City gerði fjórar tilraunir til að fá Kane Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 11:46 Manchester City reyndi ítrekað að fá Harry Kane í sínar raðir í sumar. Shaun Botterill/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið hafi gert fjórar tilraunir til að fá enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane frá Tottenham í sumar. Guardiola viðurkennir einnig að hann hafi haft áhyggjur af því að tímabilið gæti verið í hættu þar sem liðinu vantar framherja. Þegar við skoðum stigatöfluna í ensku úrvalsdeildinni í dag sjáum við hins vegar að þær áhyggjur voru líklega óþarfar. City trónir á toppi deildarinnar með níu stiga forskot. Manchester City tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þetta verður í fyrsta skipti sem Harry Kane mætir City eftir að liðið reyndi til hins ítrasta að kaupa hann í sumar. Kane var ekki í leikmannahóp Tottenham þegar liðið tók á móti City í upphafi tímabils. Guardiola sagði frá því á dögunum að City hefði ítrekað reynt að fá Kane í sínar raðir, en forráðamenn Tottenham hafi staðið fastir á sínu. „Ég hef aldrei, á mínum ellefu eða tólf ára þjálfaraferli, orðið vonsvikinn yfir því að félagið geti ekki gert eitthvað á leikmannamarkaðinumm,“ sagði Spánverjinn. „Ég hef aldrei reynt að búa til eitthvað vandamál af því að ég stend fyrir félagið og félagið er alltaf hærra sett en ég sjálfur.“ „Við reyndum [að kaupa Kane] en þau kaup voru langt frá því að ganga í gegn af því að Tottenham stóð fast á sínu. Þegar það gerist, tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinnum, þá er þetta búið.“ Eins og áður segir hefur gengi City í ensku úrvalsdeildinni verið gott á tímabilinu, en Guardiola segir að hann hafi ekki getað vitað það fyrirfram. „Við getum talað um það núna að allt gangi vel hjá okkur þrátt fyrir það að Kane hafi ekki komið. En á þeim tíma gátum við ekki vitað það. Við töpuðum á móti Leicester í Samfélagsskildinum og svo Tottenham í fyrstu umferð þannig að á þeim tímapunkti gat ég ekki vitað hvað myndi gerast á næstu vikum,“ sagði Guardiola að lokum. Manchester City og Tottenham mætast í seinasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið, en City er eins og áður segir í baráttu um Englandsmeistaratitilinn á meðan Tottenham þarf sárlega á stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Guardiola viðurkennir einnig að hann hafi haft áhyggjur af því að tímabilið gæti verið í hættu þar sem liðinu vantar framherja. Þegar við skoðum stigatöfluna í ensku úrvalsdeildinni í dag sjáum við hins vegar að þær áhyggjur voru líklega óþarfar. City trónir á toppi deildarinnar með níu stiga forskot. Manchester City tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þetta verður í fyrsta skipti sem Harry Kane mætir City eftir að liðið reyndi til hins ítrasta að kaupa hann í sumar. Kane var ekki í leikmannahóp Tottenham þegar liðið tók á móti City í upphafi tímabils. Guardiola sagði frá því á dögunum að City hefði ítrekað reynt að fá Kane í sínar raðir, en forráðamenn Tottenham hafi staðið fastir á sínu. „Ég hef aldrei, á mínum ellefu eða tólf ára þjálfaraferli, orðið vonsvikinn yfir því að félagið geti ekki gert eitthvað á leikmannamarkaðinumm,“ sagði Spánverjinn. „Ég hef aldrei reynt að búa til eitthvað vandamál af því að ég stend fyrir félagið og félagið er alltaf hærra sett en ég sjálfur.“ „Við reyndum [að kaupa Kane] en þau kaup voru langt frá því að ganga í gegn af því að Tottenham stóð fast á sínu. Þegar það gerist, tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinnum, þá er þetta búið.“ Eins og áður segir hefur gengi City í ensku úrvalsdeildinni verið gott á tímabilinu, en Guardiola segir að hann hafi ekki getað vitað það fyrirfram. „Við getum talað um það núna að allt gangi vel hjá okkur þrátt fyrir það að Kane hafi ekki komið. En á þeim tíma gátum við ekki vitað það. Við töpuðum á móti Leicester í Samfélagsskildinum og svo Tottenham í fyrstu umferð þannig að á þeim tímapunkti gat ég ekki vitað hvað myndi gerast á næstu vikum,“ sagði Guardiola að lokum. Manchester City og Tottenham mætast í seinasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið, en City er eins og áður segir í baráttu um Englandsmeistaratitilinn á meðan Tottenham þarf sárlega á stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira