„Maður getur alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig“ Atli Arason skrifar 11. febrúar 2022 21:00 Hilmar Pétursson í baráttunni við EC Matthews Hulda Margrét Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, átti afar góðan leik í 12 stiga sigri Breiðabliks á Grindavík í kvöld, 104-92. Hilmar gerði 26 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Alls 31 framlagspunktar hjá Hilmari en hann þakkar varnarleik og skotnýtingu, sérstaklega Everage Lee Richardson, fyrir sigurinn í kvöld. „Við spiluðum mjög góða vörn, við erum með Sigga P [Sigurð Pétursson] sem spilaði mjög góða vörn. Maður getur svo alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig en það geta samt líka allir hitt. Það er erfitt að spila vörn á móti okkur því það eru allir sem geta hitt úr sínum skotum og skotin voru að detta í dag,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Everage var stigahæstur í leiknum í kvöld með 32 stig. „Það er ótrúlegt og mikill heiður að spila með honum en maður lærir mikið af honum. Þegar manni vantar þrjú stig þá gefur maður honum bara boltann og við hinir færum okkur.“ Grindavík vann fyrri leik liðanna í Grindavík, 100-84. „Þeir unnu okkar seinast og við náðum að hefna okkur núna. Við hefðum viljað vinna með 16 stigum en sigur er sigur. Við tökum sigrinum,“ bætti Hilmar við en Blikar vildu frekar sigla sigrinum heim en að sækja innbyrðis stöðu á Grindavík. „Við ætluðum bara að reyna að vera skynsamir. Við höfum klúðrað svona leikjum þegar við erum yfir undir lok leiks þannig við vildum bara vera skynsamir í lokin á meðan við erum yfir.“ Breiðablik er með sigrinum búið að jafna Tindastól, ÍR og KR að stigum í 7.-10. sæti en öll lið eru með 14 stig. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Keflavík en Blikar telja sig vita uppskriftina af sigri gegn deildarmeisturunum. „Við þurfum að keyra á þá. Við viljum ekki hafa Milka og þessa stóru gæja inn í teig, við þurfum að hlaupa á þá og ná Milka út úr teignum og svo spilum við bara eins og við spiluðum núna á móti Grindavík, þá eigum við mjög góðan séns,“ sagði Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, að endingu. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Við spiluðum mjög góða vörn, við erum með Sigga P [Sigurð Pétursson] sem spilaði mjög góða vörn. Maður getur svo alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig en það geta samt líka allir hitt. Það er erfitt að spila vörn á móti okkur því það eru allir sem geta hitt úr sínum skotum og skotin voru að detta í dag,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Everage var stigahæstur í leiknum í kvöld með 32 stig. „Það er ótrúlegt og mikill heiður að spila með honum en maður lærir mikið af honum. Þegar manni vantar þrjú stig þá gefur maður honum bara boltann og við hinir færum okkur.“ Grindavík vann fyrri leik liðanna í Grindavík, 100-84. „Þeir unnu okkar seinast og við náðum að hefna okkur núna. Við hefðum viljað vinna með 16 stigum en sigur er sigur. Við tökum sigrinum,“ bætti Hilmar við en Blikar vildu frekar sigla sigrinum heim en að sækja innbyrðis stöðu á Grindavík. „Við ætluðum bara að reyna að vera skynsamir. Við höfum klúðrað svona leikjum þegar við erum yfir undir lok leiks þannig við vildum bara vera skynsamir í lokin á meðan við erum yfir.“ Breiðablik er með sigrinum búið að jafna Tindastól, ÍR og KR að stigum í 7.-10. sæti en öll lið eru með 14 stig. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Keflavík en Blikar telja sig vita uppskriftina af sigri gegn deildarmeisturunum. „Við þurfum að keyra á þá. Við viljum ekki hafa Milka og þessa stóru gæja inn í teig, við þurfum að hlaupa á þá og ná Milka út úr teignum og svo spilum við bara eins og við spiluðum núna á móti Grindavík, þá eigum við mjög góðan séns,“ sagði Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, að endingu.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira