild í Mjóafirði. Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó ásamt dótturinni Lunu Nótt. Við heimsækjum Dalatanga, austasta byggða ból landsins, en þar búa mæðgurnar Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Þær reka sauðfjárbú, rækta smalahunda og halda nokkur hross, auk þess að sinna vitavörslu og veðurþjónustu. Mæðgurnar á Dalatanga, Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og Marsibil Erlendsdóttir.Einar Árnason Saga fjölskyldunnar sem vitavarða á Dalatanga er orðin býsna löng, nær aftur til ársins 1968 þegar foreldrar Marsibilar fluttu austur frá Siglunesi. Formlega er enginn lengur með starfsheitið vitavörður á Íslandi, Marsibil kallast vitagæslumaður. Þátturinn um Mjóafjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00 Minningarrit Villa á Brekku Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eftir hann, Örnefni Mjóafjarðar. 20. september 2014 17:00 Vilhjálmur Hjálmarsson látinn Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést á Brekku í Mjóafirði í gær á sínu hundraðasta aldursári. 15. júlí 2014 11:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Í þættinum Um land allt, sem frumsýndur verður á Stöð 2 á mánudagskvöld, skyggnumst við inn í líf Mjófirðinga að vetri. Til að komast þangað förum við sjóleiðina frá Norðfirði en á bryggjunni í Brekkuþorpi tekur Sigfús á móti okkur. Úr Mjóafirði.Einar Árnason Mjóifjörður, sem liggur milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, var sjálfstætt sveitarfélag þar til hann sameinaðist Fjarðabyggð árið 2006. Sigfús var einmitt síðasti oddviti Mjófirðinga en hann er sonur frægasta Mjófirðings fyrr og síðar, Vilhjálms Hjálmarssonar, alþingismanns og ráðherra. Mjóafjarðarferjan Björgvin að leggja upp í áætlunarferð til Norðfjarðar.Einar Árnason Mjóifjörður hefur þá sérstöðu austfirskra byggða að þangað er ófært landleiðina yfir vetrarmánuði. Átta mánuði ársins búa íbúar við ferjusiglingar tvisvar í viku til Neskaupstaðar, sem jafnframt eru búðarferðir. Helena Lind Svansdóttir og sonur hennar, Alex Birgisson, dvöldu í Mjóafirði sem ferðamenn.Einar Árnason Við verðum hissa á að hitta á ferðamenn í firðinum um hávetur, mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og sautján ára son hennar, Alex Birgisson. Þau dvelja í húsi sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. „Þetta er bara paradís á jörðu að vera hérna,“ segir Helena Lind en þau létu ekki langt ferðalag að sunnan hindra sig. Fyrst var það flug til Egilsstaða, síðan rúta til Neskaupstaðar og loks ferjan til Mjóafjarðar. Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri.Einar Árnason Fjöldi báta í höfninni í þessari ellefu manna byggð vekur athygli okkar. Þar segir Sævar Egilsson okkur frá bátaeign Mjófirðinga. Sævar og eiginkona hans, Erna Óladóttir, gera bæði út fiskibát og ferjuna Björgvin og reka auk þess litla fiskvinnslu í Brekkuþorpi. Fjögur ár eru frá því síðast var kennt í grunnskóla Mjófirðinga í Sólbrekku. Dóttir þeirra Ernu og Sævars var síðasti nemandi skólans og Erna kenndi dóttur sinni. Erna Ólöf Óladóttir er vinnslustjóri Hafarnar SU, fiskvinnslunnar í Mjóafirði.Einar Árnason Í Mjóafirði hittum við líka íslensk-mexíkóska fjölskyldu. Hjónin Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó réðu sig til Sævars og Ernu í sjómennsku og fiskvinnslu og fluttu tímabundið austur ásamt fjögurra ára dóttur, Lunu Nótt. Vegna hennar var sett á stofn sérstök leikskóladeild í Mjóafirði. Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó ásamt dótturinni Lunu Nótt. Við heimsækjum Dalatanga, austasta byggða ból landsins, en þar búa mæðgurnar Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Þær reka sauðfjárbú, rækta smalahunda og halda nokkur hross, auk þess að sinna vitavörslu og veðurþjónustu. Mæðgurnar á Dalatanga, Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og Marsibil Erlendsdóttir.Einar Árnason Saga fjölskyldunnar sem vitavarða á Dalatanga er orðin býsna löng, nær aftur til ársins 1968 þegar foreldrar Marsibilar fluttu austur frá Siglunesi. Formlega er enginn lengur með starfsheitið vitavörður á Íslandi, Marsibil kallast vitagæslumaður. Þátturinn um Mjóafjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00 Minningarrit Villa á Brekku Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eftir hann, Örnefni Mjóafjarðar. 20. september 2014 17:00 Vilhjálmur Hjálmarsson látinn Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést á Brekku í Mjóafirði í gær á sínu hundraðasta aldursári. 15. júlí 2014 11:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00
Minningarrit Villa á Brekku Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eftir hann, Örnefni Mjóafjarðar. 20. september 2014 17:00
Vilhjálmur Hjálmarsson látinn Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést á Brekku í Mjóafirði í gær á sínu hundraðasta aldursári. 15. júlí 2014 11:00