Kalla eftir fjölgun lögreglumanna og auknum rannsóknarheimildum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2022 07:36 Fjölga þarf lögreglumönnum og auka rannsóknarheimildir lögreglu, að sögn stjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Landssambands lögreglumanna hefur gefið út ályktun þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi lögreglumanna í kjölfar atvika þar sem skotvopnum hefur verið beitt. Í ályktuninni ítrekar stjórnin ákall sambandsins eftir fleiri lögreglumönnum og aukinni þjálfun, sem séu ein leið til að auka öryggi í samfélaginu. „Staðreyndin er sú að í dag er allt of hátt hlutfall ófaglærðra lögreglumanna við störf í útkallsliði lögreglu sem hafa hvorki heimild né hafa öðlast þjálfun til að nota öll þau tæki sem lögregla býr yfir. Hluti af útkallsliði lögreglu eru nemar sem eru skemur á veg komnir í almennri þjálfun lögreglumanna. Hafa verður í huga að almennir lögreglumenn, héraðslögreglumenn og afleysingamenn eru oftast fyrsta viðbragð í útkalli á vettvang. Ótti um eigið öryggi er verulegur og þessi störf sem áður þóttu spennandi í almennri löggæslu þykja nú lítt eftirsóknarverð sökum hættueiginleika og starfsálags ásamt því sem laun eru í engu samræmi við ábyrgð og álag í starfi,“ segir í ályktuninni. Stjórnin segir að í ljósi atburða síðustu daga, vikna og jafnvel ára sé brýn nauðsyn á að skipuleggja til framtíðar fjölgun lögreglumanna og þá sérstaklega í almennri löggæslu, þar sem það séu þeir sem koma oftast fyrstir að málum. Um umræðu um rafbyssur til handa lögreglunni segir stjórnin að skoða þurfi þann möguleika en hún bendir jafnframt á að slíkar byssur séu ekki nothæfar þegar verið sé að beita skotvopnum. Þá segir stjórnin mikilvægt að styrkja möguleika lögreglu til rannsókna, ekki síst til að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi. „Með öllu er óviðunandi að Ísland búi ekki yfir sambærilegum heimildum, t.d. til gagna- og upplýsingaskipta og nágrannalöndin, og hætta er á að Ísland sitji eftir í réttarþróun sem veikur hlekkur meðal ríkja í baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi, gegn netglæpum og annarri brotastarfsemi sem þrífst þvert á landamæri.“ Lögreglan Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Í ályktuninni ítrekar stjórnin ákall sambandsins eftir fleiri lögreglumönnum og aukinni þjálfun, sem séu ein leið til að auka öryggi í samfélaginu. „Staðreyndin er sú að í dag er allt of hátt hlutfall ófaglærðra lögreglumanna við störf í útkallsliði lögreglu sem hafa hvorki heimild né hafa öðlast þjálfun til að nota öll þau tæki sem lögregla býr yfir. Hluti af útkallsliði lögreglu eru nemar sem eru skemur á veg komnir í almennri þjálfun lögreglumanna. Hafa verður í huga að almennir lögreglumenn, héraðslögreglumenn og afleysingamenn eru oftast fyrsta viðbragð í útkalli á vettvang. Ótti um eigið öryggi er verulegur og þessi störf sem áður þóttu spennandi í almennri löggæslu þykja nú lítt eftirsóknarverð sökum hættueiginleika og starfsálags ásamt því sem laun eru í engu samræmi við ábyrgð og álag í starfi,“ segir í ályktuninni. Stjórnin segir að í ljósi atburða síðustu daga, vikna og jafnvel ára sé brýn nauðsyn á að skipuleggja til framtíðar fjölgun lögreglumanna og þá sérstaklega í almennri löggæslu, þar sem það séu þeir sem koma oftast fyrstir að málum. Um umræðu um rafbyssur til handa lögreglunni segir stjórnin að skoða þurfi þann möguleika en hún bendir jafnframt á að slíkar byssur séu ekki nothæfar þegar verið sé að beita skotvopnum. Þá segir stjórnin mikilvægt að styrkja möguleika lögreglu til rannsókna, ekki síst til að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi. „Með öllu er óviðunandi að Ísland búi ekki yfir sambærilegum heimildum, t.d. til gagna- og upplýsingaskipta og nágrannalöndin, og hætta er á að Ísland sitji eftir í réttarþróun sem veikur hlekkur meðal ríkja í baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi, gegn netglæpum og annarri brotastarfsemi sem þrífst þvert á landamæri.“
Lögreglan Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira