Bestu vinir á Akranesi og leika nú saman hjá dönsku stórliði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2022 22:31 Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa verið bestu vinir frá því þeir voru litlir. Instagram/isak.bergmann.johannesson Ísak Bergmann Jóhannsson og Hákon Arnar Haraldsson leika báðir með FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, en þeir hafa verið bestu vinir frá því að þeir voru litlir. Strákarnir settust niður í stutt spjall við danska miðilinn Tipsbladet, en þeir fóru saman í gegnum yngri flokka ÍA á Akranesi. Árið 2019 skildu leiðir þegar Ísak fór til sænska liðsins IFK Norrköping og stuttu síðar flutti Hákon til Danmerkur þar sem hann lék og æfði með akademíu Kaupmannahafnarliðsins. Nú leika þeir hins vegar saman á ný hjá FC Kaupmannahöfn og segja báðir að það sé klikkað að örlögin hafi leitt þá aftur saman. „Ég kom alltaf heim á sumrin og spilaði fótbolta á Akranesi,“ sagði Ísak í samtali við Tipsbladet. „Þar kynntumst við og vorum alltaf mikið saman og þegar ég var níu ára flutti ég aftur á Akranes. Þá urðum við bestu vinir og spiluðum mikinn fótbolta saman. Nú búum við á móti hvor öðrum, maður þarf bara að labba yfir götuna.“ Hákon tók undir þessi orð Ísaks og bætti við að ástæðan fyrir því að þeir tveir væru búnir að ná svona langt væri líklega vegna þess að þeir voru alltaf í fótbolta. „Þetta hefur alltaf snúist um fótbolta. Það er það sem við gerðum allan daginn,“ sagði Hákon. „Við æfðum meira en allir aðrir. Við vorum allan daginn úti á velli þegar við vorum yngri. Ég bjó við hliðina á fótboltavelli og var þar alla daga til að verða tíu á kvöldin. Mamma þurfti að kalla á mig út um gluggann til að reka mig inn að borða og sofa.“ „Við vorum þarna allan daginn. Við æfðum fótbolta, við lékum okkur í fótbolta og okkur þótti það alltaf gaman,“ sagði Hákon að lokum. Danski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Strákarnir settust niður í stutt spjall við danska miðilinn Tipsbladet, en þeir fóru saman í gegnum yngri flokka ÍA á Akranesi. Árið 2019 skildu leiðir þegar Ísak fór til sænska liðsins IFK Norrköping og stuttu síðar flutti Hákon til Danmerkur þar sem hann lék og æfði með akademíu Kaupmannahafnarliðsins. Nú leika þeir hins vegar saman á ný hjá FC Kaupmannahöfn og segja báðir að það sé klikkað að örlögin hafi leitt þá aftur saman. „Ég kom alltaf heim á sumrin og spilaði fótbolta á Akranesi,“ sagði Ísak í samtali við Tipsbladet. „Þar kynntumst við og vorum alltaf mikið saman og þegar ég var níu ára flutti ég aftur á Akranes. Þá urðum við bestu vinir og spiluðum mikinn fótbolta saman. Nú búum við á móti hvor öðrum, maður þarf bara að labba yfir götuna.“ Hákon tók undir þessi orð Ísaks og bætti við að ástæðan fyrir því að þeir tveir væru búnir að ná svona langt væri líklega vegna þess að þeir voru alltaf í fótbolta. „Þetta hefur alltaf snúist um fótbolta. Það er það sem við gerðum allan daginn,“ sagði Hákon. „Við æfðum meira en allir aðrir. Við vorum allan daginn úti á velli þegar við vorum yngri. Ég bjó við hliðina á fótboltavelli og var þar alla daga til að verða tíu á kvöldin. Mamma þurfti að kalla á mig út um gluggann til að reka mig inn að borða og sofa.“ „Við vorum þarna allan daginn. Við æfðum fótbolta, við lékum okkur í fótbolta og okkur þótti það alltaf gaman,“ sagði Hákon að lokum.
Danski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira