Þremur náð á land og leit stendur yfir að þeim fjórða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2022 14:37 Frá aðgerðum í Þingvallavatni þar sem unnið er að því að ná þeim látnu upp úr vatninu. Vísir/Vilhelm Smákafbátur hefur verið notaður við Þingvallavatn í dag til að sækja hina látna á botn vatnsins. Smákafbáturinn var notaður vegna þess að aðstæður voru metnar verulega hættulegar fyrir kafara. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í viðtali við fréttastofu á fimmta tímnum að verkefnið gengi vel og vonir stæðu til að búið væri að ná öllum fjórum úr vatninu um kvöldmatarleytið. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Odd á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náðu kafarar upp þriðja líkinu um fimmleytið. Tafir urðu á aðgerðum í morgun þar sem Þingvallavatn var ísilagt. Um tíma þótti ólíklegt að kafað yrði eftir fjórmenningunum sem voru í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni fimmtudaginn 5. febrúar. Nítján stiga frost var á svæðinu snemma í morgun, hreyfði varla vind og eins sentímetra lag af ís yfir þeim hluta vatnsins þar sem kafa á. Til stóð að kafarar frá Landhelgisgæslunni, slökkviliðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra myndu kafa eftir líkunum sem voru á um 35 metra dýpi. Eftir samráðsfund björgunaraðila þar sem farið var yfir aðstæður kom í ljós að aðstæður til köfunar voru verulega hættulegar vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi var kannað hvort hægt væri að beita öðrum aðferðum en áður höfðu verið planaðar. Fenginn var smákafbátur með myndvélabúnaði og griparm sem stýrt er frá pramma á yfirborði vatnsins. Smákafbáturinn sótti hina látnu niður á botn og færði upp undur yfirborð. Þar sem kafarar tóku við og komu um borð í báta sem fluttu þá í land. Á þessari stundu hefur þremur verið bjargað á land og stendur yfir leit af þeim fjórða. Að neðan má sjá myndir frá svæðinu í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 17.44 með tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Eins og sjá má er Þingvallavatn ísilagt.vísir/Vilhelm Björgunaraðilar á bát á vatninu um fjögurleytið í dag.vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi á fjórða tímanum í dag.vísir/Vilhelm Frá aðgerðarsvæðinu í morgun.Vísir/Egill Gulu tjöldin sem komið hefur verið upp þar sem kafararnir geta haldið á sér hita.Vísir/Egill Bílum lagt á svæðinu við Þingvallavatn í morgun.Vísir/Egill Fjölmiðlar mega ekki koma nær svæðinu en þar sem þessi fréttamaður stendur.vísir/Egill Notkun dróna á svæðinu er með öllu óheimil.Vísir/Egill Bátur farin út á vatnið.Vísir/egill Það snjóaði á svæðinu um hádegisbil.Vísir/egill Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50 Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í viðtali við fréttastofu á fimmta tímnum að verkefnið gengi vel og vonir stæðu til að búið væri að ná öllum fjórum úr vatninu um kvöldmatarleytið. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Odd á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náðu kafarar upp þriðja líkinu um fimmleytið. Tafir urðu á aðgerðum í morgun þar sem Þingvallavatn var ísilagt. Um tíma þótti ólíklegt að kafað yrði eftir fjórmenningunum sem voru í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni fimmtudaginn 5. febrúar. Nítján stiga frost var á svæðinu snemma í morgun, hreyfði varla vind og eins sentímetra lag af ís yfir þeim hluta vatnsins þar sem kafa á. Til stóð að kafarar frá Landhelgisgæslunni, slökkviliðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra myndu kafa eftir líkunum sem voru á um 35 metra dýpi. Eftir samráðsfund björgunaraðila þar sem farið var yfir aðstæður kom í ljós að aðstæður til köfunar voru verulega hættulegar vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi var kannað hvort hægt væri að beita öðrum aðferðum en áður höfðu verið planaðar. Fenginn var smákafbátur með myndvélabúnaði og griparm sem stýrt er frá pramma á yfirborði vatnsins. Smákafbáturinn sótti hina látnu niður á botn og færði upp undur yfirborð. Þar sem kafarar tóku við og komu um borð í báta sem fluttu þá í land. Á þessari stundu hefur þremur verið bjargað á land og stendur yfir leit af þeim fjórða. Að neðan má sjá myndir frá svæðinu í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 17.44 með tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Eins og sjá má er Þingvallavatn ísilagt.vísir/Vilhelm Björgunaraðilar á bát á vatninu um fjögurleytið í dag.vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi á fjórða tímanum í dag.vísir/Vilhelm Frá aðgerðarsvæðinu í morgun.Vísir/Egill Gulu tjöldin sem komið hefur verið upp þar sem kafararnir geta haldið á sér hita.Vísir/Egill Bílum lagt á svæðinu við Þingvallavatn í morgun.Vísir/Egill Fjölmiðlar mega ekki koma nær svæðinu en þar sem þessi fréttamaður stendur.vísir/Egill Notkun dróna á svæðinu er með öllu óheimil.Vísir/Egill Bátur farin út á vatnið.Vísir/egill Það snjóaði á svæðinu um hádegisbil.Vísir/egill
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50 Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50
Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48