Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2022 21:20 Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Egill Aðalsteinsson Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að áhyggjur atvinnuflugmanna lúta einkum að aðflugi og lendingum á austur-vestur braut flugvallarins, að nýtt íbúðahverfi við suðurjaðar brautarinnar muni skapa flugvélum hættu. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. Hann vísar til skýrslu sem Isavia lét hollensku geimferðastofnunina gera. „Niðurstaða Hollendinganna, NLR, var alveg afdráttarlaus; að hættan kallar á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi.“ Ingvar segir reynsluna af hinni nýju Hlíðarendabyggð hafa verið slæma. Húsin þar valdi ókyrrð í ákveðnum vindáttum og það hafi verið fyrirséð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hefur lýst samskonar áhyggjum. „Isavia þarf að beita sér, augljóslega. Isavia þarf að setja fótinn niður og taka þátt í að tryggja flugöryggi. Og mér heyrist það á Sigrúnu Björk að það standi til,“ segir Ingvar. Hann segir þetta þó ekki snúast um hagsmuni flugmanna. „Við sjáum þetta fyrst og síðast út frá almannahagsmunum og sjúkraflugið vegur þar einna þyngst. Þarna er eina hátæknisjúkrahúsið sem íslensk þjóð hefur bolmagn til þess að reka. Og óháð búsetu þarf fólk að geta komist á þetta sjúkrahús. Íbúar höfuðborgarinnar geta orðið fyrir heilsubresti eða slysförum úti á landi. Þannig að þetta er meiriháttar hagsmunamál sem varðar alla íbúa þessa lands.“ Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember 2019. En er raunhæft að stöðva byggingaráform borgarinnar, í ljósi þess að ríkið seldi henni landið? „Já.. menn hafa farið svolítið fram úr sér. En vilji ríkisins kemur fram þarna í þessu samkomulagi um að rekstraröryggi skuli tryggt. Þannig að menn verða bara að halda að sér höndum - meðan flugvöllurinn er í notkun,“ segir formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að áhyggjur atvinnuflugmanna lúta einkum að aðflugi og lendingum á austur-vestur braut flugvallarins, að nýtt íbúðahverfi við suðurjaðar brautarinnar muni skapa flugvélum hættu. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. Hann vísar til skýrslu sem Isavia lét hollensku geimferðastofnunina gera. „Niðurstaða Hollendinganna, NLR, var alveg afdráttarlaus; að hættan kallar á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi.“ Ingvar segir reynsluna af hinni nýju Hlíðarendabyggð hafa verið slæma. Húsin þar valdi ókyrrð í ákveðnum vindáttum og það hafi verið fyrirséð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hefur lýst samskonar áhyggjum. „Isavia þarf að beita sér, augljóslega. Isavia þarf að setja fótinn niður og taka þátt í að tryggja flugöryggi. Og mér heyrist það á Sigrúnu Björk að það standi til,“ segir Ingvar. Hann segir þetta þó ekki snúast um hagsmuni flugmanna. „Við sjáum þetta fyrst og síðast út frá almannahagsmunum og sjúkraflugið vegur þar einna þyngst. Þarna er eina hátæknisjúkrahúsið sem íslensk þjóð hefur bolmagn til þess að reka. Og óháð búsetu þarf fólk að geta komist á þetta sjúkrahús. Íbúar höfuðborgarinnar geta orðið fyrir heilsubresti eða slysförum úti á landi. Þannig að þetta er meiriháttar hagsmunamál sem varðar alla íbúa þessa lands.“ Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember 2019. En er raunhæft að stöðva byggingaráform borgarinnar, í ljósi þess að ríkið seldi henni landið? „Já.. menn hafa farið svolítið fram úr sér. En vilji ríkisins kemur fram þarna í þessu samkomulagi um að rekstraröryggi skuli tryggt. Þannig að menn verða bara að halda að sér höndum - meðan flugvöllurinn er í notkun,“ segir formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53
Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent