„Ég hef verið hérna í 18 ár og aldrei séð annað eins“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2022 22:45 Mikel Arteta segist vera að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvernig hann getur fengið sína menn til að hætta að fá rauð spjöld. David Price/Arsenal FC via Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var virkilega ánægður með sigur sinna mann gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hann segir þó að liðið hafi komið sér í vandræði þegar Gabriel Martinelli fékk að líta rautt spjald í seinni hálfleik. „Við komum okkur sjálfir í vandræði með rauða spjaldinu og við þurftum að legjja aukalega á okkur,“ sagði Arteta í samtali við BBC eftir leik. „Wolves hentu sjö mönnum fram og það var erfitt að halda hreinu en við vörðumst virkilega vel inni á vítateig.“ „Við þurfum að taka einn leik í einu og það má ekki miklu muna á milli sigurs og taps. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og einbeita okkur að næsta leik.“ Gabriel Martinelli fékk að líta rautt spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en leikmaðurinn braut tvisvar af sér í sömu sókn Úlfanna og fékk að launum tvö gul spjöld í einu. Arteta segist aldrei hafa séð annað eins. „Ég hef aldrei séð svona. Ég hef verið hérna í 18 ár og aldrei séð annað eins.“ „Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að þurfa að spila á tíu mönnum. Við þurftum að þjást mikið á seinustu tíu mínútunum. Ég hef bara aldrei séð svona.“ Leikmenn Arsenal hafa náð sér í óþarflega mörg rauð spjöld á tímabilinu og það er farið að fara í taugarnar á Arteta. „Það er ótrúlega erfitt að vinna fótboltaleiki með tíu menn inni á vellinum og við þurfum að hætta því. Við erum búnir að ræða þetta, en ég er að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvernig ég á að stoppa þetta held ég.“ „Við sýndum samt karakter og ég er virkilega stoltur af strákunum. Við sýndum mikla samstöðu og liðsheild.“ „Við verðum samt að spila með ellefu menn á vellinum í seinustu 16 leikjunum okkar, það er mjög mikilvægt. Að vinna leiki með tíu menn á vellinum er mjög ólíklegt,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Úlfunum Arsenal tók þrjú mikilvæg stig er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en gestirnir þurftu að spila seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri. 10. febrúar 2022 21:46 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
„Við komum okkur sjálfir í vandræði með rauða spjaldinu og við þurftum að legjja aukalega á okkur,“ sagði Arteta í samtali við BBC eftir leik. „Wolves hentu sjö mönnum fram og það var erfitt að halda hreinu en við vörðumst virkilega vel inni á vítateig.“ „Við þurfum að taka einn leik í einu og það má ekki miklu muna á milli sigurs og taps. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og einbeita okkur að næsta leik.“ Gabriel Martinelli fékk að líta rautt spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en leikmaðurinn braut tvisvar af sér í sömu sókn Úlfanna og fékk að launum tvö gul spjöld í einu. Arteta segist aldrei hafa séð annað eins. „Ég hef aldrei séð svona. Ég hef verið hérna í 18 ár og aldrei séð annað eins.“ „Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að þurfa að spila á tíu mönnum. Við þurftum að þjást mikið á seinustu tíu mínútunum. Ég hef bara aldrei séð svona.“ Leikmenn Arsenal hafa náð sér í óþarflega mörg rauð spjöld á tímabilinu og það er farið að fara í taugarnar á Arteta. „Það er ótrúlega erfitt að vinna fótboltaleiki með tíu menn inni á vellinum og við þurfum að hætta því. Við erum búnir að ræða þetta, en ég er að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvernig ég á að stoppa þetta held ég.“ „Við sýndum samt karakter og ég er virkilega stoltur af strákunum. Við sýndum mikla samstöðu og liðsheild.“ „Við verðum samt að spila með ellefu menn á vellinum í seinustu 16 leikjunum okkar, það er mjög mikilvægt. Að vinna leiki með tíu menn á vellinum er mjög ólíklegt,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Úlfunum Arsenal tók þrjú mikilvæg stig er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en gestirnir þurftu að spila seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri. 10. febrúar 2022 21:46 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Úlfunum Arsenal tók þrjú mikilvæg stig er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en gestirnir þurftu að spila seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri. 10. febrúar 2022 21:46