Sterling skoraði þrennu í stórsigri City 12. febrúar 2022 19:29 Raheem Sterling skoraði þrennu fyrir Englandsmeistarana í kvöld. Shaun Botterill/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City eru aftur komnir með tólf stiga forskoti á toppnum eftir 4-0 útisigur á Norwich. Raheem Sterling tekur boltann með sér heim, en hann skoraði þrennu. Það tók Englandsmeistarana hálftíma að brjóta vörn Norwich á bak aftur, en áðurnefndur Raheem Sterling kom liðinu yfir eftir stoðsendingu frá Kyle Walker og staðan var því 1-0 í hálfleik. Phil Foden bætti öðru marki City við snemma í síðari hálfleik áður en Sterling kom liðinu í 3-0 þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Sterling fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum á lokamínútu leiksins eftir að Grant Hanley braut á Liam Delap innan vítateigs. Sterling lét Angus Gunn hins vegar verja frá sér, en fylgdi sjálfur eftir og tryggði liðinu 4-0 sigur í autt markið. City er sem fyrr á toppi deildarinnar með 63 stig eftir 25 leiki, 12 stigum meira en Liverpool sem situr í öðru sæti. Norwich situr hins vegar í 18. sæti deildarinnar með 17 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City eru aftur komnir með tólf stiga forskoti á toppnum eftir 4-0 útisigur á Norwich. Raheem Sterling tekur boltann með sér heim, en hann skoraði þrennu. Það tók Englandsmeistarana hálftíma að brjóta vörn Norwich á bak aftur, en áðurnefndur Raheem Sterling kom liðinu yfir eftir stoðsendingu frá Kyle Walker og staðan var því 1-0 í hálfleik. Phil Foden bætti öðru marki City við snemma í síðari hálfleik áður en Sterling kom liðinu í 3-0 þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Sterling fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum á lokamínútu leiksins eftir að Grant Hanley braut á Liam Delap innan vítateigs. Sterling lét Angus Gunn hins vegar verja frá sér, en fylgdi sjálfur eftir og tryggði liðinu 4-0 sigur í autt markið. City er sem fyrr á toppi deildarinnar með 63 stig eftir 25 leiki, 12 stigum meira en Liverpool sem situr í öðru sæti. Norwich situr hins vegar í 18. sæti deildarinnar með 17 stig, einu stigi frá öruggu sæti.