Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 23:00 Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi. Lengi getur vont versnað er kannski orðtak sem nær ágætlega utan um stöðu þorra afgönsku þjóðarinnar sem framkvæmdastjóri UNICEF segir einfaldlega í heljargreipum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Vísir/Arnar „Fyrir utan vetrarkulda er mikill fæðuskortur og um helmingur barna undir fimm ára aldri býr við vannæringu sem getur orðið lífshættuleg ef ekki er gripið inn í,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. Við þetta bætist pólitískur óstöðugleiki og efnahagshrun eftir valdatöku talíbana auk þess sem fleiri farsóttir en covid herja á börn - líkt og mislingar og mænusótt. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði á svipuðum nótum á dögunum og líkti daglegu lífi við „frosið helvíti” og sagði þjóðina hanga á bláþráði hálfu ári eftir valdatöku talíbana. Þetta þekkir Gulnaz, ung móðir sem missti vinnuna eftir valdatökuna og fréttamaður AP hitti nýverið. Líkt og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni kemur hún sér nú fyrir daglega við hraðahindrun á vegi sem liggur að Kabúl. Þar situr hún í nístandi kulda með átján mánaða son sinn í von um að betla pening af ökumönnum á leið til höfuðborgarinnar. Gulnaz situr með átján mánaða gamlan son sin við vegkant nærri Kabúl.AP „Við erum hvorki með rafmagn né hita, börnin mín fá varla neitt að borða og eru svöng. Það er vetur og við eigum ekkert til að halda á okkur hita. Við eigum ekkert og á hverjum degi, hvort sem það rignir eða snjóar, komum við og sitjum hérna,” sagði Gulnaz. „Fólk er bara búið með öll venjuleg bjargráð. Það eru engin bjargráð eftir,” segir Birna. „Og það grípur bara til þeirra ráða sem það getur til þess að tryggja öryggi sitt og sinna nánustu. Þetta eru bara aðstæður sem við eigum mjög erfitt ímynda okkur.” Um helmingur barna undir fimm ára aldri í Afganistan býr við vannæringu.AP Sameinuðu þjóðirnar hafa uppi stærsta mannúðarákall sögunnar fyrir Afganistan í ár og beðið er um fimm milljarða bandaríkjadala í aðstoð. Þar af biður barnahjálpin um tvo og hálfan milljarð. UNICEF á Íslandi gegnir þar hlutverki með söfnun í gegnum sms og á heimasíðu sinni. Birna segir söfnunarfé meðal annars hafa nýst í bólusetningarátak gegn mænusótt hjá börnum í janúar. „Og í nóvember greiddi UNICEF laun um tíu þúsund starfsmanna heilsugæslna til þess að tryggja að þau gætu haldið áfram að mæta í vinnuna og séð fyrir sér og sínum,” segir Birna. Brýn þörf er á því þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur unnið að hluta launalaust þar sem heilbrigðiskerfið er einfaldlega í molum. Þá segja læknar bráðan skort á nauðsynjum til þess að aðstoða þá sem þurfa læknishjálp. Birna segir markmiðið að tryggja lágmarks innviði og næringu. „Slagurinn núna er bara að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu samfélagsins.” Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Lengi getur vont versnað er kannski orðtak sem nær ágætlega utan um stöðu þorra afgönsku þjóðarinnar sem framkvæmdastjóri UNICEF segir einfaldlega í heljargreipum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Vísir/Arnar „Fyrir utan vetrarkulda er mikill fæðuskortur og um helmingur barna undir fimm ára aldri býr við vannæringu sem getur orðið lífshættuleg ef ekki er gripið inn í,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. Við þetta bætist pólitískur óstöðugleiki og efnahagshrun eftir valdatöku talíbana auk þess sem fleiri farsóttir en covid herja á börn - líkt og mislingar og mænusótt. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði á svipuðum nótum á dögunum og líkti daglegu lífi við „frosið helvíti” og sagði þjóðina hanga á bláþráði hálfu ári eftir valdatöku talíbana. Þetta þekkir Gulnaz, ung móðir sem missti vinnuna eftir valdatökuna og fréttamaður AP hitti nýverið. Líkt og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni kemur hún sér nú fyrir daglega við hraðahindrun á vegi sem liggur að Kabúl. Þar situr hún í nístandi kulda með átján mánaða son sinn í von um að betla pening af ökumönnum á leið til höfuðborgarinnar. Gulnaz situr með átján mánaða gamlan son sin við vegkant nærri Kabúl.AP „Við erum hvorki með rafmagn né hita, börnin mín fá varla neitt að borða og eru svöng. Það er vetur og við eigum ekkert til að halda á okkur hita. Við eigum ekkert og á hverjum degi, hvort sem það rignir eða snjóar, komum við og sitjum hérna,” sagði Gulnaz. „Fólk er bara búið með öll venjuleg bjargráð. Það eru engin bjargráð eftir,” segir Birna. „Og það grípur bara til þeirra ráða sem það getur til þess að tryggja öryggi sitt og sinna nánustu. Þetta eru bara aðstæður sem við eigum mjög erfitt ímynda okkur.” Um helmingur barna undir fimm ára aldri í Afganistan býr við vannæringu.AP Sameinuðu þjóðirnar hafa uppi stærsta mannúðarákall sögunnar fyrir Afganistan í ár og beðið er um fimm milljarða bandaríkjadala í aðstoð. Þar af biður barnahjálpin um tvo og hálfan milljarð. UNICEF á Íslandi gegnir þar hlutverki með söfnun í gegnum sms og á heimasíðu sinni. Birna segir söfnunarfé meðal annars hafa nýst í bólusetningarátak gegn mænusótt hjá börnum í janúar. „Og í nóvember greiddi UNICEF laun um tíu þúsund starfsmanna heilsugæslna til þess að tryggja að þau gætu haldið áfram að mæta í vinnuna og séð fyrir sér og sínum,” segir Birna. Brýn þörf er á því þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur unnið að hluta launalaust þar sem heilbrigðiskerfið er einfaldlega í molum. Þá segja læknar bráðan skort á nauðsynjum til þess að aðstoða þá sem þurfa læknishjálp. Birna segir markmiðið að tryggja lágmarks innviði og næringu. „Slagurinn núna er bara að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu samfélagsins.”
Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu