Lagðist sáttur á koddann eftir 70 kílómetra akstur á vélsleða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2022 22:39 Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í gær og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn. Björgunarfélag Hornafjarðar Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Grænna skáta tók þátt í björgun tveggja ferðamanna á Vatnajökli í gær. Björgunin gekk eins og í sögu og Kristinn segist hafa farið sáttur að sofa eftir langan og krefjandi dag. Kristinn hrósar samstarfsfólki og björgunarsveitarmönnum í hástert í færslu á Facebook síðu sinni. Hann segir samstarf björgunaraðila hafa gengið eins og smurð vél enda þurfi allt að ganga eftir í jafnerfiðum aðstæðum og um ræddi. Hér að neðan má sjá myndband af aðstæðum á vettvangi. Óskað var eftir snjóbíl frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík og sleðamenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar tóku þátt í aðgerðunum auk snjóbíls frá Árborg. Brjálað var á svæðinu og vindhraði um þrjátíu metrar á sekúndu. „Vel gekk að finna ferðamennina og var ástand þeirra gott miðað við aðstæður. Við gáfum þeim heitt að drekka og reyndum að tryggja ástand þeirra þar til snjóbílinn kæmi. Félagar okkar frá Höfn bættust fljótlega í hópinn og hjálpuðu til á vettvangi.“ Kristinn segir heimferðina hafa gengið vel þrátt fyrir ekkert skyggni og mikinn snjóþunga. Blessunarlega hafi allir komist heilir niður af jöklinum: „Innan björgunarsveita landsins eru miklir fagmenn á öllum sviðum og það koma margir að svona aðgerð. Allt samstarf þarf að ganga eins og smurð vél. Þannig var þetta í gær.“ „Ég var sáttur þegar ég lagðist á koddann í gær eftir 740 km akstur í bíl og 70 km akstur á vélsleða á Vatnajökli í engu skyggni og ekki síst góða niðurstöðu. Ferðamennirnir sem við sóttum brugðust rétt við aðstæðum og sleppa því heilir frá þessu ævintýri.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Kristinn setti saman af björguninni. Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Kristinn hrósar samstarfsfólki og björgunarsveitarmönnum í hástert í færslu á Facebook síðu sinni. Hann segir samstarf björgunaraðila hafa gengið eins og smurð vél enda þurfi allt að ganga eftir í jafnerfiðum aðstæðum og um ræddi. Hér að neðan má sjá myndband af aðstæðum á vettvangi. Óskað var eftir snjóbíl frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík og sleðamenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar tóku þátt í aðgerðunum auk snjóbíls frá Árborg. Brjálað var á svæðinu og vindhraði um þrjátíu metrar á sekúndu. „Vel gekk að finna ferðamennina og var ástand þeirra gott miðað við aðstæður. Við gáfum þeim heitt að drekka og reyndum að tryggja ástand þeirra þar til snjóbílinn kæmi. Félagar okkar frá Höfn bættust fljótlega í hópinn og hjálpuðu til á vettvangi.“ Kristinn segir heimferðina hafa gengið vel þrátt fyrir ekkert skyggni og mikinn snjóþunga. Blessunarlega hafi allir komist heilir niður af jöklinum: „Innan björgunarsveita landsins eru miklir fagmenn á öllum sviðum og það koma margir að svona aðgerð. Allt samstarf þarf að ganga eins og smurð vél. Þannig var þetta í gær.“ „Ég var sáttur þegar ég lagðist á koddann í gær eftir 740 km akstur í bíl og 70 km akstur á vélsleða á Vatnajökli í engu skyggni og ekki síst góða niðurstöðu. Ferðamennirnir sem við sóttum brugðust rétt við aðstæðum og sleppa því heilir frá þessu ævintýri.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Kristinn setti saman af björguninni.
Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50
Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17