Að því er kemur fram í tilkynningu á vef spítalans er meðalaldur innlagðra 62 ár. Af þeim 44 sem nú liggja inni á spítalanum hafa 34 fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni en tíu eru óbólusettir.
Alls eru nú 9.225 sjúklingar í eftirliti hjá Covid göngudeild spítalans, þar af 2.729 börn. Börn sem eru í eftirliti fjölgar um rúmlega 450 milli daga en sjúklingum í heild um rúmlega 1.350.
Starfsmenn spítalans sem nú eru í einangrun vegna Covid eru 342 talsins og fækkar þeim um 21 milli daga.
Í gær voru 48 inniliggjandi á Landspítala, þar af þrír á gjörgæslu en enginn þeirra í öndunarvél. Sex voru inniliggjandi á Spítalanum á Akureyri.
Karlmaður á sjötugsaldri með Covid lést á Landspítala á þriðjudag og hafa því frá upphafi faraldursins 58 látist.