Fáránlegt að HSS hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknirinn rak sjálfur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 18:55 Friðjón er formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann segir málefni HSS alfarið á ábyrgð heilbrigðisráðherra. vísir/sigurjón Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segir galið fyrirkomulag að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknir stofnunarinnar rak sjálfur. Hann vill heildarendurskoðun á stjórnun stofnunarinnar. Undanfarið höfum við fjallað um óánægju ýmissa íbúa með þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Um það bil sjötti hver íbúi Suðurnesja sækir sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík og kvarta þeir margir yfir lélegri þjónustu, litlum áhuga lækna og of tíðum ranggreiningum á alvarlegum kvillum. Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ vill kenna stjórnunarvanda á spítalanum um lélega þjónustu sem margir upplifa. „Númer tvö er það að læknarnir hérna hafa verið hluti af starfsmannaleigu sem gerir það að róteringar á læknum er gríðarleg. Fáir staldra við. Þannig við erum alltaf að hitta nýjan lækni í hvert skipti sem maður kemur hingað. Og þetta veldur bara miklum leiðindum og samfélagið hérna þarf að gjalda dálítið fyrir þetta að hafa ekki sinn eigin lækni,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðsins. Undirmönnun hefur lengi verið vandamál á HSS og þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í vikunni kvarta allir yfir mikilli starfsmannaveltu. „Ef eini valkosturinn að fá lækni er að fara í gegn um starfsmannaleigu yfirlæknisins hérna á HSS þá er það náttúrulega mjög döpur staða,“ segir Friðjón. HSS segir neikvæða umfjöllun rót vandans Ekki hefur náðst í Markús Ingólf Eiríksson, forstjóra HSS, eða neinn í framkvæmdastjórninni. Hún sendi þó frá sér yfirlýsingu á Facebook í gær sem má lesa hér að neðan. Í yfirlýsingunni er ekki farið yfir nein þau atriði sem ósáttir íbúar hafa kvartað yfir við okkur. Þar segir hins vegar að „stofnunin hafi lengi starfað í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ og að það sé ein helsta orsök mönnunarvandans. „Í stað þess að vinna með stofnuninni hafa sumir valið að fara þá leið að gagnrýna starfsfólk hennar ómálefnalega og vinna þannig gagngert gegn uppbyggingu,“ segir í yfirlýsingunni. Bæjarstjórinn fengi ekki að reka starfsmannaleigu Eftir því sem fréttastofa kemst næst er umrædd starfsmannaleiga yfirlæknisins ekki lengur starfandi sem slík en samt sem áður er enn mikið um að læknar sem starfi á HSS fari sem verktakar út á land. Friðjóni finnst þó galið að hitt fyrirkomulagið hafi verið látið viðgangast. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég get ekki séð í anda að ef bæjarstjórinn hjá Reykjanesbæ væri með starfsmannaleigu og væri að skipta út fólki alla daga. Hann myndi ekki verða bæjarstjóri lengi þá. Það er alveg ljóst,“ segir Friðjón. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Segja HSS hafa starfað í „eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ í áratugi Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, segir að starfsumhverfi stofnunarinnar markist af eitruðu umhverfi ómálefnanlegrar umræðu til áratuga. Stofnunin hefur verið harðlega gagrýnd af íbúum svæðisins fyrir lélega þjónustu. 19. febrúar 2022 10:23 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Undanfarið höfum við fjallað um óánægju ýmissa íbúa með þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Um það bil sjötti hver íbúi Suðurnesja sækir sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík og kvarta þeir margir yfir lélegri þjónustu, litlum áhuga lækna og of tíðum ranggreiningum á alvarlegum kvillum. Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ vill kenna stjórnunarvanda á spítalanum um lélega þjónustu sem margir upplifa. „Númer tvö er það að læknarnir hérna hafa verið hluti af starfsmannaleigu sem gerir það að róteringar á læknum er gríðarleg. Fáir staldra við. Þannig við erum alltaf að hitta nýjan lækni í hvert skipti sem maður kemur hingað. Og þetta veldur bara miklum leiðindum og samfélagið hérna þarf að gjalda dálítið fyrir þetta að hafa ekki sinn eigin lækni,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðsins. Undirmönnun hefur lengi verið vandamál á HSS og þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í vikunni kvarta allir yfir mikilli starfsmannaveltu. „Ef eini valkosturinn að fá lækni er að fara í gegn um starfsmannaleigu yfirlæknisins hérna á HSS þá er það náttúrulega mjög döpur staða,“ segir Friðjón. HSS segir neikvæða umfjöllun rót vandans Ekki hefur náðst í Markús Ingólf Eiríksson, forstjóra HSS, eða neinn í framkvæmdastjórninni. Hún sendi þó frá sér yfirlýsingu á Facebook í gær sem má lesa hér að neðan. Í yfirlýsingunni er ekki farið yfir nein þau atriði sem ósáttir íbúar hafa kvartað yfir við okkur. Þar segir hins vegar að „stofnunin hafi lengi starfað í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ og að það sé ein helsta orsök mönnunarvandans. „Í stað þess að vinna með stofnuninni hafa sumir valið að fara þá leið að gagnrýna starfsfólk hennar ómálefnalega og vinna þannig gagngert gegn uppbyggingu,“ segir í yfirlýsingunni. Bæjarstjórinn fengi ekki að reka starfsmannaleigu Eftir því sem fréttastofa kemst næst er umrædd starfsmannaleiga yfirlæknisins ekki lengur starfandi sem slík en samt sem áður er enn mikið um að læknar sem starfi á HSS fari sem verktakar út á land. Friðjóni finnst þó galið að hitt fyrirkomulagið hafi verið látið viðgangast. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég get ekki séð í anda að ef bæjarstjórinn hjá Reykjanesbæ væri með starfsmannaleigu og væri að skipta út fólki alla daga. Hann myndi ekki verða bæjarstjóri lengi þá. Það er alveg ljóst,“ segir Friðjón.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Segja HSS hafa starfað í „eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ í áratugi Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, segir að starfsumhverfi stofnunarinnar markist af eitruðu umhverfi ómálefnanlegrar umræðu til áratuga. Stofnunin hefur verið harðlega gagrýnd af íbúum svæðisins fyrir lélega þjónustu. 19. febrúar 2022 10:23 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35
Segja HSS hafa starfað í „eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ í áratugi Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, segir að starfsumhverfi stofnunarinnar markist af eitruðu umhverfi ómálefnanlegrar umræðu til áratuga. Stofnunin hefur verið harðlega gagrýnd af íbúum svæðisins fyrir lélega þjónustu. 19. febrúar 2022 10:23