Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 13:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þjóðina stefna hraðbyri í átt að hjarðónæmi. vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. „Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur Guðnason og tekur fram að með því sé átt við að það fari að hægja á útbreiðslunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa nú greinst með veiruna hér á landi eða 26 prósent þjóðarinnar. Miðað við mótefnamælingar segir hann ekki óvarlegt að áætla að mun fleiri hafi smitast og allt að helmingur þjóðarinnar. „Það gæti alveg verið og kannski gott betur.“ Íslendingar stefni hraðbyri í átt að hjarðónæmi nú þegar um tvö þúsund manns eru að greinast á hverjum degi. „Ég hefur áður sagt að þetta gæti kannski varað fram í miðjan mars og það væri fínt ef þetta verður eitthvað styttra. En þetta mun ekki ganga hratt niður. Það er eðli faraldra að þeir byrja mjög hratt og kúrvan rís hratt en hún fer hægar niður á við.“ Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í gær að stefnt væri að allsherjar afléttingu þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. Þórólfur mun skila tillögum í minnisblaði fyrir þann tíma en segir ekki tímabært að segja hvort þar verði lögð til aflétting á öllum takmörkunum, eins og var raunar gert í einum þriggja valkosta í síðustu tillögum. „Við fylgjumst með eins og vanalega og ég reyni að draga það að senda minniblaðið þar sem ég reyni að mynda mér skoðun á stöðunni eins og hún er þegar það þarf að taka ákvörðun. Þannig það er ekki tímabært að vera með skoðun á þessu núna þegar það er ein og hálf vika í að næsta aflétting er fyrirhuguð.“ Líkt og verið hefur er þanþol heilbrigðiskerfisins lykilatriði í næstu tillögum.vísir/Vilhelm Líkt og áður sé staða og þol heilbrigðiskerfisins lykilatriði. „Það er ekki að bæta mikið í með alvarleg veikindi. Við erum að fá tilkynningar um dauðsföll hjá þeim sem hafa verið veikir lengi, búnir að vera á spítala lengi og hjá eldri dólki. Stundum getur verið erfiðara að meta hvort eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma deyr vegna covid, eða með covid. En við erum bara að fylgjast með þróuninni og máta hana inn í þær afléttingar sem verið er að hugsa um.“ Hann segir ljóst að fyrri sýking veiti góða vernd gegn smiti þar sem innan við, eða um, fimm prósent greindra hafa smitast aftur. Óvissa ríki þó um vernd þeirra sem ekki hafa fengið nein einkenni. „Við vitum að mótefnasvarið er ekki eins kröftugt eftir einkennalausa eða einkennalitla sýkingu, eins og hjá þeim sem hafa fengið mikil einkenni.“ Styttist í tillögur fyrir landamærin Núgildandi takmarkanir á landamærunum gilda til 28. febrúar og stefnt er að því að fyrirkomulag fyrir vorið verið kynnt fyrir 20. febrúar. Þórólfur reiknar með að skila minnisblaði með tillögum fyrir landamærin um eða fyrir helgi. Hann vill þó ekkert gefa upp um innihald þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
„Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur Guðnason og tekur fram að með því sé átt við að það fari að hægja á útbreiðslunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa nú greinst með veiruna hér á landi eða 26 prósent þjóðarinnar. Miðað við mótefnamælingar segir hann ekki óvarlegt að áætla að mun fleiri hafi smitast og allt að helmingur þjóðarinnar. „Það gæti alveg verið og kannski gott betur.“ Íslendingar stefni hraðbyri í átt að hjarðónæmi nú þegar um tvö þúsund manns eru að greinast á hverjum degi. „Ég hefur áður sagt að þetta gæti kannski varað fram í miðjan mars og það væri fínt ef þetta verður eitthvað styttra. En þetta mun ekki ganga hratt niður. Það er eðli faraldra að þeir byrja mjög hratt og kúrvan rís hratt en hún fer hægar niður á við.“ Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í gær að stefnt væri að allsherjar afléttingu þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. Þórólfur mun skila tillögum í minnisblaði fyrir þann tíma en segir ekki tímabært að segja hvort þar verði lögð til aflétting á öllum takmörkunum, eins og var raunar gert í einum þriggja valkosta í síðustu tillögum. „Við fylgjumst með eins og vanalega og ég reyni að draga það að senda minniblaðið þar sem ég reyni að mynda mér skoðun á stöðunni eins og hún er þegar það þarf að taka ákvörðun. Þannig það er ekki tímabært að vera með skoðun á þessu núna þegar það er ein og hálf vika í að næsta aflétting er fyrirhuguð.“ Líkt og verið hefur er þanþol heilbrigðiskerfisins lykilatriði í næstu tillögum.vísir/Vilhelm Líkt og áður sé staða og þol heilbrigðiskerfisins lykilatriði. „Það er ekki að bæta mikið í með alvarleg veikindi. Við erum að fá tilkynningar um dauðsföll hjá þeim sem hafa verið veikir lengi, búnir að vera á spítala lengi og hjá eldri dólki. Stundum getur verið erfiðara að meta hvort eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma deyr vegna covid, eða með covid. En við erum bara að fylgjast með þróuninni og máta hana inn í þær afléttingar sem verið er að hugsa um.“ Hann segir ljóst að fyrri sýking veiti góða vernd gegn smiti þar sem innan við, eða um, fimm prósent greindra hafa smitast aftur. Óvissa ríki þó um vernd þeirra sem ekki hafa fengið nein einkenni. „Við vitum að mótefnasvarið er ekki eins kröftugt eftir einkennalausa eða einkennalitla sýkingu, eins og hjá þeim sem hafa fengið mikil einkenni.“ Styttist í tillögur fyrir landamærin Núgildandi takmarkanir á landamærunum gilda til 28. febrúar og stefnt er að því að fyrirkomulag fyrir vorið verið kynnt fyrir 20. febrúar. Þórólfur reiknar með að skila minnisblaði með tillögum fyrir landamærin um eða fyrir helgi. Hann vill þó ekkert gefa upp um innihald þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira