Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2022 14:58 Franskir hermenn í norðurhluta Malí. AP/Jerome Delay Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020. Hermennirnir verða færðir um set og fluttir til annarra ríkja á Sahel-svæðinu svokallaða. Um er að ræða um 2.400 franska hermenn og nokkur hundruð hermenn annarra ríkja sem hafa tekið þátt í aðgerðum Frakka á svæðinu. Í heildina eru Frakkar með um fimm þúsund hermenn á Sahel-svæðinu, samkvæmt frétt BBC. Í tilkynningu frá ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta Frakklands, og öðrum bandamönnum Frakka í Evrópu og Afríku, segir að ekki sé hægt að vera lengur með viðveru í Malí. Macron sjálfur sagði svo í kjölfarið, samkvæmt frétt France24, að það væri ekki hægt á meðan markmið herstjórnar Malí væru eins mikið á skjön við markmið Frakka og annarra. Aukin umsvif málaliða í Malí Frá því herinn tók við völdum í Malí hafa umsvif Rússa í ríkinu aukist og hafa málaliðar sem tilheyra Wagner Group verið sendir þangað. Málaliðahópurinn hefur lengi verið bendlaður beint við rússneska herinn en þeim tengslum hafa ráðamenn í Rússlandi neitað. Bandaríkjamenn sögðu þó í síðasta mánuði að rússneski herinn væri að flytja málaliðana til Malí og veita þeim stuðning. Málaliðar Wagner Group hafa komið að átökum í ríkjum eins og Úkraínu, Sýrlandi, Líbýu og í öðrum ríkjum. Sjá einnig: Rússneskur málaliði myndaði aðra pynta, myrða, afhöfða og brenna fanga Frakkar hafa sakað herstjórn Malí um að nota málaliðana til að tryggja völd sín, undir því yfirskyni að þeir séu í Malí til að berjast við vígamenn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hlustar hér á Nana Afuko Addo, forseta Gana á blaðamannafundi í dag. Fyrir aftan Macron standa Macky Sall, forseti Senegal, og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins (aftast)AP/Ian Langsdon Sagði brottflutninginn ekki uppgjöf Macron þvertók fyrir að Frakkar væru að gefast upp í baráttunni gegn vígahópum í Vestur-Afríku og sagði að aðkoma Frakka að henni héldi áfram. Vísaði hann til þess að ríkisstjórn Níger hefði samþykkt að taka við hluta heraflans sem flytja á frá Malí. Á undanförnum árum hafa 53 franskir hermenn fallið í Vestur-Afríku. Þar af féllu 48 í Malí. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel-svæðinu byr undir báða vængi. Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Varnarmálaráðherra Þýskalands sagði í dag að hún teldi litlar líkur á því að um fimmtán hundruð hermenn Þýskalands í Malí yrðu þar áfram. Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa einnig sagt í dag að brottflutningur Frakka muni án efa hafa áhrif á viðveru friðargæsluliða í Malí. Frakkland Malí Níger Búrkína Fasó Tjad Gana Hernaður Tengdar fréttir Herinn rænir völdum í Búrkína Fasó Herinn í Búrkína Fasó tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi komið Roch Kabore, forseta landsis frá stóli, fellt stjórnarskrána úr gildi, leyst upp ríkisstjórnina og þingið og lokað landamærum ríkisins. 25. janúar 2022 07:49 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Hótar refsiaðgerðum náist pólitískur stöðugleiki ekki Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði stjórnvöldum í Malí að hann myndi kalla hersveitir Frakka í landinu heim. Skilyrði þess að franskar hersveitir haldi áfram til í landinu sé að pólitískur stöðugleiki náist og að unnið sé gegn því að öfgaíslamistar nái meiri tökum. 30. maí 2021 11:17 Neita að ræða við uppreisnarmennina sem felldu forsetann Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad. 26. apríl 2021 08:42 Felldu alræmdan vígamann í Malí Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. 13. nóvember 2020 11:19 Vígamenn mala gull í Afríku Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. 22. nóvember 2019 14:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Hermennirnir verða færðir um set og fluttir til annarra ríkja á Sahel-svæðinu svokallaða. Um er að ræða um 2.400 franska hermenn og nokkur hundruð hermenn annarra ríkja sem hafa tekið þátt í aðgerðum Frakka á svæðinu. Í heildina eru Frakkar með um fimm þúsund hermenn á Sahel-svæðinu, samkvæmt frétt BBC. Í tilkynningu frá ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta Frakklands, og öðrum bandamönnum Frakka í Evrópu og Afríku, segir að ekki sé hægt að vera lengur með viðveru í Malí. Macron sjálfur sagði svo í kjölfarið, samkvæmt frétt France24, að það væri ekki hægt á meðan markmið herstjórnar Malí væru eins mikið á skjön við markmið Frakka og annarra. Aukin umsvif málaliða í Malí Frá því herinn tók við völdum í Malí hafa umsvif Rússa í ríkinu aukist og hafa málaliðar sem tilheyra Wagner Group verið sendir þangað. Málaliðahópurinn hefur lengi verið bendlaður beint við rússneska herinn en þeim tengslum hafa ráðamenn í Rússlandi neitað. Bandaríkjamenn sögðu þó í síðasta mánuði að rússneski herinn væri að flytja málaliðana til Malí og veita þeim stuðning. Málaliðar Wagner Group hafa komið að átökum í ríkjum eins og Úkraínu, Sýrlandi, Líbýu og í öðrum ríkjum. Sjá einnig: Rússneskur málaliði myndaði aðra pynta, myrða, afhöfða og brenna fanga Frakkar hafa sakað herstjórn Malí um að nota málaliðana til að tryggja völd sín, undir því yfirskyni að þeir séu í Malí til að berjast við vígamenn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hlustar hér á Nana Afuko Addo, forseta Gana á blaðamannafundi í dag. Fyrir aftan Macron standa Macky Sall, forseti Senegal, og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins (aftast)AP/Ian Langsdon Sagði brottflutninginn ekki uppgjöf Macron þvertók fyrir að Frakkar væru að gefast upp í baráttunni gegn vígahópum í Vestur-Afríku og sagði að aðkoma Frakka að henni héldi áfram. Vísaði hann til þess að ríkisstjórn Níger hefði samþykkt að taka við hluta heraflans sem flytja á frá Malí. Á undanförnum árum hafa 53 franskir hermenn fallið í Vestur-Afríku. Þar af féllu 48 í Malí. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel-svæðinu byr undir báða vængi. Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Varnarmálaráðherra Þýskalands sagði í dag að hún teldi litlar líkur á því að um fimmtán hundruð hermenn Þýskalands í Malí yrðu þar áfram. Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa einnig sagt í dag að brottflutningur Frakka muni án efa hafa áhrif á viðveru friðargæsluliða í Malí.
Frakkland Malí Níger Búrkína Fasó Tjad Gana Hernaður Tengdar fréttir Herinn rænir völdum í Búrkína Fasó Herinn í Búrkína Fasó tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi komið Roch Kabore, forseta landsis frá stóli, fellt stjórnarskrána úr gildi, leyst upp ríkisstjórnina og þingið og lokað landamærum ríkisins. 25. janúar 2022 07:49 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Hótar refsiaðgerðum náist pólitískur stöðugleiki ekki Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði stjórnvöldum í Malí að hann myndi kalla hersveitir Frakka í landinu heim. Skilyrði þess að franskar hersveitir haldi áfram til í landinu sé að pólitískur stöðugleiki náist og að unnið sé gegn því að öfgaíslamistar nái meiri tökum. 30. maí 2021 11:17 Neita að ræða við uppreisnarmennina sem felldu forsetann Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad. 26. apríl 2021 08:42 Felldu alræmdan vígamann í Malí Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. 13. nóvember 2020 11:19 Vígamenn mala gull í Afríku Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. 22. nóvember 2019 14:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Herinn rænir völdum í Búrkína Fasó Herinn í Búrkína Fasó tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi komið Roch Kabore, forseta landsis frá stóli, fellt stjórnarskrána úr gildi, leyst upp ríkisstjórnina og þingið og lokað landamærum ríkisins. 25. janúar 2022 07:49
Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40
Hótar refsiaðgerðum náist pólitískur stöðugleiki ekki Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði stjórnvöldum í Malí að hann myndi kalla hersveitir Frakka í landinu heim. Skilyrði þess að franskar hersveitir haldi áfram til í landinu sé að pólitískur stöðugleiki náist og að unnið sé gegn því að öfgaíslamistar nái meiri tökum. 30. maí 2021 11:17
Neita að ræða við uppreisnarmennina sem felldu forsetann Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad. 26. apríl 2021 08:42
Felldu alræmdan vígamann í Malí Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. 13. nóvember 2020 11:19
Vígamenn mala gull í Afríku Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. 22. nóvember 2019 14:15