Íslandsferðin var efst á óskalista eins þeirra sem lést Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2022 11:07 Flugvélin fannst í Þingvallavatni. Vísir/Vilhelm Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak. Þetta kemur fram í umfjöllun hollenskra og belgískra fjölmiðla um slysið mannskæða þar sem flugmaðurinn Haraldur Diego, YouTube-stjarnan Josh Neumann og Alings og Bellavia létust. Bróðir Alings ræddi við hollenska fjölmiðilinn AD á dögunum. Þar sagði hann að hópurinn allur hafi verið mjög spenntur fyrir Íslandsferðinni, en þeir voru staddir hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. „Það er sorglegt að þetta hafi endað svona. Hann átti samt sem áður yndislega viku,“ sagði bróðir hans um Íslandsferðina. Einnig er rætt við kærustu Alings, sem segir að Íslandsferðin hafi verið efst á óskalista hans yfir hluti til að gera eða upplifa, sem á ensku nefnist „bucketlist“. Fjölskylda Alings er nú stödd á Íslandi og þakka þau viðbragðsaðilum og Íslendingum fyrir hlýjar mótttökur. „Það eru allir svo yndislegir. Við fáum góðar upplýsingar um það sem er í gangi, það hjálpa okkur allir,“ segir bróðir hans. Ræddi við Bellavia í síma stuttu fyrir flugtak Hollenski miðilinn HLN ræðir einnig við sambýliskonu Belgans Nicola Bellavia sem var mikill ævintýramaður og þekktur fallhlífarstökkvari. Segist hún hafa rætt við Bellavia í síma skömmu fyrir flugtak ferðarinnar örlagaríku. „Hann hljómaði svo hamingjusamur,“ segir hún í samtali við HLN. Er von á fjölskyldu hans til Íslands vegna málsins. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um slysið á undanförnum dögum, ekki síst vegna andláts Joshs Neumann, sem var afar vinsæl YouTube-stjarna. Í yfirlýsingu sem fjölskylda Neumans sendir frá sér í gær sagði að þrátt fyrir að hann hafi verið ungur að árum hafi hann lifað hvern einasta dag til fulls. Neuman hafi verið mikill ævintýramaður sem hafi trúað á hið góða í heiminum og á að hver einstaklingur geti lagt sitt af mörkum til að gera hann betri. Flugslys við Þingvallavatn Auglýsinga- og markaðsmál Samgönguslys Tengdar fréttir Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37 Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára. 8. febrúar 2022 16:47 Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun hollenskra og belgískra fjölmiðla um slysið mannskæða þar sem flugmaðurinn Haraldur Diego, YouTube-stjarnan Josh Neumann og Alings og Bellavia létust. Bróðir Alings ræddi við hollenska fjölmiðilinn AD á dögunum. Þar sagði hann að hópurinn allur hafi verið mjög spenntur fyrir Íslandsferðinni, en þeir voru staddir hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. „Það er sorglegt að þetta hafi endað svona. Hann átti samt sem áður yndislega viku,“ sagði bróðir hans um Íslandsferðina. Einnig er rætt við kærustu Alings, sem segir að Íslandsferðin hafi verið efst á óskalista hans yfir hluti til að gera eða upplifa, sem á ensku nefnist „bucketlist“. Fjölskylda Alings er nú stödd á Íslandi og þakka þau viðbragðsaðilum og Íslendingum fyrir hlýjar mótttökur. „Það eru allir svo yndislegir. Við fáum góðar upplýsingar um það sem er í gangi, það hjálpa okkur allir,“ segir bróðir hans. Ræddi við Bellavia í síma stuttu fyrir flugtak Hollenski miðilinn HLN ræðir einnig við sambýliskonu Belgans Nicola Bellavia sem var mikill ævintýramaður og þekktur fallhlífarstökkvari. Segist hún hafa rætt við Bellavia í síma skömmu fyrir flugtak ferðarinnar örlagaríku. „Hann hljómaði svo hamingjusamur,“ segir hún í samtali við HLN. Er von á fjölskyldu hans til Íslands vegna málsins. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um slysið á undanförnum dögum, ekki síst vegna andláts Joshs Neumann, sem var afar vinsæl YouTube-stjarna. Í yfirlýsingu sem fjölskylda Neumans sendir frá sér í gær sagði að þrátt fyrir að hann hafi verið ungur að árum hafi hann lifað hvern einasta dag til fulls. Neuman hafi verið mikill ævintýramaður sem hafi trúað á hið góða í heiminum og á að hver einstaklingur geti lagt sitt af mörkum til að gera hann betri.
Flugslys við Þingvallavatn Auglýsinga- og markaðsmál Samgönguslys Tengdar fréttir Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37 Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára. 8. febrúar 2022 16:47 Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37
Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára. 8. febrúar 2022 16:47
Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent