Sjóþunginn lék borgarbúa grátt: „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2022 13:26 Veruleiki margra í morgun. egill aðalsteinsson Töluverðum snjó kyngir niður á Suðvesturlandi og áttu margir hverjir erfitt með að komast til vinnu í morgun. Aðstæður verða krefjandi fyrir vegfarendur fram eftir degi og víða eru vegir lokaðir. Hljóðið í upphaf útvarpsfréttarinnar einkenndi morgun margra íbúa Suðvesturlands sem þurftu að moka bíla sína út úr stæðum til þess að komast til vinnu. Fréttastofa fór á stúfana um klukkan tíu í morgun og ræddi við vegfarendur sem unnu að því að ýta föstum bílum og koma sér til vinnu í snjóþunganum. Gengur þetta? „Já, já. Það þarf að moka þetta,“ sagði Þórarinn, þegar hann var að moka frá tröppunum að heimili sínu. Hvernig finnst þér snjórinn? „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur. Komin með nóg af þessu,“ sagði Elín, íbúi í Hlíðunum sem var að moka frá bílnum. Skyggni er ekki með besta móti.egill aðalsteinsson Vegir víða lokaðir Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að aðstæður verði mjög krefjandi fyrir vegfarendur á Suðvesturlandi í dag. Búast megi við því að færð á vegum versni þegar líður á daginn en víða er flughált. Vegir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs. Björgunarsveitirnar Ingunn og Tintron aðstoðuðu konu á Lyngdalsheiði sem hafði gengið í blindbyl í um tvo tíma í nótt, en hún óskaði eftir aðstoð eftir að hafa gengið frá snjóhúsi sem hún hafði dvalið í. Ekkert met slegið Veðurfræðingur á veðurstofunni segir að þó að snjókoma hafi verið mikil sé ekki um neitt met að ræða. „Nei þetta er alls ekki met snjór. Það mældust 25 cm á Bústaðarvegi í morgun. Meðaltal af dýptarmælingum sem voru gerðar. Það var meiri snjór í lok janúar, byrjun febrúar árið 2019 og þar áður árið 2017 þannig að metið er rúmir 50 cm frá árinu 2017,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs og segir Elín viðbúið að það verði vetrarástand og vetrarfærð næstu daga. Vonandi er þessi bíll ekki lengur fastur á bílastæðinu.egill aðalsteinsson Veður Reykjavík Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Hljóðið í upphaf útvarpsfréttarinnar einkenndi morgun margra íbúa Suðvesturlands sem þurftu að moka bíla sína út úr stæðum til þess að komast til vinnu. Fréttastofa fór á stúfana um klukkan tíu í morgun og ræddi við vegfarendur sem unnu að því að ýta föstum bílum og koma sér til vinnu í snjóþunganum. Gengur þetta? „Já, já. Það þarf að moka þetta,“ sagði Þórarinn, þegar hann var að moka frá tröppunum að heimili sínu. Hvernig finnst þér snjórinn? „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur. Komin með nóg af þessu,“ sagði Elín, íbúi í Hlíðunum sem var að moka frá bílnum. Skyggni er ekki með besta móti.egill aðalsteinsson Vegir víða lokaðir Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að aðstæður verði mjög krefjandi fyrir vegfarendur á Suðvesturlandi í dag. Búast megi við því að færð á vegum versni þegar líður á daginn en víða er flughált. Vegir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs. Björgunarsveitirnar Ingunn og Tintron aðstoðuðu konu á Lyngdalsheiði sem hafði gengið í blindbyl í um tvo tíma í nótt, en hún óskaði eftir aðstoð eftir að hafa gengið frá snjóhúsi sem hún hafði dvalið í. Ekkert met slegið Veðurfræðingur á veðurstofunni segir að þó að snjókoma hafi verið mikil sé ekki um neitt met að ræða. „Nei þetta er alls ekki met snjór. Það mældust 25 cm á Bústaðarvegi í morgun. Meðaltal af dýptarmælingum sem voru gerðar. Það var meiri snjór í lok janúar, byrjun febrúar árið 2019 og þar áður árið 2017 þannig að metið er rúmir 50 cm frá árinu 2017,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs og segir Elín viðbúið að það verði vetrarástand og vetrarfærð næstu daga. Vonandi er þessi bíll ekki lengur fastur á bílastæðinu.egill aðalsteinsson
Veður Reykjavík Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira