Pollapönkarar kaupa hlut í elstu hljóðfæraversluninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2022 15:28 Arnar og Guðni í banastuði. Þeir Arnar Gíslason og Guðni Finnson hafa keypt sig inn í rekstur Hljóðfærahússins. Þeir vinna saman í versluninni auk þess að standa vaktina í hljómsveitum á borð við Pollapönk, Dr. Mugison, Dr. Spock, Jónas Sig og Ensími svo eitthvað sé nefnt. Hljóðfærahúsið er rúmlega 100 gamalt en það var stofnað árið 1916 og er elsta hljóðfæraverslun landsins og veltir um um 500 milljónum á ári „Við erum mjög spenntir fyrir þessu enda höfum við óbilandi ást á hljóðfærum og tónlist. Ástríðan keyrir okkur áfram. Við elskum að taka á móti fólki í góðum fíling og leiðbeina með hljóðfæri og innblástur. Músíkmátturinn er mikill og við trúum að tónlist sé fyrir alla og gefi öllum eitthvað. Heimurinn hefur minnkað mikið og nú er okkar helsta samkeppni internetið. Við þurfum því alltaf að vera á tánum með að eiga vöruna til, vera samkeppnisfær í verði og veita góða þjónustu. Þjónustan er það sem skilur á milli okkar og netsins. Persónuleg ráðgjöf og samtal til að finna hvað hentar hverjum og einum er svo mikils virði. Við leggjum því mest upp úr því,“ segir Arnar Gíslason, framkvæmdastjóri Hjóðfærahússins. „Það er mikið ábyrgðarhlutverk að halda utan um þetta gamla rótgróna vörumerki. Þessi 106 ára gamla verslun er hornsteinn í íslenskri menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að verslunin þróist með tímanum og standist samkeppnina. Við höfum báðir unnið hjá versluninni í um 15 ár og á þeim tíma hefur heimurinn gjörbreyst. Við höfum verið að breyta versluninni allan tímann og höfum mikla trú á að verslunarrekstur sem þessi eigi eftir að lifa og dafna svo framalega sem hlúð er að honum með natni,“ segir Arnar. Hann tók við framkvæmdarstjórn fyrirtæksins í lok árs 2017. Arnar og Guðni hafa rekið fyrirtækið í sameiningu frá þeim tíma og eru nú orðnir hluthafar í rekstrinum. Á þeim tíma hefur mikill árangur náðst að sögn Arnars. Við erum mjög stoltir af þessum árangri og teljum að hann hafi komið sem afleiðing af ást fyrir verkefninu.“ Tónlist Verslun Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Hljóðfærahúsið er rúmlega 100 gamalt en það var stofnað árið 1916 og er elsta hljóðfæraverslun landsins og veltir um um 500 milljónum á ári „Við erum mjög spenntir fyrir þessu enda höfum við óbilandi ást á hljóðfærum og tónlist. Ástríðan keyrir okkur áfram. Við elskum að taka á móti fólki í góðum fíling og leiðbeina með hljóðfæri og innblástur. Músíkmátturinn er mikill og við trúum að tónlist sé fyrir alla og gefi öllum eitthvað. Heimurinn hefur minnkað mikið og nú er okkar helsta samkeppni internetið. Við þurfum því alltaf að vera á tánum með að eiga vöruna til, vera samkeppnisfær í verði og veita góða þjónustu. Þjónustan er það sem skilur á milli okkar og netsins. Persónuleg ráðgjöf og samtal til að finna hvað hentar hverjum og einum er svo mikils virði. Við leggjum því mest upp úr því,“ segir Arnar Gíslason, framkvæmdastjóri Hjóðfærahússins. „Það er mikið ábyrgðarhlutverk að halda utan um þetta gamla rótgróna vörumerki. Þessi 106 ára gamla verslun er hornsteinn í íslenskri menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að verslunin þróist með tímanum og standist samkeppnina. Við höfum báðir unnið hjá versluninni í um 15 ár og á þeim tíma hefur heimurinn gjörbreyst. Við höfum verið að breyta versluninni allan tímann og höfum mikla trú á að verslunarrekstur sem þessi eigi eftir að lifa og dafna svo framalega sem hlúð er að honum með natni,“ segir Arnar. Hann tók við framkvæmdarstjórn fyrirtæksins í lok árs 2017. Arnar og Guðni hafa rekið fyrirtækið í sameiningu frá þeim tíma og eru nú orðnir hluthafar í rekstrinum. Á þeim tíma hefur mikill árangur náðst að sögn Arnars. Við erum mjög stoltir af þessum árangri og teljum að hann hafi komið sem afleiðing af ást fyrir verkefninu.“
Tónlist Verslun Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira