Sænska stjarnan kom aftur örmagna í mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 12:30 Frida Karlsson var búin á því þegar hún kom í mark í tíu kílómetra skíðagöngu með hefðbundinni aðferð. getty/Patrick Smith Ekki hefur gengið sem skyldi hjá Fridu Karlsson, einni skærustu skíðastjörnu Svía, á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Karlsson varð fimmta í fimmtán kílómetra skiptigöngu um helgina. Hún var algjörlega úrvinda þegar hún kom í mark og eftir keppnina sagði hún að það hefði liðið yfir sig. Ekki tók betra við í tíu kílómetra skíðagöngunni í dag. Karlsson varð í 12. sæti og var örmagna þegar hún kom í mark. Hún féll í snjóinn. Landa hennar, Ebba Andersson, hugaði að henni og hún fékk svo hjálp við að yfirgefa keppnissvæðið. „Ég er mjög leið og vonsvikin. Það er eins og Ólympíudraumurinn minn sé að engu orðinn,“ sagði Karlsson. Hún sagði að sér hefði þó ekki liðið jafn illa og eftir skiptigönguna og hlutirnir hafi kannski ekki verið jafn slæmir og þeir litu út fyrir að vera. „Þetta leit ef til vill út fyrir að vera dramatískara en þetta var. Ég var með aðeins of mikið slím í hálsinum og reyndi að losa mig við það svo ég gæti andað betur.“ Karlsson, sem er 22 ára, þótti mjög líkleg til afreka í Peking en hlutirnir hafa ekki gengið samkvæmt áætlun hjá henni. Hún á þó enn eftir að keppa í boðgöngu á leikunum. Sænskt fíaskó Enginn af sænsku keppendunum í tíu kílómetra skíðagöngunni komst á verðlaunapall. Anderson var efst Svíanna, í 6. sæti. Hún kom í mark á 28:57,2 og var 50,9 á eftir sigurvegaranum, Therese Johaug frá Noregi. Og Karlsson varð að gera sér 12. sætið að góðu eins og áður sagði. Svíar vildu sjá betri árangur hjá sínum konum og til marks um það er fyrirsögnin á frétt Expressen um tíu kílómetra skíðagönguna: „Fíaskó hjá sænsku stjörnunum.“ Spennan í keppni dagsins var lygileg. Johaug kom í mark á 28:06,3 og var aðeins fjörutíu hundraðshlutum á undan hinni finnsku Kerttu Niskanen. Landa hennar, Krista Pärmäkoski, varð þriðja á 28:37,8. Natalia Nepryaeva frá Rússlandi, sem byrjaði gönguna mjög vel, varð í 4. sæti á 28:37,9. Johaug hefur unnið til tvennra gullverðlauna í Peking en hún varð einnig hlutskörpust í fimmtán kílómetra skiptigöngu. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Karlsson varð fimmta í fimmtán kílómetra skiptigöngu um helgina. Hún var algjörlega úrvinda þegar hún kom í mark og eftir keppnina sagði hún að það hefði liðið yfir sig. Ekki tók betra við í tíu kílómetra skíðagöngunni í dag. Karlsson varð í 12. sæti og var örmagna þegar hún kom í mark. Hún féll í snjóinn. Landa hennar, Ebba Andersson, hugaði að henni og hún fékk svo hjálp við að yfirgefa keppnissvæðið. „Ég er mjög leið og vonsvikin. Það er eins og Ólympíudraumurinn minn sé að engu orðinn,“ sagði Karlsson. Hún sagði að sér hefði þó ekki liðið jafn illa og eftir skiptigönguna og hlutirnir hafi kannski ekki verið jafn slæmir og þeir litu út fyrir að vera. „Þetta leit ef til vill út fyrir að vera dramatískara en þetta var. Ég var með aðeins of mikið slím í hálsinum og reyndi að losa mig við það svo ég gæti andað betur.“ Karlsson, sem er 22 ára, þótti mjög líkleg til afreka í Peking en hlutirnir hafa ekki gengið samkvæmt áætlun hjá henni. Hún á þó enn eftir að keppa í boðgöngu á leikunum. Sænskt fíaskó Enginn af sænsku keppendunum í tíu kílómetra skíðagöngunni komst á verðlaunapall. Anderson var efst Svíanna, í 6. sæti. Hún kom í mark á 28:57,2 og var 50,9 á eftir sigurvegaranum, Therese Johaug frá Noregi. Og Karlsson varð að gera sér 12. sætið að góðu eins og áður sagði. Svíar vildu sjá betri árangur hjá sínum konum og til marks um það er fyrirsögnin á frétt Expressen um tíu kílómetra skíðagönguna: „Fíaskó hjá sænsku stjörnunum.“ Spennan í keppni dagsins var lygileg. Johaug kom í mark á 28:06,3 og var aðeins fjörutíu hundraðshlutum á undan hinni finnsku Kerttu Niskanen. Landa hennar, Krista Pärmäkoski, varð þriðja á 28:37,8. Natalia Nepryaeva frá Rússlandi, sem byrjaði gönguna mjög vel, varð í 4. sæti á 28:37,9. Johaug hefur unnið til tvennra gullverðlauna í Peking en hún varð einnig hlutskörpust í fimmtán kílómetra skiptigöngu.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira