Þingmaður VG segir mikilvægt að öryggi íbúa sé tryggt: „Við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. febrúar 2022 19:27 Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir fréttir af skotárásum hafa færst nær og nær. Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segir skotárásir undanfarið hafa vakið upp óhug meðal margra en hún segir mikilvægt að Ísland sýni frumkvæði í að tryggja öryggi borgara. Hún hafi verið með í undirbúningi frumvarp um endurskoðun skotvopnalaga en ákveðið að leggja það ekki fram þar sem stjórnarfrumvarp þess efnis er í farvatninu. Í aðsendri grein sem Jódís birtir á Vísi í dag segir hún að mikil umræða hafi skapast um skotvopnaeign almennings undanfarin ár, til að mynda eftir fjölda skotárása í bandarískum háskólum. Nú hafa fréttir af skotárásum færst nær. „Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg,“ segir Jódís í greininni. Nú síðast í nótt var skotárás í miðborg Reykjavíkur þar sem íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var skotinn í brjóstið. Hann var fluttur á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu en þrír voru handteknir eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitar. Sjálf kveðst hún vera skotvopnaeigandi og segir skotvopn ekki í eðli sínum hættuleg en tryggja þurfi öryggi. Þá að það hafi verið meðal hennar fyrstu verka eftir að hún settist á þing að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. „Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu,“ segir Jódís. Hún hafi þó eftir samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákveðið að leggja ekki fram umrætt frumvarp þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga væri í farvatninu. „Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi,“ segir Jódís. „Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum.“ Vinstri græn Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Sýnum frumkvæði Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. 13. febrúar 2022 18:30 „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Í aðsendri grein sem Jódís birtir á Vísi í dag segir hún að mikil umræða hafi skapast um skotvopnaeign almennings undanfarin ár, til að mynda eftir fjölda skotárása í bandarískum háskólum. Nú hafa fréttir af skotárásum færst nær. „Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg,“ segir Jódís í greininni. Nú síðast í nótt var skotárás í miðborg Reykjavíkur þar sem íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var skotinn í brjóstið. Hann var fluttur á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu en þrír voru handteknir eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitar. Sjálf kveðst hún vera skotvopnaeigandi og segir skotvopn ekki í eðli sínum hættuleg en tryggja þurfi öryggi. Þá að það hafi verið meðal hennar fyrstu verka eftir að hún settist á þing að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. „Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu,“ segir Jódís. Hún hafi þó eftir samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákveðið að leggja ekki fram umrætt frumvarp þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga væri í farvatninu. „Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi,“ segir Jódís. „Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum.“
Vinstri græn Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Sýnum frumkvæði Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. 13. febrúar 2022 18:30 „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10
Sýnum frumkvæði Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. 13. febrúar 2022 18:30
„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37