Tilkynnt um átján nauðganir á mánuði í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 12:59 Lögreglu bárust í fyrra 220 tilkynningar um nauðganir. Vísir/Vilhelm Talsverð aukning hefur verið á tilkynningu kynferðisbrota á undanförnum árum en í fyrra bárust 37% fleiri tilkynningar um nauðganir til lögreglunnar en árið 2020. Þetta kemur fram í nýjum ársfjórðungslegum tölfræðiupplýsingum ríkislögreglustjóra um tilkynningar kynferðisbrota. Þar segir að árið 2021 hafi lögreglu borist 220 tilkynningar um nauðganir sem samsvari 37% fjölgun frá árinu á undan. Nær línulegur vöxtur hafi verið í tilkynntum nauðgunum hér frá árinu 2010 þegar þær voru 98. Að meðaltali er nú tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði en heildarfjöldi tilkynntra kynferðisbrota í fyrra var 672, sem er aukning um 14% miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Þá fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum en lögreglunni bárust 142 tilkynningar um slík brot í fyrra, sem er fjölgun um 29% miðað við meðaltalið árin þrjú á undan. Þá fjölgaði sömuleiðis tilkynningum um barnaníð í formi vörslu mynda og myndskeiða. Sömu sögu er að segja um tilkynningar um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Alls voru 104 slík brot tilkynnt í fyrra en meðaltalið á ári síðustu þrjú árin á undan voru 57 tilkynningar. Telja vitundarvakningu og umræðu útskýra fjölgun tilkynninga Fram kemur í skýrslunni að leiða megi líkur að því að vitundarvakning og samfélagsleg umræða um kynbundið ofbeldi hafi orðið til þess að fleiri brot séu tilkynnti til lögreglu og fjölgun tilkynninga megi því að einhverji leiti rekja til þess. Þá geti jafnframt verið að samkomutakmarkanir hafi haft áhrif á brot og tilkynningar síðastliðin tvö ár. Karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og þá eru langflestir brotaþolar kvenkyns. Á síðasta ári voru 420 einstaklingar grunaðir um kynferðisbrot og af þeim voru 94% karlmanna. Meðalaldur grunaðra karla eru 35 ár og grunaðra kvenna 30 ár. Þegar kemur að brotaþolum voru þeir í 84% tilvika kvenkyns en tilkynntum brotum gegn körlum hefur þó farið fjölgandi frá árinu 2017. Þegar um einungis nauðgunarbrot er að ræða hækkar hlutfall karlkyns grunaðra í 99% og brotaþolar voru í 93% tilvika konur. Hlutfall barna í tilkynntum kynferðisbrotum hefur þá aukist gríðarlega og hefur ekki verið hærra síðan 2017, eða 61%. Þetta hlutfall hækkar í 70% ef horft er til kynferðisslegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Tæpur þriðjungur nauðgana beinist að börnum. Ríkislögreglustjóri stefnir nú að því að birta ársfjórðungslega tölulegar upplýsingar um kynbundið ofbeldi sem tilkynnt hefur verið um. Þar verður leitast eftir því að veita upplýsingar um tíðni og þróun atvika, en einnig um sakborninga og brotaþola. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39 75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52 Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum ársfjórðungslegum tölfræðiupplýsingum ríkislögreglustjóra um tilkynningar kynferðisbrota. Þar segir að árið 2021 hafi lögreglu borist 220 tilkynningar um nauðganir sem samsvari 37% fjölgun frá árinu á undan. Nær línulegur vöxtur hafi verið í tilkynntum nauðgunum hér frá árinu 2010 þegar þær voru 98. Að meðaltali er nú tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði en heildarfjöldi tilkynntra kynferðisbrota í fyrra var 672, sem er aukning um 14% miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Þá fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum en lögreglunni bárust 142 tilkynningar um slík brot í fyrra, sem er fjölgun um 29% miðað við meðaltalið árin þrjú á undan. Þá fjölgaði sömuleiðis tilkynningum um barnaníð í formi vörslu mynda og myndskeiða. Sömu sögu er að segja um tilkynningar um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Alls voru 104 slík brot tilkynnt í fyrra en meðaltalið á ári síðustu þrjú árin á undan voru 57 tilkynningar. Telja vitundarvakningu og umræðu útskýra fjölgun tilkynninga Fram kemur í skýrslunni að leiða megi líkur að því að vitundarvakning og samfélagsleg umræða um kynbundið ofbeldi hafi orðið til þess að fleiri brot séu tilkynnti til lögreglu og fjölgun tilkynninga megi því að einhverji leiti rekja til þess. Þá geti jafnframt verið að samkomutakmarkanir hafi haft áhrif á brot og tilkynningar síðastliðin tvö ár. Karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og þá eru langflestir brotaþolar kvenkyns. Á síðasta ári voru 420 einstaklingar grunaðir um kynferðisbrot og af þeim voru 94% karlmanna. Meðalaldur grunaðra karla eru 35 ár og grunaðra kvenna 30 ár. Þegar kemur að brotaþolum voru þeir í 84% tilvika kvenkyns en tilkynntum brotum gegn körlum hefur þó farið fjölgandi frá árinu 2017. Þegar um einungis nauðgunarbrot er að ræða hækkar hlutfall karlkyns grunaðra í 99% og brotaþolar voru í 93% tilvika konur. Hlutfall barna í tilkynntum kynferðisbrotum hefur þá aukist gríðarlega og hefur ekki verið hærra síðan 2017, eða 61%. Þetta hlutfall hækkar í 70% ef horft er til kynferðisslegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Tæpur þriðjungur nauðgana beinist að börnum. Ríkislögreglustjóri stefnir nú að því að birta ársfjórðungslega tölulegar upplýsingar um kynbundið ofbeldi sem tilkynnt hefur verið um. Þar verður leitast eftir því að veita upplýsingar um tíðni og þróun atvika, en einnig um sakborninga og brotaþola.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39 75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52 Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39
75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52
Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21