Átakshópur í húsnæðismálum skilar tillögum í apríl Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 23:46 Átakshópur á vegum þjóðhagsráðs á að skila tillögum í apríl um hvernig bregðast eigi við miklum skorti á íbúðarhúsnæði. Vísir/Vilhelm Átakshópur á vegum þjóðhagsráðs verður endurvakinn og á að skila tillögum að lausnum í húsnæðismálum í apríl. Forsætisráðherra segir húsnæðisskort blasa við og grípa þurfi til aðgerða til að auka fraboðið. Fyrir gerð kjarasamninga árið 2019 var skipaður átakshópur til að koma með tillögur í húsnæðismálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákveðið hafi verið á fundi þjóðhagsráðs á dögunum að endurvekja hópinn vegna stöðunnar á húsnæðismarkaðnum. “Ég held að við séum öll sammála um það í þjóðhagsráði þar sem sitja aðilar vinnumarkaðarins, fulltrúar ríkis- og sveitarfélaga og Seðlabanka að þetta er mjög stórt viðfangsefni,” segir Katrín. Það blasi þó aðeins annars konar áskoranir við nú en árið 2019 þegar mikið hafi áunnist. Stór hluti af þeim íbúðum sem byggðar voru eftir það hafi átt rætur í tillögum átakshópsins. Forsætisráðherra segir ríki, sveitarfélög, aðila vinnumarkaðarins og aðila á markaði verða að koma sameiginlega að því að skapa lausnir í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þar vil ég sérstaklega nefna stofnframlög til almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlánin. Sem gerir það að verkum að við erum að sjá fleiri fyrstu kaupendur á markaðnum. Það sem blasir við núna hins vegar er skortur á framboði. Við erum að sjá mannfjöldaspá Hagstofunnar sem segir okkur að þörfin er að aukast meira en áður var talið. Við erum ennþá með uppsafnaða þörf frá árunum eftir hrun. Þannig að það er alveg ljóst að það þarf að grípa til aðgerða til að auka hér framboð á húsnæði,“ segir forsætisráðherra. Það snúist um lóðir, skipulagningu lóða og uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæði sem henti ólíkum hópum. Átakshópurinn sem nú verið endurvakinn muni meðal annars skoða aukin framlög ríkisins í almenna húsnæðiskerfið. Í aðdraganda lífskjarasamninganna árið 2019 var myndaður átakshópur á vegum þjóðhagsráðs sem skilaði tillögum sem meðal annars leiddu til framlaga ríkisins til byggingar stéttafélaga og annarra óhagnaðardrifinna félaga í almenna húsnæðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Þau eiga að vinna hratt eins og fyrri daginn. Þeirra verkefni er sérstaklega að horfa á framboðshliðina og skoða stöðu þeirra sem höllustum fæti standa þegar kemur að húsnæðismarkaðnum,“ segir Katrín. Í fréttum okkar á sunnudag fyrir viku sögðum við frá því að Íslendingar fjölguðu sér ekki nóg til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllum sviðum samfélagsins. Því þyrftu um tólf þúsund manns að flytja varanlega til landsins á næstu fjórum árum. „Þá þarf að horfa til húsnæðismála og annarra innviða. Það er alveg ljóst að til að takast á við vaxandi fjölda sem og uppsafnaða þörf kallar á samstillt átak. Bæði ríkis og sveitarfélaga en ekki síður allra aðila í raun og veru sem sitja við borðið. Þá er ég að tala um aðila vinnumarkaðarins og svo auðvitað allra aðila á markaði sem eru í þessum verkefnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Húsnæðismál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Fyrir gerð kjarasamninga árið 2019 var skipaður átakshópur til að koma með tillögur í húsnæðismálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákveðið hafi verið á fundi þjóðhagsráðs á dögunum að endurvekja hópinn vegna stöðunnar á húsnæðismarkaðnum. “Ég held að við séum öll sammála um það í þjóðhagsráði þar sem sitja aðilar vinnumarkaðarins, fulltrúar ríkis- og sveitarfélaga og Seðlabanka að þetta er mjög stórt viðfangsefni,” segir Katrín. Það blasi þó aðeins annars konar áskoranir við nú en árið 2019 þegar mikið hafi áunnist. Stór hluti af þeim íbúðum sem byggðar voru eftir það hafi átt rætur í tillögum átakshópsins. Forsætisráðherra segir ríki, sveitarfélög, aðila vinnumarkaðarins og aðila á markaði verða að koma sameiginlega að því að skapa lausnir í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þar vil ég sérstaklega nefna stofnframlög til almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlánin. Sem gerir það að verkum að við erum að sjá fleiri fyrstu kaupendur á markaðnum. Það sem blasir við núna hins vegar er skortur á framboði. Við erum að sjá mannfjöldaspá Hagstofunnar sem segir okkur að þörfin er að aukast meira en áður var talið. Við erum ennþá með uppsafnaða þörf frá árunum eftir hrun. Þannig að það er alveg ljóst að það þarf að grípa til aðgerða til að auka hér framboð á húsnæði,“ segir forsætisráðherra. Það snúist um lóðir, skipulagningu lóða og uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæði sem henti ólíkum hópum. Átakshópurinn sem nú verið endurvakinn muni meðal annars skoða aukin framlög ríkisins í almenna húsnæðiskerfið. Í aðdraganda lífskjarasamninganna árið 2019 var myndaður átakshópur á vegum þjóðhagsráðs sem skilaði tillögum sem meðal annars leiddu til framlaga ríkisins til byggingar stéttafélaga og annarra óhagnaðardrifinna félaga í almenna húsnæðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Þau eiga að vinna hratt eins og fyrri daginn. Þeirra verkefni er sérstaklega að horfa á framboðshliðina og skoða stöðu þeirra sem höllustum fæti standa þegar kemur að húsnæðismarkaðnum,“ segir Katrín. Í fréttum okkar á sunnudag fyrir viku sögðum við frá því að Íslendingar fjölguðu sér ekki nóg til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllum sviðum samfélagsins. Því þyrftu um tólf þúsund manns að flytja varanlega til landsins á næstu fjórum árum. „Þá þarf að horfa til húsnæðismála og annarra innviða. Það er alveg ljóst að til að takast á við vaxandi fjölda sem og uppsafnaða þörf kallar á samstillt átak. Bæði ríkis og sveitarfélaga en ekki síður allra aðila í raun og veru sem sitja við borðið. Þá er ég að tala um aðila vinnumarkaðarins og svo auðvitað allra aðila á markaði sem eru í þessum verkefnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Húsnæðismál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21
Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05
Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18
Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14