Send heim af Ólympíuleikunum: Hjarta mitt er brostið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 14:00 Það þurfti að bera hin norsku Ingrid Landmark Tandrevold af keppnissvæðinu eftir síðustu greinina hennar. Getty/Tom Weller Norska skíðaskotfimikonan Ingrid Landmark Tandrevold tekur ekki þátt í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hún var send heim af leikunum af læknisráði. Tandrevold kom fram á blaðamannafundi þar sem farið var yfir ástæður þess að hún má ekki keppa meira á leikunum. Tandrevold átti mjög erfitt fyrir framan fjölmiðlafólkið og fyrr en varir fóru tárin að renna. „Það er alveg ljóst að keppnismanneskjan í mér vildi keppa en,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold áður norsku liðslæknirinn tók af henni orðið. Biathlon-Heartbroken Tandrevold heads home after finish line collapse https://t.co/ErtUJOyugR pic.twitter.com/Kbkc5BSV0H— Reuters (@Reuters) February 14, 2022 „Það var ég sem þurfti að taka þessa ákvörðun og segja hingað en ekki lengra. Stundum þarf maður að taka slæma ákvörðun fyrir viðkomandi til að passa upp á hann,“ sagði Lars Kolsrud læknir. Hin 25 ára gamla norska skíðakona var vissulega búin að eiga mjög erfiða leika. Í bæði sprettgöngunni og eltigöngunni þá hneig hún niður eftir að hafa komist yfir marklínuna. Hún var ein í þriðja sæti í eltigöngunni þegar einn kílómetri var eftir en þá hrundi allt hjá henni og hún endaði bara í fjórtánda sæti. Norway's Ingrid Tandrevold, who was in position to reach the podium, required medical attention after finishing the 10km biathlon racehttps://t.co/4pcb8oFW0M— CBC Olympics (@CBCOlympics) February 13, 2022 Sérfræðingar innan norska liðsins telja að þunna loftið hafi reynst henni svona skeinuhætt. „Ég var að eiga einn minn besta dag í íþróttinni en allt í einu breyttist hann í þann versta,“ sagði Ingrid. „Nú er orðið ljóst að ég má ekki keppa meira á þessum Ólympíuleikum af heilsufarsástæðum. Mér þykir þetta mjög leitt auðvitað. Hjarta mitt er brostið og það er ekki af heilsuleysi,“ sagði Ingrid grátandi. Hún mun gangast undir ítarlegar rannsóknir þegar hún kemur heim til Noregs. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Tandrevold kom fram á blaðamannafundi þar sem farið var yfir ástæður þess að hún má ekki keppa meira á leikunum. Tandrevold átti mjög erfitt fyrir framan fjölmiðlafólkið og fyrr en varir fóru tárin að renna. „Það er alveg ljóst að keppnismanneskjan í mér vildi keppa en,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold áður norsku liðslæknirinn tók af henni orðið. Biathlon-Heartbroken Tandrevold heads home after finish line collapse https://t.co/ErtUJOyugR pic.twitter.com/Kbkc5BSV0H— Reuters (@Reuters) February 14, 2022 „Það var ég sem þurfti að taka þessa ákvörðun og segja hingað en ekki lengra. Stundum þarf maður að taka slæma ákvörðun fyrir viðkomandi til að passa upp á hann,“ sagði Lars Kolsrud læknir. Hin 25 ára gamla norska skíðakona var vissulega búin að eiga mjög erfiða leika. Í bæði sprettgöngunni og eltigöngunni þá hneig hún niður eftir að hafa komist yfir marklínuna. Hún var ein í þriðja sæti í eltigöngunni þegar einn kílómetri var eftir en þá hrundi allt hjá henni og hún endaði bara í fjórtánda sæti. Norway's Ingrid Tandrevold, who was in position to reach the podium, required medical attention after finishing the 10km biathlon racehttps://t.co/4pcb8oFW0M— CBC Olympics (@CBCOlympics) February 13, 2022 Sérfræðingar innan norska liðsins telja að þunna loftið hafi reynst henni svona skeinuhætt. „Ég var að eiga einn minn besta dag í íþróttinni en allt í einu breyttist hann í þann versta,“ sagði Ingrid. „Nú er orðið ljóst að ég má ekki keppa meira á þessum Ólympíuleikum af heilsufarsástæðum. Mér þykir þetta mjög leitt auðvitað. Hjarta mitt er brostið og það er ekki af heilsuleysi,“ sagði Ingrid grátandi. Hún mun gangast undir ítarlegar rannsóknir þegar hún kemur heim til Noregs.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira