Valieva fær að keppa þrátt fyrir lyfjaprófið Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 08:34 Kamila Valieva er afar líkleg til að vinna einstaklingskeppnina í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum. Getty/Valery Sharifulin Hin 15 ára gamla Kamila Valieva hefur fengið leyfi til að halda áfram að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking þrátt fyrir að hafa greinst með bannað, árangursaukandi hjartalyf. Þetta er niðurstaða CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Aldur Valievu spilaði inn í ákvörðun CAS. Valieva, sem keppir fyrir lið ólympíunefndar Rússlands þar sem að Rússar eru í banni vegna lyfjahneykslisins þar í landi, getur því keppt í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir hún með yfirburðum sigurstranglegust en vinni hún sigur gæti hún verið svipt ólympíumeistaratitlinum síðar. Valieva var í lykilhlutverki þegar Rússar unnu sigur í liðakeppninni í listdansi á skautum í síðustu viku. Eftir keppnina fór hins vegar engin verðlaunaafhending fram, þar sem að upplýsingar bárust um að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var á rússneska meistaramótinu í desember. Rússneska lyfjaeftirlitið, sem sinnti lyfjaeftirliti á mótinu, úrskurðaði Valievu í tímabundið bann síðastliðinn þriðjudag en aflétti því eftir að Valieva kærði þann úrskurð. Þeirri ákvörðun var eins og fyrr segir áfrýjað til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag og sagði að það myndi ekki setja tímabundna bannið á aftur. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins 15 ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. En þó að Valieva fái núna að keppa, og líklegt sé að hún fagni sigri, þá getur eins og fyrr segir farið svo að hún verði svipt verðlaunum eftir leikana. Alþjóða ólympíunefndin og alþjóða skautasambandið hafa gefið út að þau muni hlíta niðurstöðu CAS og ekki setja sig á móti þátttöku Valievu. Bandaríska ólympíunefndin hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu og lýst yfir „vonbrigðum með þau skilaboð sem þessi niðurstaða sendir út“. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Rússland Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Aldur Valievu spilaði inn í ákvörðun CAS. Valieva, sem keppir fyrir lið ólympíunefndar Rússlands þar sem að Rússar eru í banni vegna lyfjahneykslisins þar í landi, getur því keppt í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir hún með yfirburðum sigurstranglegust en vinni hún sigur gæti hún verið svipt ólympíumeistaratitlinum síðar. Valieva var í lykilhlutverki þegar Rússar unnu sigur í liðakeppninni í listdansi á skautum í síðustu viku. Eftir keppnina fór hins vegar engin verðlaunaafhending fram, þar sem að upplýsingar bárust um að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var á rússneska meistaramótinu í desember. Rússneska lyfjaeftirlitið, sem sinnti lyfjaeftirliti á mótinu, úrskurðaði Valievu í tímabundið bann síðastliðinn þriðjudag en aflétti því eftir að Valieva kærði þann úrskurð. Þeirri ákvörðun var eins og fyrr segir áfrýjað til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag og sagði að það myndi ekki setja tímabundna bannið á aftur. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins 15 ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. En þó að Valieva fái núna að keppa, og líklegt sé að hún fagni sigri, þá getur eins og fyrr segir farið svo að hún verði svipt verðlaunum eftir leikana. Alþjóða ólympíunefndin og alþjóða skautasambandið hafa gefið út að þau muni hlíta niðurstöðu CAS og ekki setja sig á móti þátttöku Valievu. Bandaríska ólympíunefndin hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu og lýst yfir „vonbrigðum með þau skilaboð sem þessi niðurstaða sendir út“.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Rússland Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti