Margfaldir verðlaunahundar en eru þó taldir heimskustu hundar í heimi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2022 20:03 Hálfsysturnar Stefanía Stella Baldursdóttir (t.v.) og Anna Dís Arnarsdóttir, sem hafa náð góðum árangri í ræktun sinna enda eru hundarnir þeim allt. Anna Dís heldur á Glowie. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann heitir Tinni og er alþjóðlegur meistari, Norðurlandameistari, íslenskur meistari og íslenskur ungliðameistari og hún heitir Nóra og er ungliðameistari í Bozniu&Herzegovinu, Króatíu, Slóveníu, Macedoniu og Rúmeníu. Hér erum við að tala um tvo hunda þar sem eigendur þeirra hafa ekki undan við að taka á móti viðurkenningum og verðlaunum fyrir þá. Það er gaman að koma inn á heimili hjá hálfsystrunum Stefaníu Stellu og Önnu Dís í Grafarvogi því þær eru að rækta mjög sérstaka hunda, sem eru stórir og með mikinn feld. Þá eru þær líka með tík, sem heitir Gloví, sem er með eitt íslenskt meistarastig og ungliðameistarastig. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow. Tíkin er innflutt frá Rússlandi en rakkinn er fæddur á Íslandi. Um 30 hundar af þessari tegund eru til víðs vegar um landið. „Þetta eru hundar ættaðir frá Afganistan og þeir eru mjög loðnir og stórir. Þeir eru í tegundahóp 10, sem eru mjóhundar, þannig að þeir hlaupa mjög hratt,“ segir Anna Dís og Stefanía Stella bætir strax við. Stefanía Stella með Tinna á hundasýningu.Einkasafn „Þeir eru taldir vera heimskustu hundar í heimi en þeir eru það ekki. Þeir eru með rökhugsun, sem er mjög sjaldgæft í hundum en þeir gera ekki bara alltaf allt fyrir manninn. Þetta er eins og ef þú myndir segja border collie hundi að hoppa fram af klett þá myndi hann gera það, en ef þú myndir segja Afgan hundi gera það þá myndi hann bara segja „hoppaðu sjálfur“.“ Frábær mynd, sem Anna Dís tók nýlega af Glowie og Nóru í göngutúr.Einkasafn Systurnar segja hundana mjög fyndnar týpur, þeir læðist t.d. um á nóttunni til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi innan dyra. Hundarnir eru báðir baðaðir og blásnir einu sinni í viku til að viðhalda þeim flækjufríum. Systurnar ætla að para hundana saman og fá undan þeim hvolpa. Tinni og Nóra, sem hafa unnið til fjölda, fjölda verðlauna.Aðsend „Það þarf svona ákveðið fólk til að taka við svona hundum. Þeir eru ekki mjög góðir, sem fyrsti hundur til að eiga en það er mjög mikil eftirspurn eftir þeim erlendis,“ segir Stefanía Stella. Hillur og skápar á heimilinu eru fullir af verðlaunagripum, sem systurnar hafa fengið fyrir hundana og ræktunina sína. Falldurinn er einstaklega fallegur á hundunum. Hér er Nóra, sem hefur m.a. leikið í auglýsingum með góðum árangri.Einkasafn „Það er rosalega gaman þegar gengur svona vel. Stefanía Stella sér um að sýna hundana, ég sé hins vegar um að gera þá tilbúna fyrir hringinn, þannig að þetta er algjör samvinna“, segir Anna Dís. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow Hundarnir eru baðaðir og blásnir einu sinni í viku. Þeir eru sponsaðir af K9 competition vörunumEinkasafn Reykjavík Hundar Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Það er gaman að koma inn á heimili hjá hálfsystrunum Stefaníu Stellu og Önnu Dís í Grafarvogi því þær eru að rækta mjög sérstaka hunda, sem eru stórir og með mikinn feld. Þá eru þær líka með tík, sem heitir Gloví, sem er með eitt íslenskt meistarastig og ungliðameistarastig. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow. Tíkin er innflutt frá Rússlandi en rakkinn er fæddur á Íslandi. Um 30 hundar af þessari tegund eru til víðs vegar um landið. „Þetta eru hundar ættaðir frá Afganistan og þeir eru mjög loðnir og stórir. Þeir eru í tegundahóp 10, sem eru mjóhundar, þannig að þeir hlaupa mjög hratt,“ segir Anna Dís og Stefanía Stella bætir strax við. Stefanía Stella með Tinna á hundasýningu.Einkasafn „Þeir eru taldir vera heimskustu hundar í heimi en þeir eru það ekki. Þeir eru með rökhugsun, sem er mjög sjaldgæft í hundum en þeir gera ekki bara alltaf allt fyrir manninn. Þetta er eins og ef þú myndir segja border collie hundi að hoppa fram af klett þá myndi hann gera það, en ef þú myndir segja Afgan hundi gera það þá myndi hann bara segja „hoppaðu sjálfur“.“ Frábær mynd, sem Anna Dís tók nýlega af Glowie og Nóru í göngutúr.Einkasafn Systurnar segja hundana mjög fyndnar týpur, þeir læðist t.d. um á nóttunni til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi innan dyra. Hundarnir eru báðir baðaðir og blásnir einu sinni í viku til að viðhalda þeim flækjufríum. Systurnar ætla að para hundana saman og fá undan þeim hvolpa. Tinni og Nóra, sem hafa unnið til fjölda, fjölda verðlauna.Aðsend „Það þarf svona ákveðið fólk til að taka við svona hundum. Þeir eru ekki mjög góðir, sem fyrsti hundur til að eiga en það er mjög mikil eftirspurn eftir þeim erlendis,“ segir Stefanía Stella. Hillur og skápar á heimilinu eru fullir af verðlaunagripum, sem systurnar hafa fengið fyrir hundana og ræktunina sína. Falldurinn er einstaklega fallegur á hundunum. Hér er Nóra, sem hefur m.a. leikið í auglýsingum með góðum árangri.Einkasafn „Það er rosalega gaman þegar gengur svona vel. Stefanía Stella sér um að sýna hundana, ég sé hins vegar um að gera þá tilbúna fyrir hringinn, þannig að þetta er algjör samvinna“, segir Anna Dís. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow Hundarnir eru baðaðir og blásnir einu sinni í viku. Þeir eru sponsaðir af K9 competition vörunumEinkasafn
Reykjavík Hundar Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira