Starfsfólki í einangrun fjölgar sífellt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 12:48 Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. vísir/egill Aldrei hafa fleiri starfsmenn Landspítala verið í einangrun. Stjórnendur spítalans funda um stöðuna á eftir og segjast munu gera allt til að koma í veg fyrir að kalla þurfi einkennalaust starfsfólk úr einangrun í vinnu. Síðustu daga hefur starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgað ansi ört. Þeir eru nú 432 sem komast ekki í vinnu vegna þess að þeir eru smitaðir af Covid. Á spítalanum starfa um 6.700 manns og því eru um sex til sjö prósent allra starfsmanna í einangrun. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, segir ekki útilokað að kalla þurfi einkennalaust starfsfólk úr einangrun til vinnu bráðlega. „Það er náttúrulega allt rætt en eins og við höfum sagt þá erum við náttúrulega bæði að reyna að forðast það út frá hagsmunum okkar sjúklinga, að við erum að verja þá. Það er náttúrulega viðkvæmur hópur og við erum að verja þá fyrir smiti. Svo er þetta út frá bara starfsmannaverndarsjónarmiðum líka,“ segir Sigríður. Ekki hafi þurft að grípa til þess úrræðis enn sem komið er. „Við höfum ekki gert það nei og erum að vona að til þess komi ekki en við verðum bara að sjá hverju fram vindur í þessu,“ segir Sigríður. Ekki hægt að taka endalausar aukavaktir Vandinn hefur hingað til verið leystur með aukavöktum starfsfólks. „Það er í raun og veru okkar helsta leið að fara bara fram á viðbótarvinnuframlag frá okkar fólki, sem er að taka aukavaktir,“ segir Sigríður. Það fyrirkomulag gangi þó ekki endalaust. „Fólk er orðið býsna þreytt og gerir þetta nú bara svona af sinni faglegu skyldurækni. En það er vissulega mikið álag á fólki og það orðið langþreytt þannig það er ekkert eftirsóknarvert hjá fólki að bæta við sig vinnu,“ segir Sigríður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var farið rangt með tölfræði og hlutfall þeirra starfsmanna sem eru í einangrun. Hið rétta er sem segir hér að ofan að það eru tæplega sjö prósent starfsmanna spítalans sem eru frá vinnu og í einangrun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Síðustu daga hefur starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgað ansi ört. Þeir eru nú 432 sem komast ekki í vinnu vegna þess að þeir eru smitaðir af Covid. Á spítalanum starfa um 6.700 manns og því eru um sex til sjö prósent allra starfsmanna í einangrun. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, segir ekki útilokað að kalla þurfi einkennalaust starfsfólk úr einangrun til vinnu bráðlega. „Það er náttúrulega allt rætt en eins og við höfum sagt þá erum við náttúrulega bæði að reyna að forðast það út frá hagsmunum okkar sjúklinga, að við erum að verja þá. Það er náttúrulega viðkvæmur hópur og við erum að verja þá fyrir smiti. Svo er þetta út frá bara starfsmannaverndarsjónarmiðum líka,“ segir Sigríður. Ekki hafi þurft að grípa til þess úrræðis enn sem komið er. „Við höfum ekki gert það nei og erum að vona að til þess komi ekki en við verðum bara að sjá hverju fram vindur í þessu,“ segir Sigríður. Ekki hægt að taka endalausar aukavaktir Vandinn hefur hingað til verið leystur með aukavöktum starfsfólks. „Það er í raun og veru okkar helsta leið að fara bara fram á viðbótarvinnuframlag frá okkar fólki, sem er að taka aukavaktir,“ segir Sigríður. Það fyrirkomulag gangi þó ekki endalaust. „Fólk er orðið býsna þreytt og gerir þetta nú bara svona af sinni faglegu skyldurækni. En það er vissulega mikið álag á fólki og það orðið langþreytt þannig það er ekkert eftirsóknarvert hjá fólki að bæta við sig vinnu,“ segir Sigríður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var farið rangt með tölfræði og hlutfall þeirra starfsmanna sem eru í einangrun. Hið rétta er sem segir hér að ofan að það eru tæplega sjö prósent starfsmanna spítalans sem eru frá vinnu og í einangrun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira