Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. febrúar 2022 23:48 Ekkert lát hefur verið á mótmælunum í dag. Getty/Cole Burston Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. Mótmælin eru hluti af Frelsislestar-mótmælunum svokölluðu sem hafa verið í gangi víðs vegar um Kanada en þau hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur. Upprunalega var um að ræða mótmæli vörubílsstjóra vegna bólusetningarskyldu en síðar meir tóku þau almennt að snúa að hvers kyns takmörkunum vegna Covid. Dómstóll úrskurðaði í gær að mótmælunum á brúnni yrði hætt en um er að ræða mikilvæga flutningsleið og hafa atvinnugreinasamtök lýst því yfir að mótmælin séu að valda þeim gríðarlegu tjóni. Úrskurðurinn tók gildi klukkan 19 að staðartíma í gær og gaf lögregla skömmu síðar út tilkynningu um að allir þeir sem enn væru á staðnum gætu átt yfir höfði sér ákæru. Í morgun virtust mótmælin vera að tvístrast en fleiri tóku að mæta þegar líða fór á daginn. Að því er kemur fram í frétt BBC eru lögreglumenn nú byrjaðir að vísa fólki af brúnni en enn eru töluvert margir á staðnum, að því er kemur fram í frétt CTV um málið. Drew Dilkens, bæjarstjóri Windsor í Kanada, segist búast við því að málið verði leyst um helgina en hann segir koma til greina að lögregla beiti valdi til að koma fólki frá. Mótmælin fara þó einnig fram víðar en við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Ottawa er búist við fleiri mæti þegar líða fer á daginn. 6 hours after police moved in to clear the Ambassador Bridge blockade, 200 protesters are staying put. Officers are allowing them to come and go as they wish. pic.twitter.com/p25f0Zs49H— Thomas Daigle (@thomasdaigle) February 12, 2022 Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Mótmælin eru hluti af Frelsislestar-mótmælunum svokölluðu sem hafa verið í gangi víðs vegar um Kanada en þau hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur. Upprunalega var um að ræða mótmæli vörubílsstjóra vegna bólusetningarskyldu en síðar meir tóku þau almennt að snúa að hvers kyns takmörkunum vegna Covid. Dómstóll úrskurðaði í gær að mótmælunum á brúnni yrði hætt en um er að ræða mikilvæga flutningsleið og hafa atvinnugreinasamtök lýst því yfir að mótmælin séu að valda þeim gríðarlegu tjóni. Úrskurðurinn tók gildi klukkan 19 að staðartíma í gær og gaf lögregla skömmu síðar út tilkynningu um að allir þeir sem enn væru á staðnum gætu átt yfir höfði sér ákæru. Í morgun virtust mótmælin vera að tvístrast en fleiri tóku að mæta þegar líða fór á daginn. Að því er kemur fram í frétt BBC eru lögreglumenn nú byrjaðir að vísa fólki af brúnni en enn eru töluvert margir á staðnum, að því er kemur fram í frétt CTV um málið. Drew Dilkens, bæjarstjóri Windsor í Kanada, segist búast við því að málið verði leyst um helgina en hann segir koma til greina að lögregla beiti valdi til að koma fólki frá. Mótmælin fara þó einnig fram víðar en við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Ottawa er búist við fleiri mæti þegar líða fer á daginn. 6 hours after police moved in to clear the Ambassador Bridge blockade, 200 protesters are staying put. Officers are allowing them to come and go as they wish. pic.twitter.com/p25f0Zs49H— Thomas Daigle (@thomasdaigle) February 12, 2022
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46
Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51