Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2022 13:31 Anna Shcherbakova vann sitt fyrsta Ólympíugull í gær. getty/Jean Catuffe Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum. Undanfarna daga hefur kastljósið beinst að hinni fimmtán ára Kamilu Valievu sem fékk að keppa í einstaklingskeppninni þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún var langsigurstranglegust og efst eftir skylduæfingarnar. En Valieva sýndi ekki sitt rétta andlit í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Eftir frjálsu æfingarnar stal silfurverðlaunahafinn Alexandra Trusova svo senunni. Hún var greinilega ósátt með að hafa ekki unnið og öskraði á þjálfarann sinn. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova sem virtist líka gefa þjálfaranum fingurinn. Athyglin var því alls ekki á sigurvegaranum Shcherbakovu sem sýndi frábæra takta á skautasvellinu. Hún varð í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum og samanlögð einkunn hennar var 255,95. „Ég næ ekki enn utan um það sem gerðist. Ég er ánægð en er samt tóm að innan. Mér líður eins og það sé ekki verið að tala um mig,“ sagði hin sautján ára Shcherbakova. Hún gat tekið við gullmedalíunni sinni en enginn verðlaunaafhending hefði orðið ef Valieva hefði verið í einu af þremur efstu sætunum. „Ég er ánægð að það verði verðlaunaafhending og við fáum medalíurnar okkar. Auðvitað verður afar ánægjulegt að veita medalíunni viðtöku,“ sagði Shcherbakova. Hún sagðist finna til með Valievu. „Ég horfði á Kamilu og frammistöðu hennar. Frá fyrsta stökki sá ég hversu erfitt þetta var fyrir hana og ég skil hvernig henni líður. Það er meira en erfitt að halda áfram þegar eitthvað svona gerist,“ sagði Shcherbakova og vísaði til þess að Valieva datt nokkrum sinnum í æfingum sínum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Undanfarna daga hefur kastljósið beinst að hinni fimmtán ára Kamilu Valievu sem fékk að keppa í einstaklingskeppninni þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún var langsigurstranglegust og efst eftir skylduæfingarnar. En Valieva sýndi ekki sitt rétta andlit í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Eftir frjálsu æfingarnar stal silfurverðlaunahafinn Alexandra Trusova svo senunni. Hún var greinilega ósátt með að hafa ekki unnið og öskraði á þjálfarann sinn. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova sem virtist líka gefa þjálfaranum fingurinn. Athyglin var því alls ekki á sigurvegaranum Shcherbakovu sem sýndi frábæra takta á skautasvellinu. Hún varð í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum og samanlögð einkunn hennar var 255,95. „Ég næ ekki enn utan um það sem gerðist. Ég er ánægð en er samt tóm að innan. Mér líður eins og það sé ekki verið að tala um mig,“ sagði hin sautján ára Shcherbakova. Hún gat tekið við gullmedalíunni sinni en enginn verðlaunaafhending hefði orðið ef Valieva hefði verið í einu af þremur efstu sætunum. „Ég er ánægð að það verði verðlaunaafhending og við fáum medalíurnar okkar. Auðvitað verður afar ánægjulegt að veita medalíunni viðtöku,“ sagði Shcherbakova. Hún sagðist finna til með Valievu. „Ég horfði á Kamilu og frammistöðu hennar. Frá fyrsta stökki sá ég hversu erfitt þetta var fyrir hana og ég skil hvernig henni líður. Það er meira en erfitt að halda áfram þegar eitthvað svona gerist,“ sagði Shcherbakova og vísaði til þess að Valieva datt nokkrum sinnum í æfingum sínum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Sjá meira