Fasið breyttist í flugstöðinni og fólk tók andköf yfir Jóni Arnóri Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 10:30 Jón Arnór Stefánsson var besti maður mótsins á Scania Cup árið 1996. Stöð 2 Það var snemma ljóst í hvað stefndi hjá körfuboltamanninum Jóni Arnóri Stefánssyni sem fékk viðstadda til að taka andköf með tilþrifum sínum þegar KR vann Scania Cup árið 1996. Jón Arnór var valinn „Scania-kóngurinn“ á þessu norræna félagsliðamóti yngri flokka í Svíþjóð, og leiddi KR til sigurs í flokki 14 ára og yngri. „Eðlilega ættu Svíþjóð og Danmörk og fleiri að vera með einhver lið sem væru betri en við. En svo sá maður það eftir fyrstu leikina að við vorum bara betri en þeir, og Jón var bara yfirburðamaður í þessum árgangi,“ segir Helgi Már Magnússon liðsfélagi Jóns hjá KR. „Ég hef hitt menn þegar ég var að spila í Svíþjóð, gamla þjálfara og fleiri, sem muna eftir þessu. Að hafa kíkt inn í salinn og séð að það var augljóst að „Stefánsson“ væri að fara eitthvert.“ Um þetta er fjallað í fyrsta þætti nýrrar seríu um Jón Arnór sem sýnd er á miðlum Stöðvar 2. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Jón Arnór - Stækkaði á Scania Cup Lélegastur á móti auðveldum mótherjum en „stækkaði“ við áskoranir „Hann eflist bara við þá áskorun sem sett er á hann,“ segir þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson. „Ef að hann var að fara að spila við lið sem hann hafði unnið með 50 stigum tvisvar í röð, þá var hann lélegasti maður liðsins. Þá fékk hann bara ekki það „drive“ sem hann þurfti. Þegar hann fór á Scania Cup þá stækkaði hann og breikkaði, og fasið breyttist í [flugstöð] Leifs Eiríks,“ sagði Ingi. „Þetta var svona í fyrsta skipti sem að við sem lið vorum að máta okkur við bestu liðin á Norðurlöndum og hann þá við bestu leikmennina á Norðurlöndum, og ég myndi segja að hann hafi gert það með bravör enda var hann valinn besti maður mótsins og leiddi okkur til sigurs,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði þá KR. „Ég man eftir einu „vá-mómenti“ þar sem hann tók knattraksæfingar í hraðaupphlaupi, eitthvað „spin“… Það var ekki bara ég sem hugsaði „vá“, það heyrðust andköf í stúkunni,“ sagði Benedikt. Jón Arnór er sex þátta sería og var fyrsti þáttur frumsýndur í gær. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 Sport kl. 20, á fimmtudögum kl. 19:10 á Stöð 2 og einnig aðgengilegir á Stöð 2 +. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Jón Arnór var valinn „Scania-kóngurinn“ á þessu norræna félagsliðamóti yngri flokka í Svíþjóð, og leiddi KR til sigurs í flokki 14 ára og yngri. „Eðlilega ættu Svíþjóð og Danmörk og fleiri að vera með einhver lið sem væru betri en við. En svo sá maður það eftir fyrstu leikina að við vorum bara betri en þeir, og Jón var bara yfirburðamaður í þessum árgangi,“ segir Helgi Már Magnússon liðsfélagi Jóns hjá KR. „Ég hef hitt menn þegar ég var að spila í Svíþjóð, gamla þjálfara og fleiri, sem muna eftir þessu. Að hafa kíkt inn í salinn og séð að það var augljóst að „Stefánsson“ væri að fara eitthvert.“ Um þetta er fjallað í fyrsta þætti nýrrar seríu um Jón Arnór sem sýnd er á miðlum Stöðvar 2. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Jón Arnór - Stækkaði á Scania Cup Lélegastur á móti auðveldum mótherjum en „stækkaði“ við áskoranir „Hann eflist bara við þá áskorun sem sett er á hann,“ segir þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson. „Ef að hann var að fara að spila við lið sem hann hafði unnið með 50 stigum tvisvar í röð, þá var hann lélegasti maður liðsins. Þá fékk hann bara ekki það „drive“ sem hann þurfti. Þegar hann fór á Scania Cup þá stækkaði hann og breikkaði, og fasið breyttist í [flugstöð] Leifs Eiríks,“ sagði Ingi. „Þetta var svona í fyrsta skipti sem að við sem lið vorum að máta okkur við bestu liðin á Norðurlöndum og hann þá við bestu leikmennina á Norðurlöndum, og ég myndi segja að hann hafi gert það með bravör enda var hann valinn besti maður mótsins og leiddi okkur til sigurs,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði þá KR. „Ég man eftir einu „vá-mómenti“ þar sem hann tók knattraksæfingar í hraðaupphlaupi, eitthvað „spin“… Það var ekki bara ég sem hugsaði „vá“, það heyrðust andköf í stúkunni,“ sagði Benedikt. Jón Arnór er sex þátta sería og var fyrsti þáttur frumsýndur í gær. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 Sport kl. 20, á fimmtudögum kl. 19:10 á Stöð 2 og einnig aðgengilegir á Stöð 2 +. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira