Hvolsvöllur er að springa út – Byggt og byggt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2022 14:01 Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað á Hvolsvelli enda er sveitarfélagið að springa út með mikilli fjölgun íbúa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftirspurn eftir lóðum og nýju húsnæði á Hvolsvelli hefur aldrei verið eins mikil og nú. Byggt og byggt er á staðnum og ný íbúðarhverfi gerð klár, auk þess sem nokkrar nýjar verslanir hafa opnað. Hvolsvöllur, sem tilheyrir Rangárþingi eystra er eitt af þeim sveitarfélögum á Suðurlandi, sem er að springa út. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki og þá hefur sveitarstjórn varla undan við að skipuleggja ný íbúðahverfi. Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Okkur hefur fjölgað mjög hratt undanfarið, við erum alveg að ná tvö þúsund, það er gott. Hér eru líka að opna ný fyrirtæki eins og hársnyrtistofur, barnafataverslanir og hér er verið að byggja fullt af nýju atvinnuhúsnæði og það er heilmikil eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði, þannig að já, það er mjög blómlegt líf hér,“ segir Lilja. Þá er einnig verið að byggja nýjan leikskóla á Hvolsvelli, sem er stærsta einstaka verkefni sveitarfélagsins. „Við eigum hérna ný íbúðarhverfi, sem er nýbúið að deiliskipuleggja og við eigum eitthvað af lausum lóðum enn þá. Svo erum við náttúrulega með tilbúin skipulög þó það sé ekki búið að framkvæma gatnagerð, þannig að það er allt saman til reiðu og verður bara farið í jafn harðan,“ bætir Lilja við. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stolt af því hvað samfélagið á Hvolsvelli fer stækkandi og stækkandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir frábært að sjá hvað Hvolsvöllur er að stækka og hvað það er mikið líf á staðnum, það sé alls staðar verið að framkvæma eitthvað spennandi. „Já, það er svo skemmtilegt að hér flyst svo mikið af fjölskyldufólki. Við sjáum það að það er mikil ásókn hjá ungu fólki að komast út á land og njóta þess, sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða þar sem það er aðeins minna stress og færri skutl og fleiri klukkutímar í sólarhringnum eins og við segjum. Við segjum bara velkomin heim þegar fólk vill flytja til okkar,“ segir stoltur sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á Hvolsvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hvolsvöllur, sem tilheyrir Rangárþingi eystra er eitt af þeim sveitarfélögum á Suðurlandi, sem er að springa út. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki og þá hefur sveitarstjórn varla undan við að skipuleggja ný íbúðahverfi. Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Okkur hefur fjölgað mjög hratt undanfarið, við erum alveg að ná tvö þúsund, það er gott. Hér eru líka að opna ný fyrirtæki eins og hársnyrtistofur, barnafataverslanir og hér er verið að byggja fullt af nýju atvinnuhúsnæði og það er heilmikil eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði, þannig að já, það er mjög blómlegt líf hér,“ segir Lilja. Þá er einnig verið að byggja nýjan leikskóla á Hvolsvelli, sem er stærsta einstaka verkefni sveitarfélagsins. „Við eigum hérna ný íbúðarhverfi, sem er nýbúið að deiliskipuleggja og við eigum eitthvað af lausum lóðum enn þá. Svo erum við náttúrulega með tilbúin skipulög þó það sé ekki búið að framkvæma gatnagerð, þannig að það er allt saman til reiðu og verður bara farið í jafn harðan,“ bætir Lilja við. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stolt af því hvað samfélagið á Hvolsvelli fer stækkandi og stækkandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir frábært að sjá hvað Hvolsvöllur er að stækka og hvað það er mikið líf á staðnum, það sé alls staðar verið að framkvæma eitthvað spennandi. „Já, það er svo skemmtilegt að hér flyst svo mikið af fjölskyldufólki. Við sjáum það að það er mikil ásókn hjá ungu fólki að komast út á land og njóta þess, sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða þar sem það er aðeins minna stress og færri skutl og fleiri klukkutímar í sólarhringnum eins og við segjum. Við segjum bara velkomin heim þegar fólk vill flytja til okkar,“ segir stoltur sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á Hvolsvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira