Tengdasonur Akureyrar villtist og missti af ÓL-gulli Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 08:01 Jarl Magnus Riiber og Sunna Margrét Tryggvadóttir eiga dótturina Ronju. Riiber þykir bestur í heimi í tvíkeppni en gerðist sekur um slæm mistök í Peking, nýlosnaður úr einangrun. @riiberjarl/Getty Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar langt var komið í tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gær, og missti þar með af ólympíugulli. Riiber, sem er unnusti hinnar akureysku Sunnu Margrétar Tryggvadóttur, vann tvo heimsmeistaratitla og tvö silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðagreinum í fyrra og var sigurstranglegur fyrir keppnina í gær. Í tvíkeppni er keppt í skíðastökki og skíðagöngu, og var Riiber fremstur eftir skíðastökkið. Hann var með gott forskot en villtist á leiðinni og fór of fljótt í átt að endamarkinu, varð að snúa við og tapaði að minnsta kosti hálfri mínútu auk orku á því. „Mér tókst að fokking gera þetta aftur. Svona er þetta,“ sagði Riiber við NRK, hundóánægður með sjálfan sig eftir keppnina en hann endaði að lokum í 8. sæti, 39,8 sekúndum á eftir landa sínum Jörgen Graabak sem varð ólympíumeistari. Riiber til afsökunar þá er hann búinn að vera lokaður inni á hótelherbergi í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit þegar hann mætti á svæðið 31. janúar. Það var ekki fyrr en í gær sem hann losnaði alveg og gat sett á sig skíði, en þess vegna gat hann ekki prófað brautina eins og aðrir. „Bestur í heimi“ og vonandi með á morgun Torgeir Björn, sérfræðingur NRK í Noregi, segir mistök Riibers engu að síður hafa verið barnaleg. Sjálfur segist Riiber helst hafa viljað kasta af sér skíðunum þegar hann uppgötvaði hvað hann hafði gert: „Maður var búinn að kynna sér brautina en já… Ég einbeitti mér að tækninni og reyndi að halda rónni og svona. Þegar ég svo leit upp sá ég endalínuna. Þá vildi ég helst taka af mér skíðin,“ sagði Riiber. Riiber gæti enn unnið til gullverðlauna í liðakeppni á morgun en virtist í gær íhuga að hætta við að vera með þar. Fyrrnefndur Graabak vill ekki heyra á það minnst: „Hann er bestur í heimi í tvíkeppni. Auðvitað verður hann með í liðakeppninni. Við klöppum honum á öxlina og hjálpum honum að núllstilla. Hann átti ótrúlega gott skíðastökk og ég er viss um að hann á eftir að standa sig frábærlega [á morgun],“ sagði Graabak. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Riiber, sem er unnusti hinnar akureysku Sunnu Margrétar Tryggvadóttur, vann tvo heimsmeistaratitla og tvö silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðagreinum í fyrra og var sigurstranglegur fyrir keppnina í gær. Í tvíkeppni er keppt í skíðastökki og skíðagöngu, og var Riiber fremstur eftir skíðastökkið. Hann var með gott forskot en villtist á leiðinni og fór of fljótt í átt að endamarkinu, varð að snúa við og tapaði að minnsta kosti hálfri mínútu auk orku á því. „Mér tókst að fokking gera þetta aftur. Svona er þetta,“ sagði Riiber við NRK, hundóánægður með sjálfan sig eftir keppnina en hann endaði að lokum í 8. sæti, 39,8 sekúndum á eftir landa sínum Jörgen Graabak sem varð ólympíumeistari. Riiber til afsökunar þá er hann búinn að vera lokaður inni á hótelherbergi í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit þegar hann mætti á svæðið 31. janúar. Það var ekki fyrr en í gær sem hann losnaði alveg og gat sett á sig skíði, en þess vegna gat hann ekki prófað brautina eins og aðrir. „Bestur í heimi“ og vonandi með á morgun Torgeir Björn, sérfræðingur NRK í Noregi, segir mistök Riibers engu að síður hafa verið barnaleg. Sjálfur segist Riiber helst hafa viljað kasta af sér skíðunum þegar hann uppgötvaði hvað hann hafði gert: „Maður var búinn að kynna sér brautina en já… Ég einbeitti mér að tækninni og reyndi að halda rónni og svona. Þegar ég svo leit upp sá ég endalínuna. Þá vildi ég helst taka af mér skíðin,“ sagði Riiber. Riiber gæti enn unnið til gullverðlauna í liðakeppni á morgun en virtist í gær íhuga að hætta við að vera með þar. Fyrrnefndur Graabak vill ekki heyra á það minnst: „Hann er bestur í heimi í tvíkeppni. Auðvitað verður hann með í liðakeppninni. Við klöppum honum á öxlina og hjálpum honum að núllstilla. Hann átti ótrúlega gott skíðastökk og ég er viss um að hann á eftir að standa sig frábærlega [á morgun],“ sagði Graabak.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti