Send heim af Ólympíuleikunum: Hjarta mitt er brostið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 14:00 Það þurfti að bera hin norsku Ingrid Landmark Tandrevold af keppnissvæðinu eftir síðustu greinina hennar. Getty/Tom Weller Norska skíðaskotfimikonan Ingrid Landmark Tandrevold tekur ekki þátt í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hún var send heim af leikunum af læknisráði. Tandrevold kom fram á blaðamannafundi þar sem farið var yfir ástæður þess að hún má ekki keppa meira á leikunum. Tandrevold átti mjög erfitt fyrir framan fjölmiðlafólkið og fyrr en varir fóru tárin að renna. „Það er alveg ljóst að keppnismanneskjan í mér vildi keppa en,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold áður norsku liðslæknirinn tók af henni orðið. Biathlon-Heartbroken Tandrevold heads home after finish line collapse https://t.co/ErtUJOyugR pic.twitter.com/Kbkc5BSV0H— Reuters (@Reuters) February 14, 2022 „Það var ég sem þurfti að taka þessa ákvörðun og segja hingað en ekki lengra. Stundum þarf maður að taka slæma ákvörðun fyrir viðkomandi til að passa upp á hann,“ sagði Lars Kolsrud læknir. Hin 25 ára gamla norska skíðakona var vissulega búin að eiga mjög erfiða leika. Í bæði sprettgöngunni og eltigöngunni þá hneig hún niður eftir að hafa komist yfir marklínuna. Hún var ein í þriðja sæti í eltigöngunni þegar einn kílómetri var eftir en þá hrundi allt hjá henni og hún endaði bara í fjórtánda sæti. Norway's Ingrid Tandrevold, who was in position to reach the podium, required medical attention after finishing the 10km biathlon racehttps://t.co/4pcb8oFW0M— CBC Olympics (@CBCOlympics) February 13, 2022 Sérfræðingar innan norska liðsins telja að þunna loftið hafi reynst henni svona skeinuhætt. „Ég var að eiga einn minn besta dag í íþróttinni en allt í einu breyttist hann í þann versta,“ sagði Ingrid. „Nú er orðið ljóst að ég má ekki keppa meira á þessum Ólympíuleikum af heilsufarsástæðum. Mér þykir þetta mjög leitt auðvitað. Hjarta mitt er brostið og það er ekki af heilsuleysi,“ sagði Ingrid grátandi. Hún mun gangast undir ítarlegar rannsóknir þegar hún kemur heim til Noregs. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Tandrevold kom fram á blaðamannafundi þar sem farið var yfir ástæður þess að hún má ekki keppa meira á leikunum. Tandrevold átti mjög erfitt fyrir framan fjölmiðlafólkið og fyrr en varir fóru tárin að renna. „Það er alveg ljóst að keppnismanneskjan í mér vildi keppa en,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold áður norsku liðslæknirinn tók af henni orðið. Biathlon-Heartbroken Tandrevold heads home after finish line collapse https://t.co/ErtUJOyugR pic.twitter.com/Kbkc5BSV0H— Reuters (@Reuters) February 14, 2022 „Það var ég sem þurfti að taka þessa ákvörðun og segja hingað en ekki lengra. Stundum þarf maður að taka slæma ákvörðun fyrir viðkomandi til að passa upp á hann,“ sagði Lars Kolsrud læknir. Hin 25 ára gamla norska skíðakona var vissulega búin að eiga mjög erfiða leika. Í bæði sprettgöngunni og eltigöngunni þá hneig hún niður eftir að hafa komist yfir marklínuna. Hún var ein í þriðja sæti í eltigöngunni þegar einn kílómetri var eftir en þá hrundi allt hjá henni og hún endaði bara í fjórtánda sæti. Norway's Ingrid Tandrevold, who was in position to reach the podium, required medical attention after finishing the 10km biathlon racehttps://t.co/4pcb8oFW0M— CBC Olympics (@CBCOlympics) February 13, 2022 Sérfræðingar innan norska liðsins telja að þunna loftið hafi reynst henni svona skeinuhætt. „Ég var að eiga einn minn besta dag í íþróttinni en allt í einu breyttist hann í þann versta,“ sagði Ingrid. „Nú er orðið ljóst að ég má ekki keppa meira á þessum Ólympíuleikum af heilsufarsástæðum. Mér þykir þetta mjög leitt auðvitað. Hjarta mitt er brostið og það er ekki af heilsuleysi,“ sagði Ingrid grátandi. Hún mun gangast undir ítarlegar rannsóknir þegar hún kemur heim til Noregs.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti