Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2022 12:47 Frá aðgerðum í nótt. Björgunarsveitin Ingunn Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. Konan hafði lagt upp frá snjóhúsi rétt vestan við Kringlumýri á Lyngdalsheiði hvar hún hafði dvalið um nóttina. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar, segir að konan hafi verið hluti af hópi nemenda við Háskóla Íslands. Um er að ræða námskeið við skólann þar sem gista átti í snjóhúsum í vetrarríki á svæðinu. Björgunarsveitarmaður í byl á Lyngdalsheiði í nótt.Björgunarsveitin Ingunn Haraldur segir um að ræða áfanga sem sé tengdur ferðaþjónustu með einhverjum hætti. Bæði sé gist í snjóhúsi í eitt skipti og svo í annað skipti sé tjaldað. Allir í hópnum hafi verið búnir að koma sér fyrir í snjóhúsi en þessari konu hafi verið orðið ískalt og ákveðið að yfirgefa svæðið. „Öllum var uppálagt að vekja kennarann ef það væri eitthvað að. Hún gerði það ekki heldur sendi honum skilaboð,“ segir Haraldur. Konan ætlaði að ganga í bíl sinn sem var staðsettur í líklega um kílómetra fjarlægð. Sökum veðurs hafi hún ekki ratað á réttan stað. Frá aðgerðum Ingunnar og Tintron í nótt.Björgunarsveitin Ingunn „Hún ráfaði um heiðina í rúma tvo tíma, sagðist hafa gengið í hringi. Hún var með Googlemaps opið og var að reyna að finna bílinn sinn. Svo þegar tuttugu prósent voru eftir af hleðslunni á símanum þá hringdi hún í Neyðarlínuna og gaf upp staðsetningu.“ Fyrir einskæra tilviljun hafi einn úr björgunarsveitinni Ingunni verið á leið yfir heiðina á sama tíma í nótt. Haraldur hafi verið búinn að finna út hvar konuna væri að finna og það hafi verið skammt frá þar sem björgunarsveitarmaðurinn var á ferð á fjallajeppa. Gekk sér til hita Bílstjórinn hafi kveikt ljós á jeppanum og í framhaldinu hafi átta manna hópur komið að björguninni þar sem snjósleði var notaður. Konan hafi verið vel útitekin og þreytt en ekki svo kalt þar sem hún hafi gengið sér til hita. Planið hafi verið að aka konunni heim en þá hafi heiðin verið orðin ófær. Konan dvelji því á Laugavatni enda komist hún hvorki lönd né strönd. Haraldur segir að hópurinn hafi látið vita af sér í morgun. Allir hafi verið hressir og undirbúningur fyrir morgunmat verið í fullum gangi. Kennarinn sé fagmaður fram í fingurgóma og þekki vel til í aðstæðum sem þessum. Sveitin sinnti einu verkefni til viðbótar í nótt þegar ferðamenn festu bíl sinn í skafli. Veður Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Konan hafði lagt upp frá snjóhúsi rétt vestan við Kringlumýri á Lyngdalsheiði hvar hún hafði dvalið um nóttina. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar, segir að konan hafi verið hluti af hópi nemenda við Háskóla Íslands. Um er að ræða námskeið við skólann þar sem gista átti í snjóhúsum í vetrarríki á svæðinu. Björgunarsveitarmaður í byl á Lyngdalsheiði í nótt.Björgunarsveitin Ingunn Haraldur segir um að ræða áfanga sem sé tengdur ferðaþjónustu með einhverjum hætti. Bæði sé gist í snjóhúsi í eitt skipti og svo í annað skipti sé tjaldað. Allir í hópnum hafi verið búnir að koma sér fyrir í snjóhúsi en þessari konu hafi verið orðið ískalt og ákveðið að yfirgefa svæðið. „Öllum var uppálagt að vekja kennarann ef það væri eitthvað að. Hún gerði það ekki heldur sendi honum skilaboð,“ segir Haraldur. Konan ætlaði að ganga í bíl sinn sem var staðsettur í líklega um kílómetra fjarlægð. Sökum veðurs hafi hún ekki ratað á réttan stað. Frá aðgerðum Ingunnar og Tintron í nótt.Björgunarsveitin Ingunn „Hún ráfaði um heiðina í rúma tvo tíma, sagðist hafa gengið í hringi. Hún var með Googlemaps opið og var að reyna að finna bílinn sinn. Svo þegar tuttugu prósent voru eftir af hleðslunni á símanum þá hringdi hún í Neyðarlínuna og gaf upp staðsetningu.“ Fyrir einskæra tilviljun hafi einn úr björgunarsveitinni Ingunni verið á leið yfir heiðina á sama tíma í nótt. Haraldur hafi verið búinn að finna út hvar konuna væri að finna og það hafi verið skammt frá þar sem björgunarsveitarmaðurinn var á ferð á fjallajeppa. Gekk sér til hita Bílstjórinn hafi kveikt ljós á jeppanum og í framhaldinu hafi átta manna hópur komið að björguninni þar sem snjósleði var notaður. Konan hafi verið vel útitekin og þreytt en ekki svo kalt þar sem hún hafi gengið sér til hita. Planið hafi verið að aka konunni heim en þá hafi heiðin verið orðin ófær. Konan dvelji því á Laugavatni enda komist hún hvorki lönd né strönd. Haraldur segir að hópurinn hafi látið vita af sér í morgun. Allir hafi verið hressir og undirbúningur fyrir morgunmat verið í fullum gangi. Kennarinn sé fagmaður fram í fingurgóma og þekki vel til í aðstæðum sem þessum. Sveitin sinnti einu verkefni til viðbótar í nótt þegar ferðamenn festu bíl sinn í skafli.
Veður Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira