Vest gefur heimsfræga hönnun Vest 11. febrúar 2022 16:19 Elísabet Helgadóttir eigandi hönnunarverslunarinnar Vest í stólnum Fluffy. Heppinn unnandi hönnunar getur hneppt stólinn í gjafaleik Vest á Instagram. Verðmæti stólsins er rúmar tólfhundruð þúsund krónur. Vilhelm Hönnunarbúðin Vest fagnar eins árs afmæli nú í janúar en Vest kom inn í flóru hönnunarverslana á Íslandi með hvelli í byrjun árs í fyrra. Rúmgóður sýningarsalur Vest í Ármúla 17 sker sig sannarlega úr og minnir helst á listgallerý þar sem hágæða tímalausa hönnun frá Ítalíu, Noregi og Svíþjóð fær að njóta sín. Andrúmsloftið er rólegt og þægilegt og kaffið frábært. Eins árs afmæli Vest er meðal annars fagnað með glæsilegum gjafaleik á Instagram View this post on Instagram A post shared by VEST (@vest.is) Heppinn þátttakandi getur hneppt hægindastólinn Fluffy frá norska framleiðandanum Eikund en Vest fer með umboð Eikund á Íslandi. „Þetta er glæsilegur stóll og líklega dýrasta húsgagnið per fermetra í búðinni,“ segja þau Elísabet Helgadóttir og Pétur Pétursson, eigendur Vest en verðmæti stólsins er rúmar tólfhundruð þúsund krónur. „Við erum afar stolt af því að geta boðið þennan stól. Eikund er mjög flott frumkvöðlafyrirtæki í norsku hönnunarsenunni og er að hasla sér völl víða um heim. Okkur þykir afar vænt um að þau völdu okkur sem samstarfsaðila hér á Íslandi,“ bæta þau við. Hönnunargullmolar sjötta og sjöunda áratugarins fá nýtt líf Stóllinn Fluffy ber með sér yfirbragð skandinavískrar hönnunar eins og hún gerðist best á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar enda var hann hannaður árið 1954 af Fredrik A. Kayser. Fredrik þessi var norskur og hannaði gullfalleg húsgögn á þessum árum sem mörg má finna í sýningarsal Vest. Pétur situr hér í stólnum Veng sem er hans uppáhalds stóll frá Eikund. Stólinn hannaði Torbjørn Bekke árið 1960.Vilhelm Framleiðslu húsgagna Kaysers var reyndar hætt á áttunda áratugnum eins og raunin varð með fleiri húsgögn frá þessum tíma í Noregi. Mörg þessara húsgagna, meðal annars Fluffy, gengu þó nýlega í endurnýjun lífdaga þegar Jørgen Tengesdal stofnandi Eikund hóf sína fjársjóðsleit eins og hann lýsir því, að gleymdum norskum hönnunargullmolum. Jørgen Tengesdal stofnandi Eikund vill blása lífi í norska hönnun og leitar uppi gleymdar perlur til framleiðslu á ný. Jørgen heldur kynningu í Vest þann 4. mars.Eikund Fjársjóðsleit að hönnunararfinum „Við spurðum okkur af hverju Noregur hefur ekki gert það sama og Danmörk og hampað allri þessari frábæru húsgagnahönnun. Þetta er okkar hönnunararfur og ungir norskri hönnuðir leita til þessa tímabils í norskri hönnunarsögu enn í dag eftir innblæstri. Við hófum því árið 2015 að leita þessi húsgögn uppi, safna teikningum og leyfum til þess að hefja framleiðslu á þeim á ný,“ segir Jørgen. Norskar hönnunarperlur frá sjötta og sjöunda áratugnum eru nú framleiddar á ný hjá Eikund. „Í dag framleiðum við ellefu hluti og eigum framleiðsluréttinn að um sjötíu hlutum til viðbótar. Þessi fjársjóðsleit okkar að hönnunarperlum hefur verið frábært ferðalag og allir hafa tekið þessu verkefni vel. Þegar við hittum börn þessara hönnuða og spyrjum um teikningar eru þau glöð yfir að verk foreldra þeirra fari aftur í framleiðslu. Þarna úti eru mörghundruð hlutir sem gætu farið aftur í umferð, við eigum því mikið verk fyrir höndum,“ segir Jørgen. Stóllinn Hunter er nýjasta framleiðsluvara Eikund. Stólinn hannaði Torbjørn Afdal árið 1960.Eikund Hann segir norska hönnuði sjötta og sjöunda áratugarins hafa staðið fyllilega jafnfætis þeim dönsku. Nöfn þeirra norsku hafi gleymst þar sem framleiðslunni var hætt meðan húsgögn „dönsku meistaranna“ hafi verið framleidd sleitulaust og markað sér svo rækilegt pláss að þegar talað er um skandinavíska hönnun dettur okkur flestum dönsk hönnun í hug. En af hverju lognaðist norsk húsgagnaframleiðsla út af? „Við fundum olíu,“ segir Jørgen einfaldlega. „Olían varð þungamiðjan í norskum iðnaði, þar voru störfin og peningarnir og ýmis annar iðnaður fjaraði því út. En við getum ekki kvartað, olían hefur fært Noregi mikinn auð.“ Hugað er að hverju smáatriði við framleiðsluna og eru sylgjurnar í baki Hunter stólsins handsmíðaðar.Eikund Fann sama drifkraftinn í Vest og spennandi samstarf framundan „Ég vil gera hluti þar sem ég get haft áhrif, það heldur mér gangandi,“ segir Jørgen. Hann líti á sig sem frumkvöðul og vill láta verkin tala. Hann hafi hitt sama drifkraftinn fyrir í þeim Elísabetu og Pétri og framundan sé spennandi samstarf við Vest. „Við Elísabet og Pétur eigum í frábæru samstarfi. Það er mikill kraftur í þeim og þau eru nú þegar með nokkur húsgögn frá Eikund í þessa glæsilegu verslun, Vest. Ég hlakka mikið til að koma til Íslands og kynna Eikund enn frekar en við ætlum að halda gott partý þann 4. mars.“ Stóllinn Fluffy verður þá afhentur vinningshafa leiksins með pompi og prakt og mun Jørgen halda kynningu í Vest á Eiklund og þeim húsgögnum sem fyrirtækið er komið með í verslun Vest. Hann ætlar reyndar einnig að nýta tækifærið og hitta gamla vini. „Ég spilaði fótbolta í gamla daga með nokkrum Íslendingum. Við höfum haldið sambandi og það verður gaman að hitta þá,“ segir Jørgen. Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Eins árs afmæli Vest er meðal annars fagnað með glæsilegum gjafaleik á Instagram View this post on Instagram A post shared by VEST (@vest.is) Heppinn þátttakandi getur hneppt hægindastólinn Fluffy frá norska framleiðandanum Eikund en Vest fer með umboð Eikund á Íslandi. „Þetta er glæsilegur stóll og líklega dýrasta húsgagnið per fermetra í búðinni,“ segja þau Elísabet Helgadóttir og Pétur Pétursson, eigendur Vest en verðmæti stólsins er rúmar tólfhundruð þúsund krónur. „Við erum afar stolt af því að geta boðið þennan stól. Eikund er mjög flott frumkvöðlafyrirtæki í norsku hönnunarsenunni og er að hasla sér völl víða um heim. Okkur þykir afar vænt um að þau völdu okkur sem samstarfsaðila hér á Íslandi,“ bæta þau við. Hönnunargullmolar sjötta og sjöunda áratugarins fá nýtt líf Stóllinn Fluffy ber með sér yfirbragð skandinavískrar hönnunar eins og hún gerðist best á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar enda var hann hannaður árið 1954 af Fredrik A. Kayser. Fredrik þessi var norskur og hannaði gullfalleg húsgögn á þessum árum sem mörg má finna í sýningarsal Vest. Pétur situr hér í stólnum Veng sem er hans uppáhalds stóll frá Eikund. Stólinn hannaði Torbjørn Bekke árið 1960.Vilhelm Framleiðslu húsgagna Kaysers var reyndar hætt á áttunda áratugnum eins og raunin varð með fleiri húsgögn frá þessum tíma í Noregi. Mörg þessara húsgagna, meðal annars Fluffy, gengu þó nýlega í endurnýjun lífdaga þegar Jørgen Tengesdal stofnandi Eikund hóf sína fjársjóðsleit eins og hann lýsir því, að gleymdum norskum hönnunargullmolum. Jørgen Tengesdal stofnandi Eikund vill blása lífi í norska hönnun og leitar uppi gleymdar perlur til framleiðslu á ný. Jørgen heldur kynningu í Vest þann 4. mars.Eikund Fjársjóðsleit að hönnunararfinum „Við spurðum okkur af hverju Noregur hefur ekki gert það sama og Danmörk og hampað allri þessari frábæru húsgagnahönnun. Þetta er okkar hönnunararfur og ungir norskri hönnuðir leita til þessa tímabils í norskri hönnunarsögu enn í dag eftir innblæstri. Við hófum því árið 2015 að leita þessi húsgögn uppi, safna teikningum og leyfum til þess að hefja framleiðslu á þeim á ný,“ segir Jørgen. Norskar hönnunarperlur frá sjötta og sjöunda áratugnum eru nú framleiddar á ný hjá Eikund. „Í dag framleiðum við ellefu hluti og eigum framleiðsluréttinn að um sjötíu hlutum til viðbótar. Þessi fjársjóðsleit okkar að hönnunarperlum hefur verið frábært ferðalag og allir hafa tekið þessu verkefni vel. Þegar við hittum börn þessara hönnuða og spyrjum um teikningar eru þau glöð yfir að verk foreldra þeirra fari aftur í framleiðslu. Þarna úti eru mörghundruð hlutir sem gætu farið aftur í umferð, við eigum því mikið verk fyrir höndum,“ segir Jørgen. Stóllinn Hunter er nýjasta framleiðsluvara Eikund. Stólinn hannaði Torbjørn Afdal árið 1960.Eikund Hann segir norska hönnuði sjötta og sjöunda áratugarins hafa staðið fyllilega jafnfætis þeim dönsku. Nöfn þeirra norsku hafi gleymst þar sem framleiðslunni var hætt meðan húsgögn „dönsku meistaranna“ hafi verið framleidd sleitulaust og markað sér svo rækilegt pláss að þegar talað er um skandinavíska hönnun dettur okkur flestum dönsk hönnun í hug. En af hverju lognaðist norsk húsgagnaframleiðsla út af? „Við fundum olíu,“ segir Jørgen einfaldlega. „Olían varð þungamiðjan í norskum iðnaði, þar voru störfin og peningarnir og ýmis annar iðnaður fjaraði því út. En við getum ekki kvartað, olían hefur fært Noregi mikinn auð.“ Hugað er að hverju smáatriði við framleiðsluna og eru sylgjurnar í baki Hunter stólsins handsmíðaðar.Eikund Fann sama drifkraftinn í Vest og spennandi samstarf framundan „Ég vil gera hluti þar sem ég get haft áhrif, það heldur mér gangandi,“ segir Jørgen. Hann líti á sig sem frumkvöðul og vill láta verkin tala. Hann hafi hitt sama drifkraftinn fyrir í þeim Elísabetu og Pétri og framundan sé spennandi samstarf við Vest. „Við Elísabet og Pétur eigum í frábæru samstarfi. Það er mikill kraftur í þeim og þau eru nú þegar með nokkur húsgögn frá Eikund í þessa glæsilegu verslun, Vest. Ég hlakka mikið til að koma til Íslands og kynna Eikund enn frekar en við ætlum að halda gott partý þann 4. mars.“ Stóllinn Fluffy verður þá afhentur vinningshafa leiksins með pompi og prakt og mun Jørgen halda kynningu í Vest á Eiklund og þeim húsgögnum sem fyrirtækið er komið með í verslun Vest. Hann ætlar reyndar einnig að nýta tækifærið og hitta gamla vini. „Ég spilaði fótbolta í gamla daga með nokkrum Íslendingum. Við höfum haldið sambandi og það verður gaman að hitta þá,“ segir Jørgen.
Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira