Hætti við pílu og tölvuleik með vinunum sem trúðu ekki ástæðunni Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 13:01 Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon áttu sinn þátt í að Íslendingar fögnuðu stórsigri gegn Svartfjallalandi sem minnstu munaði að dygði liðinu til að komast í undanúrslit á EM. Getty/Sanjin Strukic Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon lýstu því með bráðskemmtilegum hætti í Seinni bylgjunni í gærkvöld hvernig það var að vera allt í einu kallaðir út á sjálft Evrópumótið í handbolta í síðasta mánuði. Þráinn leikur með Haukum og Magnús Óli með Val. Þeir voru staddir heima á Íslandi og hvorugur gerði sér neinar væntingar um að taka þátt á EM þegar kallið barst frá Búdapest, vegna kórónuveirusmita í íslenska hópnum. „Ég sit þarna og er að tala við kærustuna mína og svo byrjar síminn að titra, og ég „ghosta“ það nú til að byrja með,“ segir Þráinn Orri sem á endanum hringdi þó til baka og fékk að vita að krafta hans væri óskað í íslenska landsliðinu, sem hann hafði aldrei spilað fyrir áður. „Þeir bara trúðu þessi ekki“ „En vandamálið var að ég var búinn að plana að fara með félögum mínum af Seltjarnarnesinu í Bullseye í pílu og svo í Counter-Strike-lan í Arena seinna um kvöldið,“ segir Þráinn Orri sem skellti sér beint í sýnatöku, en náði að koma við hjá félögunum um kvöldið og segja þeim góðu fréttirnar: „Þeir bara trúðu þessi ekki – alveg eins og ég og allir aðrir sem ég talaði við. Það liðu átta tímar frá símtali og þar til að ég var farinn út,“ segir Þráinn sem stóð sig með prýði á mótinu þar til að hann varð fyrir því óláni að meiðast. Klippa: Seinni bylgjan - Þráinn og Magnús ruku út á EM „Hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig“ Magnús Óli var hluti af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan en átti alls ekki von á að fá símtal frá Guðmundi Guðmundssyni á miðju Evrópumóti: „Ég var bara í vinnunni. Sat í tölvunni og sá allt í einu frétt á Vísi um að það væru þrír leikmenn smitaðir; Bjöggi, Óli og Gísli Þorgeir. Ég hugsaði bara: „Hvar endar þetta? Hverjir verða næstir og hvað verður gert ef fleiri smitast?“ Fimm mínútum seinna hringir síminn: „Blessaður, þetta er Gummi hérna. Hefurðu tök á því að koma út?“ Já, ekkert mál. Síðan fór ég daginn eftir í flug og var bara mættur,“ segir Magnús Óli en hann var ekki í upphaflega 35 manna hópnum sem til greina kom fyrir EM. Vegna faraldursins máttu landsliðsþjálfarar leita út fyrir þann hóp. „Ég var ekki í þessum 35 manna hópi og hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig. Svo einhvern veginn er hringt í mig og ég var bara orðlaus. Labbaði bara fram og til baka og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Magnús Óli sem átti stórgóða innkomu í íslenska liðið. EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Þráinn leikur með Haukum og Magnús Óli með Val. Þeir voru staddir heima á Íslandi og hvorugur gerði sér neinar væntingar um að taka þátt á EM þegar kallið barst frá Búdapest, vegna kórónuveirusmita í íslenska hópnum. „Ég sit þarna og er að tala við kærustuna mína og svo byrjar síminn að titra, og ég „ghosta“ það nú til að byrja með,“ segir Þráinn Orri sem á endanum hringdi þó til baka og fékk að vita að krafta hans væri óskað í íslenska landsliðinu, sem hann hafði aldrei spilað fyrir áður. „Þeir bara trúðu þessi ekki“ „En vandamálið var að ég var búinn að plana að fara með félögum mínum af Seltjarnarnesinu í Bullseye í pílu og svo í Counter-Strike-lan í Arena seinna um kvöldið,“ segir Þráinn Orri sem skellti sér beint í sýnatöku, en náði að koma við hjá félögunum um kvöldið og segja þeim góðu fréttirnar: „Þeir bara trúðu þessi ekki – alveg eins og ég og allir aðrir sem ég talaði við. Það liðu átta tímar frá símtali og þar til að ég var farinn út,“ segir Þráinn sem stóð sig með prýði á mótinu þar til að hann varð fyrir því óláni að meiðast. Klippa: Seinni bylgjan - Þráinn og Magnús ruku út á EM „Hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig“ Magnús Óli var hluti af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan en átti alls ekki von á að fá símtal frá Guðmundi Guðmundssyni á miðju Evrópumóti: „Ég var bara í vinnunni. Sat í tölvunni og sá allt í einu frétt á Vísi um að það væru þrír leikmenn smitaðir; Bjöggi, Óli og Gísli Þorgeir. Ég hugsaði bara: „Hvar endar þetta? Hverjir verða næstir og hvað verður gert ef fleiri smitast?“ Fimm mínútum seinna hringir síminn: „Blessaður, þetta er Gummi hérna. Hefurðu tök á því að koma út?“ Já, ekkert mál. Síðan fór ég daginn eftir í flug og var bara mættur,“ segir Magnús Óli en hann var ekki í upphaflega 35 manna hópnum sem til greina kom fyrir EM. Vegna faraldursins máttu landsliðsþjálfarar leita út fyrir þann hóp. „Ég var ekki í þessum 35 manna hópi og hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig. Svo einhvern veginn er hringt í mig og ég var bara orðlaus. Labbaði bara fram og til baka og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Magnús Óli sem átti stórgóða innkomu í íslenska liðið.
EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira