Ekkert sem minnir á vorið að finna í langtímaspá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 12:51 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur trú á að landsmenn nái að aðlagast veðurfarinu. Hann segir að vetrarveðráttan á Íslandi sé síbreytileg en mikill snjóþungi ætti þó ekki að koma mikið á óvart. vísir/vilhelm Á suðvesturhorninu horfir nú allt til betri vegar hvað veður og færð snertir en hægfara skil munu plaga íbúa á Suðausturlandi í dag þar sem allt útlit er fyrir samgöngutruflanir. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar og Bliku kveðst ekki sjá neitt sem minni á vorið í langtímahorfum. Íslendingar verði að aðlagast veðurfarinu - þeir hafi löngu sýnt að þeir séu þess megnugir. Það er ekki ofsögum sagt að hríðarveðrið í gær hafi sett samgöngur á suðvesturhorninu í uppnám en um tvöleytið er stefnt að opnun vegar um Hellisheiði. Vegurinn um Krýsuvík er hins vegar lokaður og það sama gildir um Mosfellsheiði en unnið er að mokstri. Suðvestantil herðir á frosti og er útlit fyrir að þar verði flughált í dag. Einar segir að skilin séu nú farin austur yfir. Gul hríðarviðvörun mun gilda á landinu suðaustanverðu til klukkan 17.00 síðdegis. „Það hefur heilmikill krapi fallið á vegi austan Víkur í nótt og í morgun. Úrkoman er að ágerast austur með ströndinni. Þau fara það hægt yfir þessi skil og jafnvel koma til baka að austan þeirra draga þau upp raka; snjókomu til fjalla og slyddu og rigningu á láglendi þannig að það er nú útlit fyrir að það verði hríðarveður meira og minna í dag og á morgun til dæmis á Fjarðarheiðinni og á Fagradal sem er nú þjóðbrautin þeirra fyrir austan að þar verður samfelld snjókoma meira og minna líka til morguns þannig að það er nú ekki útilokað og eiginlega bara mjög líklegt að snjórinn þar eigi eftir að valda einhverjum samgönguerfiðleikum á Austfjörðum.“ Lengi var útlit fyrir að djúp lægð sem nú er í Færeyjum myndi valda usla hér á landi á morgun en Einar segir að nú líti út fyrir að Ísland sleppi nokkuð vel. Næstu daga verður veðrið nokkuð skaplegt, ef suðausturhluti landsins er tekinn út fyrir sviga. Langtímahorfur sýni þó ekkert sem minni á vorið. „Við þurfum bara að aðlagast veðrinu og veðurfarinu og við höfum sýnt það hingað til að við erum þess alveg megnug.“ Veður Vegagerð Tengdar fréttir Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29 Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17 Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar og Bliku kveðst ekki sjá neitt sem minni á vorið í langtímahorfum. Íslendingar verði að aðlagast veðurfarinu - þeir hafi löngu sýnt að þeir séu þess megnugir. Það er ekki ofsögum sagt að hríðarveðrið í gær hafi sett samgöngur á suðvesturhorninu í uppnám en um tvöleytið er stefnt að opnun vegar um Hellisheiði. Vegurinn um Krýsuvík er hins vegar lokaður og það sama gildir um Mosfellsheiði en unnið er að mokstri. Suðvestantil herðir á frosti og er útlit fyrir að þar verði flughált í dag. Einar segir að skilin séu nú farin austur yfir. Gul hríðarviðvörun mun gilda á landinu suðaustanverðu til klukkan 17.00 síðdegis. „Það hefur heilmikill krapi fallið á vegi austan Víkur í nótt og í morgun. Úrkoman er að ágerast austur með ströndinni. Þau fara það hægt yfir þessi skil og jafnvel koma til baka að austan þeirra draga þau upp raka; snjókomu til fjalla og slyddu og rigningu á láglendi þannig að það er nú útlit fyrir að það verði hríðarveður meira og minna í dag og á morgun til dæmis á Fjarðarheiðinni og á Fagradal sem er nú þjóðbrautin þeirra fyrir austan að þar verður samfelld snjókoma meira og minna líka til morguns þannig að það er nú ekki útilokað og eiginlega bara mjög líklegt að snjórinn þar eigi eftir að valda einhverjum samgönguerfiðleikum á Austfjörðum.“ Lengi var útlit fyrir að djúp lægð sem nú er í Færeyjum myndi valda usla hér á landi á morgun en Einar segir að nú líti út fyrir að Ísland sleppi nokkuð vel. Næstu daga verður veðrið nokkuð skaplegt, ef suðausturhluti landsins er tekinn út fyrir sviga. Langtímahorfur sýni þó ekkert sem minni á vorið. „Við þurfum bara að aðlagast veðrinu og veðurfarinu og við höfum sýnt það hingað til að við erum þess alveg megnug.“
Veður Vegagerð Tengdar fréttir Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29 Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17 Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29
Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17
Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39