Sjáðu körfuboltakraftaverkið í Forsetahöllinni í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2022 14:00 Eysteinn Bjarni Ævarsson er hér búinn að ná þriggja stiga skotinu rétt áður en leiktíminn rann út. S2 Sport Álftanesliðið kom sér á ótrúlegan hátt í framlengingu í leik á móti Haukum í 1. deild karla í körfubolta í gær. Haukunum tókst samt á endanum að vinna leikinn eftir tvær framlengingar. Álftnesingar voru fimm stigum undir í leiknum þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum en tókst að framkalla sannkallað körfuboltakraftaverk í Forsetahöllinni. Senurnar undir lok venjulegs leiktíma fara í sögubækurnar enda héldu allir að Haukar væru búnir að vinna leikinn þegar þeir komust í 78-73 rétt rúmum fjórum sekúndum fyrir leikslok. Haukar brutu aftur á móti á Cedrick Taylor Bowen í þriggja stiga skoti þegar 1,5 sekúnda var eftir. Bowen hitti úr tveimur fyrstu skotum sínum en klikkaði á því þriðja. Álftnesingar náðu að slá sóknarfrákastið út til Eysteins Bjarna Ævarssonar sem setti í framhaldinu niður þriggja stiga skot, jafnaði leikinn og tryggði Álftanes framlengingu. Klippa: Fimm stig á innan við tveimur sekúndum Bowen gat tryggt Álftanesi sigur í fyrstu framlengingunni en klikkaði þá á þriggja stiga skoti. Álftanes fékk lokaskotið í annarri framlengingu en klikkuðu aftur á þriggja stiga skoti. Haukar unnu á endanum mikilvægan 108-107 sigur á Álftanesi í gærkvöldi í toppslag í 1. deild karla og eru þar með tveimur stigum á eftir toppliði Hattar auk þess að eiga tvo leiki inni á Austfirðinga. Þetta var eitt síðasta tækifærið hjá Álftnesingum til að blanda sér í baráttuna um deildarmeistaratitilinn sem gefur beint sæti í Subway-deildinni en liðin í öðru til fimmta sæti keppa um hitt sæti í úrslitakeppninni í vor. Það má sjá þennan ótrúlega lokakafla í venjulegum leiktíma hér fyrir ofan. Íslenski körfuboltinn Haukar Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Álftnesingar voru fimm stigum undir í leiknum þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum en tókst að framkalla sannkallað körfuboltakraftaverk í Forsetahöllinni. Senurnar undir lok venjulegs leiktíma fara í sögubækurnar enda héldu allir að Haukar væru búnir að vinna leikinn þegar þeir komust í 78-73 rétt rúmum fjórum sekúndum fyrir leikslok. Haukar brutu aftur á móti á Cedrick Taylor Bowen í þriggja stiga skoti þegar 1,5 sekúnda var eftir. Bowen hitti úr tveimur fyrstu skotum sínum en klikkaði á því þriðja. Álftnesingar náðu að slá sóknarfrákastið út til Eysteins Bjarna Ævarssonar sem setti í framhaldinu niður þriggja stiga skot, jafnaði leikinn og tryggði Álftanes framlengingu. Klippa: Fimm stig á innan við tveimur sekúndum Bowen gat tryggt Álftanesi sigur í fyrstu framlengingunni en klikkaði þá á þriggja stiga skoti. Álftanes fékk lokaskotið í annarri framlengingu en klikkuðu aftur á þriggja stiga skoti. Haukar unnu á endanum mikilvægan 108-107 sigur á Álftanesi í gærkvöldi í toppslag í 1. deild karla og eru þar með tveimur stigum á eftir toppliði Hattar auk þess að eiga tvo leiki inni á Austfirðinga. Þetta var eitt síðasta tækifærið hjá Álftnesingum til að blanda sér í baráttuna um deildarmeistaratitilinn sem gefur beint sæti í Subway-deildinni en liðin í öðru til fimmta sæti keppa um hitt sæti í úrslitakeppninni í vor. Það má sjá þennan ótrúlega lokakafla í venjulegum leiktíma hér fyrir ofan.
Íslenski körfuboltinn Haukar Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn